„Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Lovísa Arnardóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 13. september 2023 22:34 Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir samtökin aðeins sinna hinseginfræðslu, ekki kynfræðslu. Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skilur ekki hvernig samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu síðustu daga. Samtökin komi ekki á neinn hátt nálægt kynfræðslu á neinu skólastigi eða annars staðar. Hann segir síðustu daga hafa verið hinsegin samfélaginu þunga og erfiða. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. „Við komum ekki að kynfræðslu að neinu leyti. Við komum að því sem heitir hinseginfræðsla. En þetta er kannski bara gott dæmi um það að hinseginfólk er oft smættað niður í kynlífið sitt,“ segir Daníel um umræðuna síðustu daga um kynfræðslu barna, nýja námsbók og plaköt sem víða hanga uppi. Í gær við setningu Alþingis voru mótmælendur mættir með ýmis skilti til að mótmæla þessari kynfræðslu. Á einu stóð sem dæmi „Verndum börnin“. Daníel segist taka undir það að þörf sé á því. „Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með virku forvarnarstarfi, mannréttindafræðslu í skólum. Einmitt til að leyfa börnum að vera nákvæmlega þau sem þau eru þannig þau séu sem hamingjusömust og öruggust.“ Daníel segir vantrú og vanþekkingu líklega spila inn í það hvernig umræðan hefur þróast síðustu daga. „Þetta eru oft fordómar fyrir einhverju sem þú þekkir ekki. Eins og að ég er samkynhneigður maður en ég tengi ekkert við að vera gagnkynhneigður en það þýðir ekki að ég geti ekki borið virðingu fyrir því og sett mig í spor þeirra sem það eru.“ Hann segir síðustu daga hafa verið þunga og erfiða. „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar. Eða að starfsfólk hér sé að níðast á börnum eða gera eitthvað sem er vont fyrir einhvern einstakling,“ segir Daníel og að hlutverk þeirra sé algerlega öfugt. Þau einblíni á að aðstoða og deila kærleik. „Við látum þetta ekkert á okkur fá og höldum áfram. Fólk má líka vita að það er velkomið til okkar. Allt hinsegin fólk sem líður illa þið vitið af okkur og hvar við erum. Við vinnum fyrir ykkur.“ Hinsegin Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skilur ekki hvernig samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu síðustu daga. Samtökin komi ekki á neinn hátt nálægt kynfræðslu á neinu skólastigi eða annars staðar. Hann segir síðustu daga hafa verið hinsegin samfélaginu þunga og erfiða. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. „Við komum ekki að kynfræðslu að neinu leyti. Við komum að því sem heitir hinseginfræðsla. En þetta er kannski bara gott dæmi um það að hinseginfólk er oft smættað niður í kynlífið sitt,“ segir Daníel um umræðuna síðustu daga um kynfræðslu barna, nýja námsbók og plaköt sem víða hanga uppi. Í gær við setningu Alþingis voru mótmælendur mættir með ýmis skilti til að mótmæla þessari kynfræðslu. Á einu stóð sem dæmi „Verndum börnin“. Daníel segist taka undir það að þörf sé á því. „Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með virku forvarnarstarfi, mannréttindafræðslu í skólum. Einmitt til að leyfa börnum að vera nákvæmlega þau sem þau eru þannig þau séu sem hamingjusömust og öruggust.“ Daníel segir vantrú og vanþekkingu líklega spila inn í það hvernig umræðan hefur þróast síðustu daga. „Þetta eru oft fordómar fyrir einhverju sem þú þekkir ekki. Eins og að ég er samkynhneigður maður en ég tengi ekkert við að vera gagnkynhneigður en það þýðir ekki að ég geti ekki borið virðingu fyrir því og sett mig í spor þeirra sem það eru.“ Hann segir síðustu daga hafa verið þunga og erfiða. „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar. Eða að starfsfólk hér sé að níðast á börnum eða gera eitthvað sem er vont fyrir einhvern einstakling,“ segir Daníel og að hlutverk þeirra sé algerlega öfugt. Þau einblíni á að aðstoða og deila kærleik. „Við látum þetta ekkert á okkur fá og höldum áfram. Fólk má líka vita að það er velkomið til okkar. Allt hinsegin fólk sem líður illa þið vitið af okkur og hvar við erum. Við vinnum fyrir ykkur.“
Hinsegin Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira