Frelsi á útsölu Indriði Ingi Stefánsson skrifar 22. september 2023 07:01 Flest eru afar spenntir fyrir því að gera góð kaup á útsölum, enda fáum við þar oft mun meira fyrir peningana og getum tryggt okkur vörur sem í mörgum tilfellum verða ekki í boði framar. Frelsi er hins vegar ekki söluvara og alls ekki eitthvað sem á heima á útsölu Hvað er frelsi? Frelsi í sinni einföldustu mynd er rétturinn til óhindraðrar tjáningar, óhindraðra hugsana og óhindraðra aðgerða. Í nútíma samfélagi er frelsi mun flóknara samspil þátta sem tryggja okkur öllum tækifæri til að taka þátt í samfélaginu óháð uppruna, kyni, kynþætti o.þ.h. Það er mikilvægt að við sem erum búin að koma okkur fyrir í samfélaginu búum komandi kynslóðum sambærilega möguleika og tækifæri til þátttöku í samfélaginu og sérstaklega við sem tökum þátt í stjórnmálum. Þegar fólk hins vegar ræðir frelsi kemur í ljós að því ber ekki saman hvað það er. Við urðum áþreifanlega vör við það í Covid faraldrinum þegar það þurfti að brúa bilið milli hópa sem sumir kölluðu eftir takmörkunum til að geta tekið þátt í samfélaginu og annarra sem sættu sig ekki við neinar takmarkanir. Til að skapa það fjölbreytta samfélag sem við búum við hér þurfum við nefnilega að vera tilbúin að skoða hlutina frá mörgum hliðum sem margar hverjar skarast á, þá kemur að því að finna málamiðlanir. Þær málamiðlanir þurfa að eiga sér lagastoð og mikilvægt er að um þær ríki sátt. Þá sátt er ólíklegt að skapa ef hagsmunir eins hóps eru teknir fram fyrir hagsmuni heildarinnar. Réttlæti hins sterka Þegar einn ræður snýst réttlætið um það hvað hinum sterka finnst. Þær réttarbætur sem lögðu grunninn að frelsi í nútímasamfélagi voru gerðar til að koma í veg fyrir að konungar gætu beitt styrkleikum að geðþótta. Enda er réttlæti hins sterka töluvert öfugnefni. Á þeim grunni er svo til útilokað að við borgararnir upplifum frelsi, hinn sterki ræður hvað má segja, hinn sterki ræður hvaða stöðu fólk fær í þjóðfélaginu og þannig möguleikum þess til að framfleyta sér. Þetta hljómar samt nokkuð kunnuglega, Undanfarið höfum við séð hvernig ákveðinn hópur fær ansi mikið rými fyrir sitt frelsi oft á kostnað frelsis okkar hinna. Nýlega hófust hvalveiðar á grundvelli leyfis sem gefið var út á síðasta kjörtímabili, þrátt fyrir andstöðu þjóðarinnar og mikla galla á framkvæmd Enn hafa blaðamenn stöðu sakbornings á sama tíma og þeir aðilar sem brutu lög til að ná fram óeðlilegum áhrifum á fiskveiðum heillar þjóðar virðast ekki þurfa að standa að neinu leyti fyrir gjörðum sínum. Nýlega birtist í eina eftirlifandi dagblaði landsins í aldreifingu áróður sem vegur gróflega að tilveru og frelsi stórs hóps. Sem þegar hefur þurft að þola óvægna umræðu fulla af rangfærslum. Frelsi hins ríka Það er nefnilega ekki svo mikill munur á frelsi hins ríka og réttlæti hins sterka. Afleiðingarnar fyrir hinn ríka af hegðun sem hefur miklar og jafnvel varanlegar afleiðingar á líf okkar hinna eru nefnilega oft engar, hinn ríki getur beitt sér gegn þeim sem honum þóknast ekki. Um það eru svo ansi mörg dæmi í okkar þjóðfélagi án þess að fólkið sem skreytir sig á tyllidögum með því hversu mikilvægt frelsið sé hreyfi nokkrum andmælum. Enda aðhyllist það frelsi hins ríka. Fyrir nokkrum áratugum var töluvert styttra milli landsmanna í ríkidæmi og stór hluti almennings gat í krafti eigin fjármagns valið sér búsetustað, aflað sér menntunar og skapað sér ágæt lífsgæði á grunni eigin verðleika. Nú er svo komið að að í búseta á höfuðborgarsvæðinu er að verða flestum ómöguleg. Stórir aðilar hafa safnað til sínu mikið af húsnæði. Það kemur nú niður á möguleikum fólks til búsetu á svæðinu, nú stendur til að halda áfram útsölunni á hlut ríkisins í bönkum sem taka til sín gríðarlega mikið fjármagn á hverju ári á kostnað okkar borgaranna. Sá hópur sem svo býr við frelsi hins ríka fer svo sífellt minnkandi og með því hverfa möguleikar okkar hinna til að búa við frelsi til tjáningar, hugsunar og athafna[ Þá er ómögulegt annað en halda til haga hversu skaðlegt þetta er upp á framtíðina. Með tilliti til loftslagsmála eru möguleikar hins ríka til að menga gríðarlegir, lífsstíll lítils hóps gerir það að verkum að lífsgæði okkar allra verða mun lakari í framtíðinni. Í því samhengi er nóg að benda á að með hverjum hval sem er veiddur hverfur úr lífríkinu skepna sem sinnir gríðarlega mikilvægri og verðmætri þjónustu í loftslagsmálum. Það eitt ætti að duga til að við slepptum því, en hinn ríki þarf ekki að fást um slíkt og gerir það sem honum sýnist. Frelsi okkar allra Við Píratar viljum að öll búi við frelsi. Það verkefni er ekki einfalt, sérstaklega þegar frelsi eins hóps er ógn við frelsi annars. Það krefst þess að við tökum hagsmuni allra til skoðunar, við tökum tillit til sjónarmiða. Nú verðum við að standa vaktina og halda frelsi okkar allra á lofti og á sama tíma vinna gegn núverandi útsölu á frelsi í boði ríkisstjórnarinnar sem er langt komin með að rýma fyrir nýjum útfærslum á frelsi hins ríka sem við fæst höfum efni á. Allar leiðir til að nálgast þetta á hátt sem útilokar það að taka tillit til sjónarmiða og sjá málin frá mörgum hliðum mun útiloka hvort tveggja, frelsi og sátt. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Flest eru afar spenntir fyrir því að gera góð kaup á útsölum, enda fáum við þar oft mun meira fyrir peningana og getum tryggt okkur vörur sem í mörgum tilfellum verða ekki í boði framar. Frelsi er hins vegar ekki söluvara og alls ekki eitthvað sem á heima á útsölu Hvað er frelsi? Frelsi í sinni einföldustu mynd er rétturinn til óhindraðrar tjáningar, óhindraðra hugsana og óhindraðra aðgerða. Í nútíma samfélagi er frelsi mun flóknara samspil þátta sem tryggja okkur öllum tækifæri til að taka þátt í samfélaginu óháð uppruna, kyni, kynþætti o.þ.h. Það er mikilvægt að við sem erum búin að koma okkur fyrir í samfélaginu búum komandi kynslóðum sambærilega möguleika og tækifæri til þátttöku í samfélaginu og sérstaklega við sem tökum þátt í stjórnmálum. Þegar fólk hins vegar ræðir frelsi kemur í ljós að því ber ekki saman hvað það er. Við urðum áþreifanlega vör við það í Covid faraldrinum þegar það þurfti að brúa bilið milli hópa sem sumir kölluðu eftir takmörkunum til að geta tekið þátt í samfélaginu og annarra sem sættu sig ekki við neinar takmarkanir. Til að skapa það fjölbreytta samfélag sem við búum við hér þurfum við nefnilega að vera tilbúin að skoða hlutina frá mörgum hliðum sem margar hverjar skarast á, þá kemur að því að finna málamiðlanir. Þær málamiðlanir þurfa að eiga sér lagastoð og mikilvægt er að um þær ríki sátt. Þá sátt er ólíklegt að skapa ef hagsmunir eins hóps eru teknir fram fyrir hagsmuni heildarinnar. Réttlæti hins sterka Þegar einn ræður snýst réttlætið um það hvað hinum sterka finnst. Þær réttarbætur sem lögðu grunninn að frelsi í nútímasamfélagi voru gerðar til að koma í veg fyrir að konungar gætu beitt styrkleikum að geðþótta. Enda er réttlæti hins sterka töluvert öfugnefni. Á þeim grunni er svo til útilokað að við borgararnir upplifum frelsi, hinn sterki ræður hvað má segja, hinn sterki ræður hvaða stöðu fólk fær í þjóðfélaginu og þannig möguleikum þess til að framfleyta sér. Þetta hljómar samt nokkuð kunnuglega, Undanfarið höfum við séð hvernig ákveðinn hópur fær ansi mikið rými fyrir sitt frelsi oft á kostnað frelsis okkar hinna. Nýlega hófust hvalveiðar á grundvelli leyfis sem gefið var út á síðasta kjörtímabili, þrátt fyrir andstöðu þjóðarinnar og mikla galla á framkvæmd Enn hafa blaðamenn stöðu sakbornings á sama tíma og þeir aðilar sem brutu lög til að ná fram óeðlilegum áhrifum á fiskveiðum heillar þjóðar virðast ekki þurfa að standa að neinu leyti fyrir gjörðum sínum. Nýlega birtist í eina eftirlifandi dagblaði landsins í aldreifingu áróður sem vegur gróflega að tilveru og frelsi stórs hóps. Sem þegar hefur þurft að þola óvægna umræðu fulla af rangfærslum. Frelsi hins ríka Það er nefnilega ekki svo mikill munur á frelsi hins ríka og réttlæti hins sterka. Afleiðingarnar fyrir hinn ríka af hegðun sem hefur miklar og jafnvel varanlegar afleiðingar á líf okkar hinna eru nefnilega oft engar, hinn ríki getur beitt sér gegn þeim sem honum þóknast ekki. Um það eru svo ansi mörg dæmi í okkar þjóðfélagi án þess að fólkið sem skreytir sig á tyllidögum með því hversu mikilvægt frelsið sé hreyfi nokkrum andmælum. Enda aðhyllist það frelsi hins ríka. Fyrir nokkrum áratugum var töluvert styttra milli landsmanna í ríkidæmi og stór hluti almennings gat í krafti eigin fjármagns valið sér búsetustað, aflað sér menntunar og skapað sér ágæt lífsgæði á grunni eigin verðleika. Nú er svo komið að að í búseta á höfuðborgarsvæðinu er að verða flestum ómöguleg. Stórir aðilar hafa safnað til sínu mikið af húsnæði. Það kemur nú niður á möguleikum fólks til búsetu á svæðinu, nú stendur til að halda áfram útsölunni á hlut ríkisins í bönkum sem taka til sín gríðarlega mikið fjármagn á hverju ári á kostnað okkar borgaranna. Sá hópur sem svo býr við frelsi hins ríka fer svo sífellt minnkandi og með því hverfa möguleikar okkar hinna til að búa við frelsi til tjáningar, hugsunar og athafna[ Þá er ómögulegt annað en halda til haga hversu skaðlegt þetta er upp á framtíðina. Með tilliti til loftslagsmála eru möguleikar hins ríka til að menga gríðarlegir, lífsstíll lítils hóps gerir það að verkum að lífsgæði okkar allra verða mun lakari í framtíðinni. Í því samhengi er nóg að benda á að með hverjum hval sem er veiddur hverfur úr lífríkinu skepna sem sinnir gríðarlega mikilvægri og verðmætri þjónustu í loftslagsmálum. Það eitt ætti að duga til að við slepptum því, en hinn ríki þarf ekki að fást um slíkt og gerir það sem honum sýnist. Frelsi okkar allra Við Píratar viljum að öll búi við frelsi. Það verkefni er ekki einfalt, sérstaklega þegar frelsi eins hóps er ógn við frelsi annars. Það krefst þess að við tökum hagsmuni allra til skoðunar, við tökum tillit til sjónarmiða. Nú verðum við að standa vaktina og halda frelsi okkar allra á lofti og á sama tíma vinna gegn núverandi útsölu á frelsi í boði ríkisstjórnarinnar sem er langt komin með að rýma fyrir nýjum útfærslum á frelsi hins ríka sem við fæst höfum efni á. Allar leiðir til að nálgast þetta á hátt sem útilokar það að taka tillit til sjónarmiða og sjá málin frá mörgum hliðum mun útiloka hvort tveggja, frelsi og sátt. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar