Óttar fer með himinskautum Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 8. september 2023 17:01 Eflaust fylgir einhver upphefð meðal fagaðila að fá birta eftir sig efni í Læknablaðinu. En þegar Óttar Guðmundsson hleypur með himinskautum á forsendum aðsends bréfs sem lendir honum drottningarviðtali í Kastljósi RÚV, skjótast upp ótal rauð flögg í mínum ástkæra athyglisbrostna heila! Fyrir það fyrsta hengir hann skort hérlendis á tiltekin ADHD lyf við aukna eftirspurn innanlands. Fjarri fer að rétt sé. Fyrrnefndur skortur tengist fyrst og fremst þróun mála í Bandaríkjunum, sem síðan hefur áhrif á framboð lyfja á Vesturlöndum. Í öðru lagi fullyrðir Óttar að flestir sem fara í ADHD fái jákvæða niðurstöðu. Þetta er einfaldlega röng ályktun. Þriðja fullyrðing Óttars snýr að því að allir sem sækist eftir ADHD vilji fá lyf. En og aftur þá byggir þessi ályktun ekki á rökum. Sú fjórða felst í að ADHD greining sé eitthvert tískufyrirbæri. Hér vantar allan rökstuðning, enda er hann ekki fyrir hendi nema kannski í nær-heimi Óttars sjálfs. Fimmta fullyrðing Óttars snýst um stjórnlausa amfetamíneyslu fólks með fíknivanda annars vegar og hins vegar lyfjameðferð við skilgreindum vanda skv. alþjóðlegum greiningarviðum að undangenginni greiningu hjá háskólamenntuðu fagfólki sé sami hluturinn. Enn og aftur er svarið hreint og klárt nei. Ég spyr af hverju á geðlækninum Óttari að leyfast að setja svona svarta fullyrðingu fram án ábyrgðar, og það á síðum Læknablaðsins? Í sjötta lagi dásamar Óttar svo vinnulag í Svíþjóð fyrir einhverjum áratugum. Enn og aftur er ólíðandi að fagaðili hunsi þá einföldu staðreynd að íslenskir læknar og sálfræðingar hafi sótt sér menntun og þekkingu beggja vegna Atlantsála, og hafi þar með tileinkað sér víðtækari menntun samanborið við kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Eins hvað varðar síteringu til stöðu mála í Finnlandi, þá má einfaldlega benda Óttari á að lækka aðeins flugið og íhuga eftirfarandi: Vinnulag á Íslandi í dag er ólík því sem var fyrir nokkrum áratugum. Sama á við starfsár hans í Svíþjóð. Hverju er áunnið með þessum samanburði. Heilbrigðiskerfið í dag er í heild ólíkt því sem áður var. Greiningarviðmið önnur, lyfin og meðferðir aðrar o.s.frv. Munurinn á stöðu mála hér og á hinum Norðurlöndunum snýst að stórum hluta um þekkingu sem kemur úr fleiri en einni átt. En vissulega má spyrja hvort efla eigi og styrkja greiningarferli, lyfjaeftirlit og aðrar styðjandi meðferðir, s.s. sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun, ADHD markþjálfun og aðra ráðgjöf. Svarið er einfalt: Já. Vilji menn fara út í fullyrðingar Óttars varðandi fíkla í meðferð, á þessu eða hinu meðferðarheimili, þá þarf engan að undra að fíklar finni leiðir til að svala sínum þörfum. Það á hins vegar ekki við um fjöldann. Hér á ég ekki síst við um allan þann fjölda okkar athyglisbresta sem með réttri greiningu, meðferð, skilningi og stuðningi fáum er gert kleift að taka þátt í heilbrigðu og fjölbreyttu samfélagi. Öllum til góðs. Ég skil hins vegar að Óttar vinnur með litlum hópi sem oft verður illa úti í dagsins orrahríð. Og einmitt þess vegna bið ég Óttar skemmstra orða að hætta að ala á óþarfa fordómum. Hætta að líma vandamál þeirra fáu sem þurfa stórt inngrip vegna fíknivanda, við þann stóra fjölda okkar hinna með taugaþroskaskanir á borð við ADHD, sem viljum og eigum sannanlega rétt á að fá að blómstra í friði. Og hérna ... Óttar – ég stend heilshugar við mín fyrri orð: Með skrifum þínum í Læknablaðinu og framsögu í Kastljósi fimmtudagskvöldsins, þá setur þig niður. Þín framsetning einkennist af hroka og vanþekkingu. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Eflaust fylgir einhver upphefð meðal fagaðila að fá birta eftir sig efni í Læknablaðinu. En þegar Óttar Guðmundsson hleypur með himinskautum á forsendum aðsends bréfs sem lendir honum drottningarviðtali í Kastljósi RÚV, skjótast upp ótal rauð flögg í mínum ástkæra athyglisbrostna heila! Fyrir það fyrsta hengir hann skort hérlendis á tiltekin ADHD lyf við aukna eftirspurn innanlands. Fjarri fer að rétt sé. Fyrrnefndur skortur tengist fyrst og fremst þróun mála í Bandaríkjunum, sem síðan hefur áhrif á framboð lyfja á Vesturlöndum. Í öðru lagi fullyrðir Óttar að flestir sem fara í ADHD fái jákvæða niðurstöðu. Þetta er einfaldlega röng ályktun. Þriðja fullyrðing Óttars snýr að því að allir sem sækist eftir ADHD vilji fá lyf. En og aftur þá byggir þessi ályktun ekki á rökum. Sú fjórða felst í að ADHD greining sé eitthvert tískufyrirbæri. Hér vantar allan rökstuðning, enda er hann ekki fyrir hendi nema kannski í nær-heimi Óttars sjálfs. Fimmta fullyrðing Óttars snýst um stjórnlausa amfetamíneyslu fólks með fíknivanda annars vegar og hins vegar lyfjameðferð við skilgreindum vanda skv. alþjóðlegum greiningarviðum að undangenginni greiningu hjá háskólamenntuðu fagfólki sé sami hluturinn. Enn og aftur er svarið hreint og klárt nei. Ég spyr af hverju á geðlækninum Óttari að leyfast að setja svona svarta fullyrðingu fram án ábyrgðar, og það á síðum Læknablaðsins? Í sjötta lagi dásamar Óttar svo vinnulag í Svíþjóð fyrir einhverjum áratugum. Enn og aftur er ólíðandi að fagaðili hunsi þá einföldu staðreynd að íslenskir læknar og sálfræðingar hafi sótt sér menntun og þekkingu beggja vegna Atlantsála, og hafi þar með tileinkað sér víðtækari menntun samanborið við kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Eins hvað varðar síteringu til stöðu mála í Finnlandi, þá má einfaldlega benda Óttari á að lækka aðeins flugið og íhuga eftirfarandi: Vinnulag á Íslandi í dag er ólík því sem var fyrir nokkrum áratugum. Sama á við starfsár hans í Svíþjóð. Hverju er áunnið með þessum samanburði. Heilbrigðiskerfið í dag er í heild ólíkt því sem áður var. Greiningarviðmið önnur, lyfin og meðferðir aðrar o.s.frv. Munurinn á stöðu mála hér og á hinum Norðurlöndunum snýst að stórum hluta um þekkingu sem kemur úr fleiri en einni átt. En vissulega má spyrja hvort efla eigi og styrkja greiningarferli, lyfjaeftirlit og aðrar styðjandi meðferðir, s.s. sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun, ADHD markþjálfun og aðra ráðgjöf. Svarið er einfalt: Já. Vilji menn fara út í fullyrðingar Óttars varðandi fíkla í meðferð, á þessu eða hinu meðferðarheimili, þá þarf engan að undra að fíklar finni leiðir til að svala sínum þörfum. Það á hins vegar ekki við um fjöldann. Hér á ég ekki síst við um allan þann fjölda okkar athyglisbresta sem með réttri greiningu, meðferð, skilningi og stuðningi fáum er gert kleift að taka þátt í heilbrigðu og fjölbreyttu samfélagi. Öllum til góðs. Ég skil hins vegar að Óttar vinnur með litlum hópi sem oft verður illa úti í dagsins orrahríð. Og einmitt þess vegna bið ég Óttar skemmstra orða að hætta að ala á óþarfa fordómum. Hætta að líma vandamál þeirra fáu sem þurfa stórt inngrip vegna fíknivanda, við þann stóra fjölda okkar hinna með taugaþroskaskanir á borð við ADHD, sem viljum og eigum sannanlega rétt á að fá að blómstra í friði. Og hérna ... Óttar – ég stend heilshugar við mín fyrri orð: Með skrifum þínum í Læknablaðinu og framsögu í Kastljósi fimmtudagskvöldsins, þá setur þig niður. Þín framsetning einkennist af hroka og vanþekkingu. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun