Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2023 15:56 Lögreglumaður fjarlægir bakpoka annaras mótmælandans. Vísir Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. Það var á þriðja tímanum í dag sem Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou komu niður úr tunnunum og voru færðar á brott í lögreglubíl. Þá höfðu mótmælaaðgerðir þeirra staðið yfir í einn og hálfan sólarhring. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamann okkar á vettvangi, að Hvalur hf. hafi kært konurnar fyrir húsbrot. Þær hafi verið fluttar á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem heilbrigðisstarfsfólk hafi skoðað ástand þeirra. Anahita hafði verið án vatns og matar í vel á annan sólarhring en bakpoki hennar með vistum var fjarlægður af lögreglu. Þeim stóð til boða að koma niður úr tunnunum og fá mat og drykk. Lögregla hafnaði hins vegar að færa aðgerðarsinnunum mat. „Ef þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi þá hefðum við farið með þær á sjúkrahús,“ segir Ásgeir. Hann segir að bakpokinn hafi verið tekinn af Anahitu til þess að stytta mótmælin, auka líkurnar á að þeim lyki fyrr en ella. Sú aðgerð hefur verið gagnrýnd, meðal annars af framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ef þú kæmir að einhverjum í stofunni þinni með bakpoka og nesti, þá myndir þú ekki telja það mannréttindi þess einstaklings að fá að vera með töskuna og nesti,“ segir Ásgeir. Það hafi ekki verið mistök að taka töskuna af þeim. Hann tekur fram að konurnar hafi verið samstarfsfúsar allan tímann og að samskipti þeirra og lögreglu hafi verið mjög kurteisisleg. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er efins um þessa aðgerð lögreglu. Hann ræddi hana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Lögreglumál Hvalveiðar Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12 Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Það var á þriðja tímanum í dag sem Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou komu niður úr tunnunum og voru færðar á brott í lögreglubíl. Þá höfðu mótmælaaðgerðir þeirra staðið yfir í einn og hálfan sólarhring. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamann okkar á vettvangi, að Hvalur hf. hafi kært konurnar fyrir húsbrot. Þær hafi verið fluttar á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem heilbrigðisstarfsfólk hafi skoðað ástand þeirra. Anahita hafði verið án vatns og matar í vel á annan sólarhring en bakpoki hennar með vistum var fjarlægður af lögreglu. Þeim stóð til boða að koma niður úr tunnunum og fá mat og drykk. Lögregla hafnaði hins vegar að færa aðgerðarsinnunum mat. „Ef þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi þá hefðum við farið með þær á sjúkrahús,“ segir Ásgeir. Hann segir að bakpokinn hafi verið tekinn af Anahitu til þess að stytta mótmælin, auka líkurnar á að þeim lyki fyrr en ella. Sú aðgerð hefur verið gagnrýnd, meðal annars af framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ef þú kæmir að einhverjum í stofunni þinni með bakpoka og nesti, þá myndir þú ekki telja það mannréttindi þess einstaklings að fá að vera með töskuna og nesti,“ segir Ásgeir. Það hafi ekki verið mistök að taka töskuna af þeim. Hann tekur fram að konurnar hafi verið samstarfsfúsar allan tímann og að samskipti þeirra og lögreglu hafi verið mjög kurteisisleg. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er efins um þessa aðgerð lögreglu. Hann ræddi hana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Lögreglumál Hvalveiðar Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12 Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12
Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35