Óraskaður dómur yfir manni sem kveikti í eigin veitingastað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 16:08 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Keflvíkingnum. Vísir/Þorgils Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli manns sem kveikti í veitingastað sínum sumarið 2020 og gerði í kjölfarið tilraun til fjárssvika. Manninum er gert að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði og greiða áfrýjunarkostnað málsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Hann var ákærður fyrir að hafa kveikt í á tveimur mismunandi stöðum í húsnæðinu, annars vegar undir borði við kjötstand og grill og hins vegar í hillu undir hitabökkum hjá afgreiðsluborðinu. Hann bar eldfim efni á svæðin og lagði eld að þannig að eldur breiddist út. Maðurinn var dæmdur sekur, meðal annars fyrir að hafa valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikið eignatjón á húsnæði veitingastaðarins en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins. Maðurinn bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti. Rannsakendur töldu ljóst að ekki hefði kviknað í pottinum. Krafðist bóta mánuði eftir tjón Þá var maðurinn dæmdur fyrir að hafa gert tilraun til fjársvika. Hann fór um mánuði eftir brunann á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Þá krafði hann félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar. Félagið hafnaði greiðslu bóta með vísan til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Í úrskurði Landsréttar segir að það sé mat dómsins að framganga mannsins á fundi með fulltrúum tryggingafélagsins sanni, svo ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum, að maðurinn hafi gerst sekur um tlraun til fjársvika. Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Tryggingar Efnahagsbrot Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Hann var ákærður fyrir að hafa kveikt í á tveimur mismunandi stöðum í húsnæðinu, annars vegar undir borði við kjötstand og grill og hins vegar í hillu undir hitabökkum hjá afgreiðsluborðinu. Hann bar eldfim efni á svæðin og lagði eld að þannig að eldur breiddist út. Maðurinn var dæmdur sekur, meðal annars fyrir að hafa valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikið eignatjón á húsnæði veitingastaðarins en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins. Maðurinn bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti. Rannsakendur töldu ljóst að ekki hefði kviknað í pottinum. Krafðist bóta mánuði eftir tjón Þá var maðurinn dæmdur fyrir að hafa gert tilraun til fjársvika. Hann fór um mánuði eftir brunann á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Þá krafði hann félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar. Félagið hafnaði greiðslu bóta með vísan til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Í úrskurði Landsréttar segir að það sé mat dómsins að framganga mannsins á fundi með fulltrúum tryggingafélagsins sanni, svo ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum, að maðurinn hafi gerst sekur um tlraun til fjársvika.
Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Tryggingar Efnahagsbrot Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira