Vonar að Ísland geti verið griðastaður fyrir son sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 18:21 Þorvarður Tjörvi vonar að Íslendingar takist á við þann andbyr sem trans og hinsegin fólk hefur mætt undanfarið. Hér er hann ásamt syni sínum, Kaiden, og öðrum á hinsegin dögum. Facebook Faðir fjórtán ára trans stráks vonar að Ísland geti orðið að griðastað fyrir son sinn í framtíðinni. Hann segir það átakanlegt að hafa fylgst með umræðunni á Íslandi undanfarið og vonast til að Íslendingar takist á við andbyrinn. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur sem starfar sem næstráðandi (e. deputy unity chief) hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum, greindi frá þessu í Facebook-færslu í gær. Þar lýsir hann upplifun sinni af því að vera foreldri sonarins Kaiden sem er trans og skrifar um þá öldu haturs sem hefur riðið yfir gagnvart hinsegin fólki undanfarið. „Ég er ekki stelpa“ „Fyrir rúmum þremur árum kom eina “dóttir” mín út sem transstrákur, þá 11 ára. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að það var visst áfall fyrir miðaldra pabba að fá þær fréttir og það tók okkur hjónin nokkrar vikur að melta það sem var að gerast,“ segir í færslunni. Kaiden ásamt móður sinni, Önnu Margréti Björnsdóttur, í gleðigöngunni.Facebook „Mánuðina á undan höfðum við séð mikla vanlíðan og ört lækkandi einkunnir, en við skrifuðum það á Covid og þá einangrun sem því fylgdi að vera búandi í Maryland fylki í Bandaríkjunum þar sem krakkar mættu ekki í eigin persónu í skólann í rúmt ár. En það var ekki málið. „Ég er ekki stelpa“, það var málið. Þegar það var loks viðurkennt breyttist allt,“ segir enn fremur. Tjörvi segir að fjölskyldan sem býr í Maryland, „hjarta heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum,“ njóti þeirra forréttinda að vera með góðar heilbrigðistryggingar. Hins vegar hafi það fyrsta sem þau hjónin gerðu var að leita til Samtakanna '78 eftir ábendingu frá bróður Tjörva, Gísla Rafni Ólafssyni þingmanni. „Þar var sjálfsögð, ókeypis og nær samstundis stuðningur með viðtali í gegnum netið í boði. Aðstandendur hinsegin krakka eiga rétt á fræðslu og aðstoð, sem reyndist okkur foreldrunum ómetanleg. Við verðum ævinlega þakklát fyrir þeirra hjálp. Takk!“ Vanlíðan breyst í vellíðan Tjörvi lýsir því hvernig í Bandaríkjunum hinsegin krakkar mæti bæði mótstöðu og andúð. Fylki þeirra, Maryland, sé sem betur fer vin í þeirri eyðimörk þótt þar séu fordómar hér sem annars staðar. Skólagangan hafi gengið vel eftir að sonurinn kom út sem trans. „Vanlíðan hefur breyst í vellíðan, einsemd í vinamergð og C eða D breyst í nær eingöngu A þegar kemur að einkunnum. Og nú erum við í afar gagnlegu kynhneigðarprógrammi hjá barnaspítala Bandaríkjanna þar sem teymi sálfræðinga, lækna o.s.frv. vinna með okkur foreldrunum og táningnum að finna út úr hvað sé best að gera. Aftur, takk!,“ segir í færslunni. „Það er fátt sem er meiri léttir fyrir foreldra en að sjá barnið sitt breytast frá því að líða illa, ganga illa, í brosandi, hlæjandi, vinamargan og framúrskarandi ungling. Kyn skiptir ekki máli. Vellíðan skiptir máli. Gamaldags staðlar skipta ekki máli, fjölbreytileikinn er frábær! Honum ber að fagna!“ Vonar að Íslendingar takist á við andbyrinn Þá segir Tjörvi það hafa verið átakanlegt að fylgjast með umræðunni á Íslandi síðastliðnar vikur en um leið aðdáunarvert að sjá andspyrnuna rísa upp. „Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með umræðunni heima á Íslandi síðastliðnar vikur. Hatrið sem þrífst, vex og nærist á fordómum, rangfærslum og vanþekkingu. Ekki síst því Íslandi hefur verið hampað sem sannkallaðri vin í eyðimörkinni þegar kemur að réttindum hinsegin einstaklinga og para. Það er því af háum stalli að falla. Að sama skapi hefur verið aðdáunarvert að sjá andspyrnuna rísa upp. Það er von. Takk!“ segir hann. „Sem foreldi transstráks, sem ég er óendanlega stoltur af, þá vona ég að Ísland geti verið griðastaður þangað sem hann getur leitað til, ef hann þarf eða vill. Öll börnin okkar eru auðvitað orðin ansi amerísk eftir sjö ára veru hér og gætu endað á að vilja búa hér úti, en þau munu ætíð eiga sínar íslensku rætur og vilja hafa a.m.k. annan fótinn þar.“ „Ég vona því að við tökumst á við þennan andbyr sem nú ræður ríkjum og fögnum fjölbreytileikanum og leyfum hverjum og einum að finna sína syllu. Það á að vera pláss fyrir alla að finna sinn stað á eyjunni okkar. Það ætti að vera okkar sérstaða, verum #hinsegin,“ segir að lokum. Hinsegin Málefni trans fólks Bandaríkin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur sem starfar sem næstráðandi (e. deputy unity chief) hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum, greindi frá þessu í Facebook-færslu í gær. Þar lýsir hann upplifun sinni af því að vera foreldri sonarins Kaiden sem er trans og skrifar um þá öldu haturs sem hefur riðið yfir gagnvart hinsegin fólki undanfarið. „Ég er ekki stelpa“ „Fyrir rúmum þremur árum kom eina “dóttir” mín út sem transstrákur, þá 11 ára. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að það var visst áfall fyrir miðaldra pabba að fá þær fréttir og það tók okkur hjónin nokkrar vikur að melta það sem var að gerast,“ segir í færslunni. Kaiden ásamt móður sinni, Önnu Margréti Björnsdóttur, í gleðigöngunni.Facebook „Mánuðina á undan höfðum við séð mikla vanlíðan og ört lækkandi einkunnir, en við skrifuðum það á Covid og þá einangrun sem því fylgdi að vera búandi í Maryland fylki í Bandaríkjunum þar sem krakkar mættu ekki í eigin persónu í skólann í rúmt ár. En það var ekki málið. „Ég er ekki stelpa“, það var málið. Þegar það var loks viðurkennt breyttist allt,“ segir enn fremur. Tjörvi segir að fjölskyldan sem býr í Maryland, „hjarta heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum,“ njóti þeirra forréttinda að vera með góðar heilbrigðistryggingar. Hins vegar hafi það fyrsta sem þau hjónin gerðu var að leita til Samtakanna '78 eftir ábendingu frá bróður Tjörva, Gísla Rafni Ólafssyni þingmanni. „Þar var sjálfsögð, ókeypis og nær samstundis stuðningur með viðtali í gegnum netið í boði. Aðstandendur hinsegin krakka eiga rétt á fræðslu og aðstoð, sem reyndist okkur foreldrunum ómetanleg. Við verðum ævinlega þakklát fyrir þeirra hjálp. Takk!“ Vanlíðan breyst í vellíðan Tjörvi lýsir því hvernig í Bandaríkjunum hinsegin krakkar mæti bæði mótstöðu og andúð. Fylki þeirra, Maryland, sé sem betur fer vin í þeirri eyðimörk þótt þar séu fordómar hér sem annars staðar. Skólagangan hafi gengið vel eftir að sonurinn kom út sem trans. „Vanlíðan hefur breyst í vellíðan, einsemd í vinamergð og C eða D breyst í nær eingöngu A þegar kemur að einkunnum. Og nú erum við í afar gagnlegu kynhneigðarprógrammi hjá barnaspítala Bandaríkjanna þar sem teymi sálfræðinga, lækna o.s.frv. vinna með okkur foreldrunum og táningnum að finna út úr hvað sé best að gera. Aftur, takk!,“ segir í færslunni. „Það er fátt sem er meiri léttir fyrir foreldra en að sjá barnið sitt breytast frá því að líða illa, ganga illa, í brosandi, hlæjandi, vinamargan og framúrskarandi ungling. Kyn skiptir ekki máli. Vellíðan skiptir máli. Gamaldags staðlar skipta ekki máli, fjölbreytileikinn er frábær! Honum ber að fagna!“ Vonar að Íslendingar takist á við andbyrinn Þá segir Tjörvi það hafa verið átakanlegt að fylgjast með umræðunni á Íslandi síðastliðnar vikur en um leið aðdáunarvert að sjá andspyrnuna rísa upp. „Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með umræðunni heima á Íslandi síðastliðnar vikur. Hatrið sem þrífst, vex og nærist á fordómum, rangfærslum og vanþekkingu. Ekki síst því Íslandi hefur verið hampað sem sannkallaðri vin í eyðimörkinni þegar kemur að réttindum hinsegin einstaklinga og para. Það er því af háum stalli að falla. Að sama skapi hefur verið aðdáunarvert að sjá andspyrnuna rísa upp. Það er von. Takk!“ segir hann. „Sem foreldi transstráks, sem ég er óendanlega stoltur af, þá vona ég að Ísland geti verið griðastaður þangað sem hann getur leitað til, ef hann þarf eða vill. Öll börnin okkar eru auðvitað orðin ansi amerísk eftir sjö ára veru hér og gætu endað á að vilja búa hér úti, en þau munu ætíð eiga sínar íslensku rætur og vilja hafa a.m.k. annan fótinn þar.“ „Ég vona því að við tökumst á við þennan andbyr sem nú ræður ríkjum og fögnum fjölbreytileikanum og leyfum hverjum og einum að finna sína syllu. Það á að vera pláss fyrir alla að finna sinn stað á eyjunni okkar. Það ætti að vera okkar sérstaða, verum #hinsegin,“ segir að lokum.
Hinsegin Málefni trans fólks Bandaríkin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira