Lægstu barnabætur aldarinnar? Kristófer Már Maronsson skrifar 21. september 2023 07:30 Í Sprengisandi á sunnudaginn tókust á formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um fjárlagafrumvarpið. Nokkrum mínútum vörðu formennirnir í að ræða velferðarkerfið og lét Kristrún Frostadóttir eftirfarandi orð m.a. falla: „Barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu, eftir þetta átak ríkisstjórnarinnar, hafa aldrei verið lægri á þessari öld. Þær eru helmingi minni sem hlutfall af hagkerfinu heldur en á Norðurlöndunum.” Er rétt að mæla barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu? Þegar við mælum eitthvað sem hlutfall af landsframleiðslu erum við yfirleitt að skoða stærðir sem þróast í samræmi við landsframleiðslu, t.d. framleiðslutölur einstakra atvinnugreina eða afkomu ríkissjóðs. Barnabætur er hins vegar ekki rétt að mæla sem hlutfall af landsframleiðslu og vont að sjá formann Samfylkingarinnar tileinka sér þennan misskilning verkalýðshreyfingarinnar. Árið 2000 voru börn undir 18 ára aldri tæplega 28% þjóðarinnar en í lok árs 2022 voru þau tæplega 22%. Íbúum á Íslandi hefur fjölgað um rúm 41% frá aldamótum og hlutfall barna af íbúafjölda fer sífellt minnkandi. Út frá þessum staðreyndum má draga þá ályktun að landsframleiðsla sé að þróast talsvert hraðar en þörf fyrir stuðning til barnafjölskyldna þar sem börnum fækkar í hlutfalli við heildarmannfjölda. Stendur barnabótakerfið með fólki þegar tekjur lækka? Barnabótakerfið er byggt upp fyrir tekjulágar fjölskyldur til þess að létta undir kostnaði þeirra við að ala upp börn. Barnabætur byggja ekki á ákveðnum potti í fjárlögum sem dreift er til þeirra sem á þurfa að halda, heldur breytast þær í takt við tekjur barnafjölskyldna að öðru óbreyttu. Hægt er að skoða nokkra mælikvarða en einn mælikvarði sem mér þykir rétt að skoða í þessu samhengi er hvort barnabætur þróist að einhverju leyti í takt við atvinnuleysi foreldra barna. Á grafinu hér að neðan er bláa línan barnabætur úr ríkisreikning á verðlagi ársins 2022 og þeim deilt á fjölda barna. Það segir ekki nákvæmlega til um hvernig stuðningur er við tekjulágar barnafjölskyldur, enda misjafnt hverjar tekjur foreldra eru, en gefur ágætis mynd. Gula línan er svo atvinnuleysi 25-54 ára. Auðvitað eru foreldrar barna á aðeins breiðari aldri, en framboð gagna stýrir þessari framsetningu. Það er tvennt áhugavert við þessa mynd. Í fyrsta lagi má sjá árin 2009-2013, betur þekkt sem vinstri stjórnarárin. Barnabætur á hvert barn hríðfalla, sem er í takt við það að fjárhæðir barnabóta voru ekki hækkaðar árin 2009-2012. Árið fyrir kosningar var þeim svo flengt upp. Svo eru árin eftir vinstri stjórnina, þar sem mikil fylgni er á milli atvinnuleysis og barnabóta á hvert barn. Þannig má draga þá ályktun að þegar atvinnuleysi skýst upp í covid kemur barnabótakerfið (og viðbætur stjórnvalda) til þess að grípa fjölskyldur sem lenda í erfiðleikum. Þá er einnig vert að nefna að grunnfjárhæðir barnabóta hafa hækkað umfram verðlag frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók við af vinstri stjórninni árið 2013. Þróun launa, verðlags og skerðingarmarka barnabóta Því er oft haldið fram af vinstri mönnum að með öllum launahækkunum undanfarinna ára að barnabætur skerðist bara og þannig hætti fólk að fá barnabætur. Betra er að skoða þessa þróun í samhengi áður en slíkum bullyrðingum er kastað fram. Launavísitala hefur tæplega þrefaldast og vísitala neysluverðs rúmlega tvöfaldast frá 2006 - 2022. Skerðingarmörk barnabóta hafa tæplega fimmfaldast frá árinu 2006, þrátt fyrir algera kyrrstöðu hjá vinstri stjórninni fram að kosningaári. Svo má sjá hvernig skerðingamörk hækka á ný og hafa gert viðstöðulaust síðan slitabúin lögðu fram stöðugleikaframlög sem runnu í ríkissjóð - aðgerð sem vinstri menn höfðu enga trú á að hægt væri að framkvæma. Umræðan þarf að byggjast á staðreyndum en ekki bullyrðingum Við búum hér í einu mesta velferðarkerfi heims en höfum ekkert alltaf gert hlutina eins og aðrar þjóðir. Til dæmis þegar kemur að barnabótum eru flest Norðurlöndin með ótekjutengdar barnabætur, þannig hæst launuðustu foreldrar samfélagsins og þeir lægst launuðustu fá jafn mikið. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á að tryggja afkomu og velferð þeirra sem minnst hafa á milli handanna og fer það í taugarnar á vinstri mönnum, sem reyna að halda öðru fram. Það að barnabætur séu þær lægstu á öldinni sem hlutfall af landsframleiðslu getur sagt margar sögur, m.a. að barnafjölskyldur hafi aldrei verið tekjuhærri eftir aldamót. Það er skrítið að heyra fullyrðingar um að ríkisstjórnin með Sjálfstæðisflokkinn í fjármálaráðuneytinu sé að grafa undan barnabótakerfinu, en jafnframt skiljanlegt að fólk hlusti þegar formaður Samfylkingarinnar talar enda klár og frambærileg stjórnmálakona. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi fullyrðing er bullyrðing og vinstri menn ættu að líta sér nær, en því miður flækjast staðreyndir oft ekki fyrir stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Félagsmál Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í Sprengisandi á sunnudaginn tókust á formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um fjárlagafrumvarpið. Nokkrum mínútum vörðu formennirnir í að ræða velferðarkerfið og lét Kristrún Frostadóttir eftirfarandi orð m.a. falla: „Barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu, eftir þetta átak ríkisstjórnarinnar, hafa aldrei verið lægri á þessari öld. Þær eru helmingi minni sem hlutfall af hagkerfinu heldur en á Norðurlöndunum.” Er rétt að mæla barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu? Þegar við mælum eitthvað sem hlutfall af landsframleiðslu erum við yfirleitt að skoða stærðir sem þróast í samræmi við landsframleiðslu, t.d. framleiðslutölur einstakra atvinnugreina eða afkomu ríkissjóðs. Barnabætur er hins vegar ekki rétt að mæla sem hlutfall af landsframleiðslu og vont að sjá formann Samfylkingarinnar tileinka sér þennan misskilning verkalýðshreyfingarinnar. Árið 2000 voru börn undir 18 ára aldri tæplega 28% þjóðarinnar en í lok árs 2022 voru þau tæplega 22%. Íbúum á Íslandi hefur fjölgað um rúm 41% frá aldamótum og hlutfall barna af íbúafjölda fer sífellt minnkandi. Út frá þessum staðreyndum má draga þá ályktun að landsframleiðsla sé að þróast talsvert hraðar en þörf fyrir stuðning til barnafjölskyldna þar sem börnum fækkar í hlutfalli við heildarmannfjölda. Stendur barnabótakerfið með fólki þegar tekjur lækka? Barnabótakerfið er byggt upp fyrir tekjulágar fjölskyldur til þess að létta undir kostnaði þeirra við að ala upp börn. Barnabætur byggja ekki á ákveðnum potti í fjárlögum sem dreift er til þeirra sem á þurfa að halda, heldur breytast þær í takt við tekjur barnafjölskyldna að öðru óbreyttu. Hægt er að skoða nokkra mælikvarða en einn mælikvarði sem mér þykir rétt að skoða í þessu samhengi er hvort barnabætur þróist að einhverju leyti í takt við atvinnuleysi foreldra barna. Á grafinu hér að neðan er bláa línan barnabætur úr ríkisreikning á verðlagi ársins 2022 og þeim deilt á fjölda barna. Það segir ekki nákvæmlega til um hvernig stuðningur er við tekjulágar barnafjölskyldur, enda misjafnt hverjar tekjur foreldra eru, en gefur ágætis mynd. Gula línan er svo atvinnuleysi 25-54 ára. Auðvitað eru foreldrar barna á aðeins breiðari aldri, en framboð gagna stýrir þessari framsetningu. Það er tvennt áhugavert við þessa mynd. Í fyrsta lagi má sjá árin 2009-2013, betur þekkt sem vinstri stjórnarárin. Barnabætur á hvert barn hríðfalla, sem er í takt við það að fjárhæðir barnabóta voru ekki hækkaðar árin 2009-2012. Árið fyrir kosningar var þeim svo flengt upp. Svo eru árin eftir vinstri stjórnina, þar sem mikil fylgni er á milli atvinnuleysis og barnabóta á hvert barn. Þannig má draga þá ályktun að þegar atvinnuleysi skýst upp í covid kemur barnabótakerfið (og viðbætur stjórnvalda) til þess að grípa fjölskyldur sem lenda í erfiðleikum. Þá er einnig vert að nefna að grunnfjárhæðir barnabóta hafa hækkað umfram verðlag frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók við af vinstri stjórninni árið 2013. Þróun launa, verðlags og skerðingarmarka barnabóta Því er oft haldið fram af vinstri mönnum að með öllum launahækkunum undanfarinna ára að barnabætur skerðist bara og þannig hætti fólk að fá barnabætur. Betra er að skoða þessa þróun í samhengi áður en slíkum bullyrðingum er kastað fram. Launavísitala hefur tæplega þrefaldast og vísitala neysluverðs rúmlega tvöfaldast frá 2006 - 2022. Skerðingarmörk barnabóta hafa tæplega fimmfaldast frá árinu 2006, þrátt fyrir algera kyrrstöðu hjá vinstri stjórninni fram að kosningaári. Svo má sjá hvernig skerðingamörk hækka á ný og hafa gert viðstöðulaust síðan slitabúin lögðu fram stöðugleikaframlög sem runnu í ríkissjóð - aðgerð sem vinstri menn höfðu enga trú á að hægt væri að framkvæma. Umræðan þarf að byggjast á staðreyndum en ekki bullyrðingum Við búum hér í einu mesta velferðarkerfi heims en höfum ekkert alltaf gert hlutina eins og aðrar þjóðir. Til dæmis þegar kemur að barnabótum eru flest Norðurlöndin með ótekjutengdar barnabætur, þannig hæst launuðustu foreldrar samfélagsins og þeir lægst launuðustu fá jafn mikið. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á að tryggja afkomu og velferð þeirra sem minnst hafa á milli handanna og fer það í taugarnar á vinstri mönnum, sem reyna að halda öðru fram. Það að barnabætur séu þær lægstu á öldinni sem hlutfall af landsframleiðslu getur sagt margar sögur, m.a. að barnafjölskyldur hafi aldrei verið tekjuhærri eftir aldamót. Það er skrítið að heyra fullyrðingar um að ríkisstjórnin með Sjálfstæðisflokkinn í fjármálaráðuneytinu sé að grafa undan barnabótakerfinu, en jafnframt skiljanlegt að fólk hlusti þegar formaður Samfylkingarinnar talar enda klár og frambærileg stjórnmálakona. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi fullyrðing er bullyrðing og vinstri menn ættu að líta sér nær, en því miður flækjast staðreyndir oft ekki fyrir stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar