Hauskúpan var mögulega notuð sem öskubakki Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2023 20:01 Hauskúpubrotin eru um og yfir tíu sentímetra í þvermál. Flest er enn á huldu um eiganda höfuðkúpunnar. Vísir/Einar Hauskúpan sem fannst í Ráðherrabústaðnum í sumar er líklegast af smávaxinni konu og var mögulega notuð sem öskubakki. Iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í risi ráðherrabústaðarins fundu höfuðkúpuna undir gólffjölum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Mbl fyrr í vikunni að mönnunum hefði óneitanlega brugðið nokkuð við. Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við svo sjálfan vettvang beinafundarins; umrætt háaloft í Ráðherrabústaðnum þar sem alla jafna er lítill umgangur. Fjalirnar á gólfinu voru fjarlægðar í framkvæmdunum í sumar - og hauskúpubrotunum sem hvíldu undir þeim hefur verið fundið nýtt heimili í bili, á rannsóknarstofu Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði. Fréttamaður vitjar brotanna í innslaginu hér að ofan. Ekki er vitað hvenær eigandi höfuðkúpunnar var uppi eða hvort viðkomandi var Íslendingur, unnið er að greiningu. En aðrir þættir liggja fyrir. „Þetta er líklega kona hún hefur verið smávaxin, hann sér það á stærð höfuðkúpunnar,“ segir Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins. Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, með höfuðkúpubrotin við hlið sér.Vísir/Einar Höfuðkúpur notaðar sem öskubakkar Ekki eru vísbendingar um að konan hafi hlotið áverka í lifanda lífi. Margt bendir hins vegar til þess að ekki hafi alltaf verið farið vel með beinin eftir andlát hennar, hvenær sem það var. „Við vitum að höfuðkúpur voru notaðar sem öskubakkar og við erum með hér í okkar safnkosti höfuðkúpur sem voru notaðar sem öskubakkar,“ segir Ágústa. Þannig að það er allavega ein kenning sem væri alveg raunhæfur möguleiki? „Já, og það væri hægt í framhaldinu að skoða það.“ Þá eru sérfræðingar engu nær um hvernig beinin rötuðu í Ráðherrabústaðinn. „Það er augljóst að einhver hefur sett þetta þarna, þetta er ekki eitthvað sem tapast milli gólffjala. Væntanlega hefur þetta verið sett þarna niður, lokað fyrir og ákveðið að þessi bein ættu að fá að hvíla þarna,“ segir Ágústa. „Þetta er náttúrulega eins og upphafið að glæpasögu og það átta sig allir á því, jafnvel kaldrifjaðir vísindamenn.“ Fornminjar Reykjavík Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14. september 2023 13:18 Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13. september 2023 20:39 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í risi ráðherrabústaðarins fundu höfuðkúpuna undir gólffjölum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Mbl fyrr í vikunni að mönnunum hefði óneitanlega brugðið nokkuð við. Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við svo sjálfan vettvang beinafundarins; umrætt háaloft í Ráðherrabústaðnum þar sem alla jafna er lítill umgangur. Fjalirnar á gólfinu voru fjarlægðar í framkvæmdunum í sumar - og hauskúpubrotunum sem hvíldu undir þeim hefur verið fundið nýtt heimili í bili, á rannsóknarstofu Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði. Fréttamaður vitjar brotanna í innslaginu hér að ofan. Ekki er vitað hvenær eigandi höfuðkúpunnar var uppi eða hvort viðkomandi var Íslendingur, unnið er að greiningu. En aðrir þættir liggja fyrir. „Þetta er líklega kona hún hefur verið smávaxin, hann sér það á stærð höfuðkúpunnar,“ segir Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins. Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, með höfuðkúpubrotin við hlið sér.Vísir/Einar Höfuðkúpur notaðar sem öskubakkar Ekki eru vísbendingar um að konan hafi hlotið áverka í lifanda lífi. Margt bendir hins vegar til þess að ekki hafi alltaf verið farið vel með beinin eftir andlát hennar, hvenær sem það var. „Við vitum að höfuðkúpur voru notaðar sem öskubakkar og við erum með hér í okkar safnkosti höfuðkúpur sem voru notaðar sem öskubakkar,“ segir Ágústa. Þannig að það er allavega ein kenning sem væri alveg raunhæfur möguleiki? „Já, og það væri hægt í framhaldinu að skoða það.“ Þá eru sérfræðingar engu nær um hvernig beinin rötuðu í Ráðherrabústaðinn. „Það er augljóst að einhver hefur sett þetta þarna, þetta er ekki eitthvað sem tapast milli gólffjala. Væntanlega hefur þetta verið sett þarna niður, lokað fyrir og ákveðið að þessi bein ættu að fá að hvíla þarna,“ segir Ágústa. „Þetta er náttúrulega eins og upphafið að glæpasögu og það átta sig allir á því, jafnvel kaldrifjaðir vísindamenn.“
Fornminjar Reykjavík Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14. september 2023 13:18 Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13. september 2023 20:39 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21
Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14. september 2023 13:18
Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13. september 2023 20:39