Fjárlögin afhjúpa þau Kristrún Frostadóttir skrifar 13. september 2023 08:00 Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. Ekkert hefur breyst í raun. Ríkisstjórnin skröltir áfram samkvæmt sömu fjármálaáætlun og var kynnt síðastliðið vor og árið þar á undan, að því er virðist óháð aðstæðum í samfélaginu. Þetta vekur furðu á tímum viðvarandi verðbólgu. Og úrræðaleysið kyndir undir óróa á vinnumarkaði sem er hætt við að leiði til hærri verðbólgu. Tillögur Samfylkingarinnar eru enn í gildi Samfylkingin vill leiða grundvallarbreytingar við stjórn efnahags- og velferðarmála á Íslandi. Til þess þarf hins vegar nýja ríkisstjórn. Því hefur Samfylkingin sett fram afmarkaðar tillögur til breytinga við fjárlög og fjármálaáætlun — til að sýna hvernig jafnvel sitjandi ríkisstjórn gæti stigið ákveðin skref til að vinna gegn verðbólgu og stuðla að ró á vinnumarkaði. Í vor kynntum við verkefnalista fyrir þinglok: Vaxtabótaauka, tímabundna leigubremsu og ívilnun til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði. Allt fjármagnað að fullu — og meira en það — með því að loka skattaglufu sem kallast ehf.-gatið. Fjárlögin sýna að ríkisstjórnin mun ekki gera neitt í þessa veru. Þessi verkefnalisti er enn í fullu gildi. Og sama má segja um kjarapakka Samfylkingarinnar, sem var kynntur við afgreiðslu fjárlaga í fyrra. Á meðan ríkisstjórnin hefur lagt allt aðhald á almenning höfum við í Samfylkingunni viljað taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru. Aðeins ein tillaga kjarapakkans samþykkt Eina tillaga kjarapakkans sem ríkisstjórnin féllst á var að hækka vaxtabætur til millitekjufólks með því að hækka eignaskerðingarmörk í vaxtabótakerfinu um 50% — þó að ríkisstjórnin hafi ekki viljað fjármagna þá aðgerð eins og réttast hefði verið. Nú hefur komið í ljós að áhrif þess voru veruleg fyrir skuldsett heimili og einkum ungt fólk og skilaði að meðaltali 90 þúsund krónum til heimila sem hafa fengið vaxtabætur. Að auki var komið í veg fyrir að hátt í 5000 heimili fengju engar vaxtabætur. Samfylkingin mun halda áfram að kalla eftir kjarapakka. En allar aðgerðir til að verja heimilisbókhald fólks þarf að fjármagna að fullu til að vinna gegn verðbólgu. Það hefur ríkisstjórnin ekki viljað gera. Ríkisstjórnin kallar enn hærri vexti yfir heimilin Þetta er einfalt: Þegar ríkið gerir minna til að vinna gegn verðbólgu þarf seðlabankinn að gera meira. Þannig hefur ríkisstjórnin kallað hærri vexti yfir heimilin — með því að velta allri ábyrgð í fang seðlabankans. Og þar virðist ekki verða nein breyting á með nýjum fjárlögum. Þetta er í takti við nýleg ummæli fjármálaráðherra um að það sé „ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgunni“. Slíkur flótti undan ábyrgð á stjórn efnahagsmála er ekki til þess fallinn að vekja traust eða slá á verðbólguvæntingar hjá aðilum vinnumarkaðarins. Aðhaldsstig ríkisfjármála er því sem næst óbreytt frá fjármálaáætlun síðasta vors. En nú er búið að útfæra hluta þess sem áður var óútfærður — og þá kemur á daginn að þar er aðeins um að ræða minni háttar hagræðingaraðgerðir í efsta lagi stjórnsýslu, frestaðar fjárfestingar og aðhaldskröfu sem er flöt og óútfærð á flestum stöðum. Alvöru pólitísk ákvörðunartaka er enn takmörkuð. Sjálfstýringin heldur áfram. Færri íbúðir verða byggðar — ekki fleiri Við kynningu fjárlaga vitnar ríkisstjórnin enn einu sinni til þess að nú standi til að byggja fleiri íbúðir; ríkissjóður muni veita stofnframlög til uppbyggingar á 1000 íbúðum á næsta ári. Vandinn er að þetta eru iðulega sömu íbúðirnar sem verið er að telja. Langt er síðan kynnt var áætlun um uppbyggingu á 4000 íbúðum á ári og að þriðjungur ætti að vera á félagslegum forsendum. Það hefði þýtt 1300 íbúðir með stuðningi hins opinbera. En raunin er sú að uppbygging íbúða hefur verið víðs fjarri þessu markmiði hingað til. Auðvitað má vona það besta — en ríkisstjórnin er ekki að boða átak í uppbyggingu, heldur aðeins að klóra í bakkann með fyrri plön. Hlutfall barnabóta ekki lægra á öldinni Annað sem ríkisstjórnin hreykir sér af er að barnabótakerfið hafi verið stórlega eflt. Staðreyndin er hins vegar sú að efling þess hefur verið stórlega ýkt, því að fjárhæðirnar hafa fuðrað upp í verðbólgu. Útgreiddar barnabætur á næsta ári verða í raun sögulega lágar. Í hlutfalli við landsframleiðslu hafa barnabætur ekki verið lægri á þessari öld. Framlagið sem stjórnarliðar stæra sig af heldur ekki í við verðbólguna sem ríkisstjórnin treystir sér ekki til að taka á. Hjúkrunarrými og heimahjúkrun í ólestri Fjármálaráðherra heldur því til streitu að erfitt sé að koma út fjármagni til að byggja hjúkrunarrými. Í fyrsta lagi má spyrja hver ber ábyrgð á því — en í öðru lagi vaknar sú spurning hvers vegna fjármagni er þá ekki í auknum mæli beint til heimahjúkrunar? Hvergi má sjá aukna áherslu á heimahjúkrun, þó að slíkt hafi verið boðað svo árum skiptir af stjórnvöldum, án efnda. Fjármagn til heimahjúkrunar hefur staðið óhreyft í tæp 15 ár sem hlutfall af landsframleiðslu. Og það þrátt fyrir öldrun þjóðarinnar og þrátt fyrir að heimahjúkrun eigi að vera grunnstoð í umönnun eldra fólks og draga úr þörf fyrir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Fjárfesting í heimahjúkrun gæti dregið verulega úr kostnaði og álagi í heilbrigðiskerfinu. Því er erfitt að sjá hvað réttlætir þetta andvaraleysi í málaflokknum, hjá ríkisstjórn segist vilja spara í ríkisrekstri. „Sýndu mér fjárlögin þín“ „Ekki segja mér hvað skiptir þig máli,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti. „Sýndu mér fjárlögin þín og ég skal segja þér hvað skiptir þig máli.“ Ég hef áður vitnað í þessi orð og þau eiga svo sannarlega vel við í dag. Ríkisstjórnin hefur jafnan uppi stór orð um eigið ágæti. Og blásið er til blaðamannafunda af minnsta tilefni til að hafa áhrif á umræðuna. Það dugar hins vegar skammt. Fjárlögin afhjúpa þau. Fólkið í landinu veit alveg hvað er í gangi. Við í Samfylkingunni munum áfram halda uppi einbeittum málflutningi á Alþingi. Við munum leggja fram afmarkaðar breytingatillögur til að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar. Og um leið vinnum við hörðum höndum að undirbúningi grundvallarbreytinga sem við viljum sjá á næsta kjörtímabili. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. Ekkert hefur breyst í raun. Ríkisstjórnin skröltir áfram samkvæmt sömu fjármálaáætlun og var kynnt síðastliðið vor og árið þar á undan, að því er virðist óháð aðstæðum í samfélaginu. Þetta vekur furðu á tímum viðvarandi verðbólgu. Og úrræðaleysið kyndir undir óróa á vinnumarkaði sem er hætt við að leiði til hærri verðbólgu. Tillögur Samfylkingarinnar eru enn í gildi Samfylkingin vill leiða grundvallarbreytingar við stjórn efnahags- og velferðarmála á Íslandi. Til þess þarf hins vegar nýja ríkisstjórn. Því hefur Samfylkingin sett fram afmarkaðar tillögur til breytinga við fjárlög og fjármálaáætlun — til að sýna hvernig jafnvel sitjandi ríkisstjórn gæti stigið ákveðin skref til að vinna gegn verðbólgu og stuðla að ró á vinnumarkaði. Í vor kynntum við verkefnalista fyrir þinglok: Vaxtabótaauka, tímabundna leigubremsu og ívilnun til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði. Allt fjármagnað að fullu — og meira en það — með því að loka skattaglufu sem kallast ehf.-gatið. Fjárlögin sýna að ríkisstjórnin mun ekki gera neitt í þessa veru. Þessi verkefnalisti er enn í fullu gildi. Og sama má segja um kjarapakka Samfylkingarinnar, sem var kynntur við afgreiðslu fjárlaga í fyrra. Á meðan ríkisstjórnin hefur lagt allt aðhald á almenning höfum við í Samfylkingunni viljað taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru. Aðeins ein tillaga kjarapakkans samþykkt Eina tillaga kjarapakkans sem ríkisstjórnin féllst á var að hækka vaxtabætur til millitekjufólks með því að hækka eignaskerðingarmörk í vaxtabótakerfinu um 50% — þó að ríkisstjórnin hafi ekki viljað fjármagna þá aðgerð eins og réttast hefði verið. Nú hefur komið í ljós að áhrif þess voru veruleg fyrir skuldsett heimili og einkum ungt fólk og skilaði að meðaltali 90 þúsund krónum til heimila sem hafa fengið vaxtabætur. Að auki var komið í veg fyrir að hátt í 5000 heimili fengju engar vaxtabætur. Samfylkingin mun halda áfram að kalla eftir kjarapakka. En allar aðgerðir til að verja heimilisbókhald fólks þarf að fjármagna að fullu til að vinna gegn verðbólgu. Það hefur ríkisstjórnin ekki viljað gera. Ríkisstjórnin kallar enn hærri vexti yfir heimilin Þetta er einfalt: Þegar ríkið gerir minna til að vinna gegn verðbólgu þarf seðlabankinn að gera meira. Þannig hefur ríkisstjórnin kallað hærri vexti yfir heimilin — með því að velta allri ábyrgð í fang seðlabankans. Og þar virðist ekki verða nein breyting á með nýjum fjárlögum. Þetta er í takti við nýleg ummæli fjármálaráðherra um að það sé „ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgunni“. Slíkur flótti undan ábyrgð á stjórn efnahagsmála er ekki til þess fallinn að vekja traust eða slá á verðbólguvæntingar hjá aðilum vinnumarkaðarins. Aðhaldsstig ríkisfjármála er því sem næst óbreytt frá fjármálaáætlun síðasta vors. En nú er búið að útfæra hluta þess sem áður var óútfærður — og þá kemur á daginn að þar er aðeins um að ræða minni háttar hagræðingaraðgerðir í efsta lagi stjórnsýslu, frestaðar fjárfestingar og aðhaldskröfu sem er flöt og óútfærð á flestum stöðum. Alvöru pólitísk ákvörðunartaka er enn takmörkuð. Sjálfstýringin heldur áfram. Færri íbúðir verða byggðar — ekki fleiri Við kynningu fjárlaga vitnar ríkisstjórnin enn einu sinni til þess að nú standi til að byggja fleiri íbúðir; ríkissjóður muni veita stofnframlög til uppbyggingar á 1000 íbúðum á næsta ári. Vandinn er að þetta eru iðulega sömu íbúðirnar sem verið er að telja. Langt er síðan kynnt var áætlun um uppbyggingu á 4000 íbúðum á ári og að þriðjungur ætti að vera á félagslegum forsendum. Það hefði þýtt 1300 íbúðir með stuðningi hins opinbera. En raunin er sú að uppbygging íbúða hefur verið víðs fjarri þessu markmiði hingað til. Auðvitað má vona það besta — en ríkisstjórnin er ekki að boða átak í uppbyggingu, heldur aðeins að klóra í bakkann með fyrri plön. Hlutfall barnabóta ekki lægra á öldinni Annað sem ríkisstjórnin hreykir sér af er að barnabótakerfið hafi verið stórlega eflt. Staðreyndin er hins vegar sú að efling þess hefur verið stórlega ýkt, því að fjárhæðirnar hafa fuðrað upp í verðbólgu. Útgreiddar barnabætur á næsta ári verða í raun sögulega lágar. Í hlutfalli við landsframleiðslu hafa barnabætur ekki verið lægri á þessari öld. Framlagið sem stjórnarliðar stæra sig af heldur ekki í við verðbólguna sem ríkisstjórnin treystir sér ekki til að taka á. Hjúkrunarrými og heimahjúkrun í ólestri Fjármálaráðherra heldur því til streitu að erfitt sé að koma út fjármagni til að byggja hjúkrunarrými. Í fyrsta lagi má spyrja hver ber ábyrgð á því — en í öðru lagi vaknar sú spurning hvers vegna fjármagni er þá ekki í auknum mæli beint til heimahjúkrunar? Hvergi má sjá aukna áherslu á heimahjúkrun, þó að slíkt hafi verið boðað svo árum skiptir af stjórnvöldum, án efnda. Fjármagn til heimahjúkrunar hefur staðið óhreyft í tæp 15 ár sem hlutfall af landsframleiðslu. Og það þrátt fyrir öldrun þjóðarinnar og þrátt fyrir að heimahjúkrun eigi að vera grunnstoð í umönnun eldra fólks og draga úr þörf fyrir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Fjárfesting í heimahjúkrun gæti dregið verulega úr kostnaði og álagi í heilbrigðiskerfinu. Því er erfitt að sjá hvað réttlætir þetta andvaraleysi í málaflokknum, hjá ríkisstjórn segist vilja spara í ríkisrekstri. „Sýndu mér fjárlögin þín“ „Ekki segja mér hvað skiptir þig máli,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti. „Sýndu mér fjárlögin þín og ég skal segja þér hvað skiptir þig máli.“ Ég hef áður vitnað í þessi orð og þau eiga svo sannarlega vel við í dag. Ríkisstjórnin hefur jafnan uppi stór orð um eigið ágæti. Og blásið er til blaðamannafunda af minnsta tilefni til að hafa áhrif á umræðuna. Það dugar hins vegar skammt. Fjárlögin afhjúpa þau. Fólkið í landinu veit alveg hvað er í gangi. Við í Samfylkingunni munum áfram halda uppi einbeittum málflutningi á Alþingi. Við munum leggja fram afmarkaðar breytingatillögur til að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar. Og um leið vinnum við hörðum höndum að undirbúningi grundvallarbreytinga sem við viljum sjá á næsta kjörtímabili. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar