„Stjórnsýsla Íslands er lítil“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. september 2023 12:01 Fjallað var um umfang stjórnarráðsins á Íslandi í fjölmiðlum á dögunum og ekki sízt þá staðreynd að samanlagt störfuðu rúmlega 700 manns í ráðuneytum landsins. Full ástæða er til slíkrar umfjöllunar og um leið er vert að hafa í huga þá staðreynd að kæmi til inngöngu í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni myndi það fyrir utan annað hafa í för með sér umfangsmikla útþenslu stjórnsýslunnar hér á landi svo hún gæti staðið undir þeim kröfum sem fylgdu veru í sambandinu – samkvæmt gögnum þess sjálfs. Forystumenn Viðreisnar hafa annað slagið á liðnum árum átt það til að berja sér á brjóst og gagnrýna umfang stjórnsýslunnar hér á landi harðlega. Meðal annars og ekki sízt ráðuneytanna. Hins vegar er ljóst að hljóð og mynd hefur á engan hátt farið saman í þeim málflutningi enda á sama tíma helzta, og í raun eina, stefnumál flokksins að Ísland skuli ganga í Evrópusambandið sem myndi, eins og áður segir, þýða mikla útþenslu hins opinbera hér á landi sem næg er fyrir. Þetta tvennt getur því á engan hátt farið saman. Telur íslenzku ráðuneytin vera of lítil Fjallað er til að mynda um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 sem unnið var af framkvæmdastjórn sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ í tengslum við umsókn þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Fullkomlega ótrúverðugur málflutningur Með öðrum orðum er ljóst að farið yrði úr öskunni í eldinn þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Eins er ljóst að málflutningur þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og þeir tala fyrir inngöngu í sambandið, eins og forystumanna Viðreisnar, er fullkomlega ótrúverðugur. Þannig liggur fyrir að Evrópusambandið telur það allt of lítið sem forystumenn Viðreisnar vilja telja kjósendum trú um að þeir telji allt of stórt. Hitt er svo annað mál að ekkert af þessu þarf vitanlega að koma á óvart enda taka kröfur Evrópusambandsins um stjórnsýslu eðli málsins samkvæmt mið af milljóna- og tugmilljónaþjóðum. Stjórnsýsla sambandsins bætist síðan allajafna við sem yfirbygging ofan á þá yfirbyggingu sem fyrir er í ríkjum þess og kostnaðinn af henni er greiddur af skattgreiðendum þeirra. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar getur á engan hátt átt samleið með þeirri stefnu að gengið skuli í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Evrópusambandið Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fjallað var um umfang stjórnarráðsins á Íslandi í fjölmiðlum á dögunum og ekki sízt þá staðreynd að samanlagt störfuðu rúmlega 700 manns í ráðuneytum landsins. Full ástæða er til slíkrar umfjöllunar og um leið er vert að hafa í huga þá staðreynd að kæmi til inngöngu í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni myndi það fyrir utan annað hafa í för með sér umfangsmikla útþenslu stjórnsýslunnar hér á landi svo hún gæti staðið undir þeim kröfum sem fylgdu veru í sambandinu – samkvæmt gögnum þess sjálfs. Forystumenn Viðreisnar hafa annað slagið á liðnum árum átt það til að berja sér á brjóst og gagnrýna umfang stjórnsýslunnar hér á landi harðlega. Meðal annars og ekki sízt ráðuneytanna. Hins vegar er ljóst að hljóð og mynd hefur á engan hátt farið saman í þeim málflutningi enda á sama tíma helzta, og í raun eina, stefnumál flokksins að Ísland skuli ganga í Evrópusambandið sem myndi, eins og áður segir, þýða mikla útþenslu hins opinbera hér á landi sem næg er fyrir. Þetta tvennt getur því á engan hátt farið saman. Telur íslenzku ráðuneytin vera of lítil Fjallað er til að mynda um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 sem unnið var af framkvæmdastjórn sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ í tengslum við umsókn þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Fullkomlega ótrúverðugur málflutningur Með öðrum orðum er ljóst að farið yrði úr öskunni í eldinn þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Eins er ljóst að málflutningur þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og þeir tala fyrir inngöngu í sambandið, eins og forystumanna Viðreisnar, er fullkomlega ótrúverðugur. Þannig liggur fyrir að Evrópusambandið telur það allt of lítið sem forystumenn Viðreisnar vilja telja kjósendum trú um að þeir telji allt of stórt. Hitt er svo annað mál að ekkert af þessu þarf vitanlega að koma á óvart enda taka kröfur Evrópusambandsins um stjórnsýslu eðli málsins samkvæmt mið af milljóna- og tugmilljónaþjóðum. Stjórnsýsla sambandsins bætist síðan allajafna við sem yfirbygging ofan á þá yfirbyggingu sem fyrir er í ríkjum þess og kostnaðinn af henni er greiddur af skattgreiðendum þeirra. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar getur á engan hátt átt samleið með þeirri stefnu að gengið skuli í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun