Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2023 15:55 Þóra Geirlaug og Hilja eru kynfræðslukennarar og samdi Hilja kennsluleiðbeiningar með kennslubókinni umdeildu. Guðrún Ágústa er aftur á móti gagnrýnin á bókina og segir hana of grófa fyrir svo ung börn. Vísir/Einar Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. „Það eru nokkur dæmi um fólk sem ræðst inn í grunnskóla, hótar kennurum og sakar þá um barnaníð. Það er mjög alvarlegt og slæmt að fólk sem er að sinna vinnu sinni sitji undir svona hótunum,“ sagði Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kynfræðslukennari um umræðuna sem hefur verið í samfélaginu síðustu daga um bókina umdeildu. Ítrekaði hún að um fleiri en eitt atvik væri um að ræða og benti á að nemendur hennar væru „sjokkeraðir“ á umræðunni enda hafi ungt fólk síðustu misseri kallað eftir aukinni kynfræðslu og að fá hana fyrr á skólagöngunni. Nemendur skilji ekkert í uppþoti foreldra. Mega börnin ekki prófa sig áfram sjálf? Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur er ein þeirra sem finnst sum af þeim efnistökum sem koma fram í bókinni ekki hæfa svo ungum börnum en bókin er kennd í 1. – 4. bekk. Sérstaklega ekki kaflar um sjálfssnertingu eða sjálfsfróun og endaþarm. Sagðist hún hafa fengið skilaboð frá foreldrum sem þakki henni fyrir að tjá sig um efni bókarinnar þar sem þeir þori það ekki sjálfir. „Ég las í gegnum bókina og var brugðið. Ég hugsaði hvernig þetta hafi getað farið í gegnum allt kerfið hjá Menntamálastofnun, af hverju mótmælti enginn? Mætti enginn til vinnu þennan dag? Af hverju þarf að ræða kynlíf sérstaklega? Kemur þetta ekki bara „organic“? Mega börnin ekki prófa sig áfram sjálf? Einhvern veginn fundum við öll út úr þessu,“ sagði hún þegar hún gagnrýndi grófleika bókarinnar. Hilja Guðmundsdóttir er höfundur kennsluleiðbeininga með bókinni og útskýrði að þessi bók væri ekki eingöngu um líffræði heldur væri verið að fjalla um hugtakið kynlíf, líf kynjanna, samlíf og samskipti en ekki verið að kenna börnum samfarir. „Kynfræðsla snýr að sjálfinu og samskiptum. Kennari er með pdf-formið af bókinni og stýrir síðan hvað nemendur skoða. Sjö ára barn fær ekki bara bókina í hendurnar.“ Hilja bætir við að kennarar hafi menntun og fagmennskuna til að velja námsefni við hæfi. „Við dembum okkur ekki í umræðu um sjálfsfróun við börn einn, tveir og bingó. Það er rætt um rými, mörk og einkastaði áður en kemur að sjálfsfróun. Finnst ekki hlutverk skólans að kenna börnum kynlíf Þóra tekur undir orð Hilju og bætir við að eftir að hafa starfað með börnum í þrettán ár þá sé rík þörf fyrir þessa bók, bæði vegna klámvæðingar en einnig þar sem samfélagið hafi breyst mikið. „Það er hávær umræða um kynferðisofbeldi og annað sem áður var ekki talað um. Þessi bók hjálpar okkur að ræða við ung börn um mörk og virðingu.“ Kaflinn um sjálfsfróun hefur farið sérstaklega fyrir brjóstið á einhverjum foreldrum í bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt Guðrún Ágústa spyr af hverju það sé hlutverk menntastofnana að ræða kynlíf. Hvort það sé ekki betra að skólinn einbeiti sér að forvörnum í aukinni klámvæðingu og aðgangi barna að netinu. „Fá tölvunarfræðinga til að kenna foreldrum að loka fyrir klámsíður. Er ekki meira vit í að fyrirbyggja en að opna allar dyr?“ spyr Guðrún. Nafnlausar spurningar um klám Hilja og Þóra sem báðar hafa mikla reynslu af kynfræðslu benda á að ýmsar spurningar vakni hjá börnum og ekki öll börn geti leitað til foreldra sinna. „Börn eru að meðaltali ellefu ára þegar þau sjá klám í fyrsta skipti,“ segir Þóra. „Frá upphafi skólagöngu er mikilvægt að þau viti hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Kynslóðir á undan hafa káfað sig áfram í myrkrinu og hafa óþarflega margir beðið skaða af. Vonandi með þessari fræðslu byggjum við gegn því. Við sjáum það líka á nafnlausu spurningunum sem koma frá börnunum í lok kynfræðslutíma að þau eru að velta fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi.“ Hilja bætir við að akurinn sé ekki óplægður lengur, ákveðnar hugmyndir séu komnar í huga barnanna sem fullorðna fólkið átti sig ekki á. „Sú kynfræðsla sem kennd er í skólunum er ekki sú kynfræðsla sem fólk heldur.“ Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Pallborðið Klám Kynlíf Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Það eru nokkur dæmi um fólk sem ræðst inn í grunnskóla, hótar kennurum og sakar þá um barnaníð. Það er mjög alvarlegt og slæmt að fólk sem er að sinna vinnu sinni sitji undir svona hótunum,“ sagði Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kynfræðslukennari um umræðuna sem hefur verið í samfélaginu síðustu daga um bókina umdeildu. Ítrekaði hún að um fleiri en eitt atvik væri um að ræða og benti á að nemendur hennar væru „sjokkeraðir“ á umræðunni enda hafi ungt fólk síðustu misseri kallað eftir aukinni kynfræðslu og að fá hana fyrr á skólagöngunni. Nemendur skilji ekkert í uppþoti foreldra. Mega börnin ekki prófa sig áfram sjálf? Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur er ein þeirra sem finnst sum af þeim efnistökum sem koma fram í bókinni ekki hæfa svo ungum börnum en bókin er kennd í 1. – 4. bekk. Sérstaklega ekki kaflar um sjálfssnertingu eða sjálfsfróun og endaþarm. Sagðist hún hafa fengið skilaboð frá foreldrum sem þakki henni fyrir að tjá sig um efni bókarinnar þar sem þeir þori það ekki sjálfir. „Ég las í gegnum bókina og var brugðið. Ég hugsaði hvernig þetta hafi getað farið í gegnum allt kerfið hjá Menntamálastofnun, af hverju mótmælti enginn? Mætti enginn til vinnu þennan dag? Af hverju þarf að ræða kynlíf sérstaklega? Kemur þetta ekki bara „organic“? Mega börnin ekki prófa sig áfram sjálf? Einhvern veginn fundum við öll út úr þessu,“ sagði hún þegar hún gagnrýndi grófleika bókarinnar. Hilja Guðmundsdóttir er höfundur kennsluleiðbeininga með bókinni og útskýrði að þessi bók væri ekki eingöngu um líffræði heldur væri verið að fjalla um hugtakið kynlíf, líf kynjanna, samlíf og samskipti en ekki verið að kenna börnum samfarir. „Kynfræðsla snýr að sjálfinu og samskiptum. Kennari er með pdf-formið af bókinni og stýrir síðan hvað nemendur skoða. Sjö ára barn fær ekki bara bókina í hendurnar.“ Hilja bætir við að kennarar hafi menntun og fagmennskuna til að velja námsefni við hæfi. „Við dembum okkur ekki í umræðu um sjálfsfróun við börn einn, tveir og bingó. Það er rætt um rými, mörk og einkastaði áður en kemur að sjálfsfróun. Finnst ekki hlutverk skólans að kenna börnum kynlíf Þóra tekur undir orð Hilju og bætir við að eftir að hafa starfað með börnum í þrettán ár þá sé rík þörf fyrir þessa bók, bæði vegna klámvæðingar en einnig þar sem samfélagið hafi breyst mikið. „Það er hávær umræða um kynferðisofbeldi og annað sem áður var ekki talað um. Þessi bók hjálpar okkur að ræða við ung börn um mörk og virðingu.“ Kaflinn um sjálfsfróun hefur farið sérstaklega fyrir brjóstið á einhverjum foreldrum í bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt Guðrún Ágústa spyr af hverju það sé hlutverk menntastofnana að ræða kynlíf. Hvort það sé ekki betra að skólinn einbeiti sér að forvörnum í aukinni klámvæðingu og aðgangi barna að netinu. „Fá tölvunarfræðinga til að kenna foreldrum að loka fyrir klámsíður. Er ekki meira vit í að fyrirbyggja en að opna allar dyr?“ spyr Guðrún. Nafnlausar spurningar um klám Hilja og Þóra sem báðar hafa mikla reynslu af kynfræðslu benda á að ýmsar spurningar vakni hjá börnum og ekki öll börn geti leitað til foreldra sinna. „Börn eru að meðaltali ellefu ára þegar þau sjá klám í fyrsta skipti,“ segir Þóra. „Frá upphafi skólagöngu er mikilvægt að þau viti hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Kynslóðir á undan hafa káfað sig áfram í myrkrinu og hafa óþarflega margir beðið skaða af. Vonandi með þessari fræðslu byggjum við gegn því. Við sjáum það líka á nafnlausu spurningunum sem koma frá börnunum í lok kynfræðslutíma að þau eru að velta fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi.“ Hilja bætir við að akurinn sé ekki óplægður lengur, ákveðnar hugmyndir séu komnar í huga barnanna sem fullorðna fólkið átti sig ekki á. „Sú kynfræðsla sem kennd er í skólunum er ekki sú kynfræðsla sem fólk heldur.“
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Pallborðið Klám Kynlíf Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira