Vilja stækka Tennishöllina og bæta við sex padel-völlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2023 17:40 Svona gæti padel-vellirnir sex innanhúss litið út. Former arkitektar Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi við Tennishöllina í Kópavogi. Þar stendur til að byggja húsnæði með sex padel-völlum. Framkvæmdastjóri Tennishallarinnar segir mikinn áhuga á íþróttinni sem sé sérstaklega aðgengileg og félagsvæn. Málið var tekið fyrir hjá skipulagsráði þann 13. september. Rebekka Pétursdóttir, arkitekt hjá Former arkitektum, lagði fram umsókn um breytingu á deiliskipulaginu. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um tíu metra frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 fermetra. Nýr aðalinngangur á nýju húsnæði með sex padel-völlum.Former ARKitektar Þá fylgir tillaga að viðbyggingu við Tennishöllina í Kópavogi sem verður alls um 1800 fermetrar að flatarmáli. Skipulagsráð samþykkti með fimm atkvæðum gegn einu að breytingartillagan verði auglýst. Var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nýja byggingin sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, séð úr lofti.Former arkitektar Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, segir viðbygginguna hluta af því að vilja byggja upp almenningsíþróttamiðstöð í Smáranum. „Við byrjuðum með padel fyrir fjórum árum og þetta hefur gengið hratt. Vellirnir eru meira og minna fullir öll kvöld og helgar. Áhuginn er mikill og við erum að reyna að svara því,“ segir Jónas Páll. Hann lýsir padel sem blöndu af tennis og skvassi. „Nema miklu auðveldari íþrótt. Þess vegna er hægt að mæta á völlinn, spila leik og fá sama kikk og maður fær þegar maður hefur verið lengi í tennis,“ segir Jónas Páll. Vinir og vinahópar mæta Mikið sé um að vinahópar og vinnufélagar mæti í padel enda nái leikmenn fljótt tökum á íþróttinni. „Áhuginn hefur verið mikill, það er stemmning fyrir þessu og fólk að kalla eftir fleiri völlum.“ Þá segir Jónas Páll að metnaður hafi verið lagður í hönnunina við padelvellina tvo sem fyrir eru. Sá metnaður haldi áfram. Þau sæki innblástur til Spánar þar sem padel er spilað utandyra. Þess vegna er lögð áhersla á að sólin fái að kíkja í heimsókn til padelspilara, innan skynsemismarka þó, og padel-spilarar upplifi smá suðræna stemmningu. Tengd skjöl Tillaga_að_breyttu_deiliskipulagiPDF7.4MBSækja skjal Tennis Kópavogur Skipulag Padel Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá skipulagsráði þann 13. september. Rebekka Pétursdóttir, arkitekt hjá Former arkitektum, lagði fram umsókn um breytingu á deiliskipulaginu. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um tíu metra frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 fermetra. Nýr aðalinngangur á nýju húsnæði með sex padel-völlum.Former ARKitektar Þá fylgir tillaga að viðbyggingu við Tennishöllina í Kópavogi sem verður alls um 1800 fermetrar að flatarmáli. Skipulagsráð samþykkti með fimm atkvæðum gegn einu að breytingartillagan verði auglýst. Var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nýja byggingin sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, séð úr lofti.Former arkitektar Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, segir viðbygginguna hluta af því að vilja byggja upp almenningsíþróttamiðstöð í Smáranum. „Við byrjuðum með padel fyrir fjórum árum og þetta hefur gengið hratt. Vellirnir eru meira og minna fullir öll kvöld og helgar. Áhuginn er mikill og við erum að reyna að svara því,“ segir Jónas Páll. Hann lýsir padel sem blöndu af tennis og skvassi. „Nema miklu auðveldari íþrótt. Þess vegna er hægt að mæta á völlinn, spila leik og fá sama kikk og maður fær þegar maður hefur verið lengi í tennis,“ segir Jónas Páll. Vinir og vinahópar mæta Mikið sé um að vinahópar og vinnufélagar mæti í padel enda nái leikmenn fljótt tökum á íþróttinni. „Áhuginn hefur verið mikill, það er stemmning fyrir þessu og fólk að kalla eftir fleiri völlum.“ Þá segir Jónas Páll að metnaður hafi verið lagður í hönnunina við padelvellina tvo sem fyrir eru. Sá metnaður haldi áfram. Þau sæki innblástur til Spánar þar sem padel er spilað utandyra. Þess vegna er lögð áhersla á að sólin fái að kíkja í heimsókn til padelspilara, innan skynsemismarka þó, og padel-spilarar upplifi smá suðræna stemmningu. Tengd skjöl Tillaga_að_breyttu_deiliskipulagiPDF7.4MBSækja skjal
Tennis Kópavogur Skipulag Padel Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira