„Átti bara leið hjá og fékk þessa flugu í hausinn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 23:26 „Go home and shame on you“ eða „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboð Einars við Reykjavíkurhöfn. Hann fékk stuðning frá áhöfnum hvalveiðibáta Hvals hf. vísir/ívar fannar „Ég átti nú bara leið hjá þarna hjá höfninni og fékk þessa flugu í hausinn,“ segir Einar Jes Guðmundsson, stuðningsmaður hvalveiða, sem mætti með skýr skilaboð að Reykjavíkurhöfn í kvöld. „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboðin til hvalveiðimótmælenda sem hlekkjuðu sig við hvalveiðibáta Hvals hf. í morgun. Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði á höfninni. Hann mætti á smábát að hvalveiðibátunum um klukkan níu í kvöld. Þær Elissa og Anahaita krefjast þess að hvalveiðum verði hætt. Einar er á öndverðum meiði. „Ég er bara hlynntur hvalveiðum og finnst þetta yfirgangur og valdníðsla sem hvalveiðar hafa þurft að sæta,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mótmælin voru í beinni útsendingu á Vísi og náðist innkoma Einars því á myndband: „Það er öllum frjálst að mótmæla en ég hef grun um að þetta sé nú svona hávær minnihluti. Ég hef það á tilfinningunni en hef auðvitað ekkert fyrir mér í því.“ Hvað er það við hvalveiðarnar sem gerir þig fylgjandi þeim? „Ég er bara fylgjandi því að við nýtum okkar náttúruauðlindir, það gildir um alla nytjastofna í hafinu,“ segir Einar. Þá finnst honum uppátæki Hollywood-leikara, sem hóta því að taka ekki upp bíómyndir hér á landi verði hvalveiðum ekki hætt, kjánalegt. „Ég held að þeir ættu nú bara að snúa sér að einhverju heima fyrir. Það er ýmislegt þar sem væri þeim nærtækara að skipta sér að. Þetta er ekkert merkilegra fólk en hvað annað.“ Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði.vísir/ívar fannar Kristján Loftsson eigi heiður skilinn Mótmælin hafi samt ekki farið í taugarnar á honum. „Ég átti nú bara leið þarna hjá í höfninni og fékk þessa flugu í hausinn. Ég er bara stoltur af þessu, ég vil standa með þessu. Þó Kristján Loftsson sé ríkur kall og ýmsir séu á móti honum, finnst mér hann eiga heiður skilinn fyrir það hvað hann hefur nennt að halda þessu uppi og eyða í þetta peningum. Láta ekki vaða yfir sig.“ Hann myndi því sjá eftir hvalveiðunum. „Það á að nýta alla þá stofna og auðlindir á sjálfbæran hátt, ég sé ekki að hvalir séu eitthvað virðulegri skepnur en beljur og svín. Þarf þá ekki líka að stoppa hreindýraveiðar og gæsaveiðar og allt hvað það heitir?“ spyr Einar sem er sjálfur mikill veiðimaður. Fékk stuðning frá bátnum „Þetta er ein af grunnþörfum mannskepnunnar, að veiða. En sumir eru einhvern veginn komnir svo langt frá því og eru bara kátir að fá þetta allt út í búð. Vilja helst sem minnst vita hvaðan það kemur.“ Einar segist sjaldan hafa mótmælt fyrr, kannski þrisvar. „Þetta tók nú bara fimm mínútur, og lítið fyrir því haft. Ég nennti nú ekki að dvelja lengi við.“ Hver voru viðbrögðin? „Ég varð bara var við þá þarna um borð sem voru virkilega jákvæðir á þetta. Tóku mér fagnandi. Þeim fannst sennilega þörf á því að það kæmi sjónarmið úr annarri átt,“ segir Einar að lokum. Hvalveiðar Reykjavík Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Hann mætti á smábát að hvalveiðibátunum um klukkan níu í kvöld. Þær Elissa og Anahaita krefjast þess að hvalveiðum verði hætt. Einar er á öndverðum meiði. „Ég er bara hlynntur hvalveiðum og finnst þetta yfirgangur og valdníðsla sem hvalveiðar hafa þurft að sæta,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mótmælin voru í beinni útsendingu á Vísi og náðist innkoma Einars því á myndband: „Það er öllum frjálst að mótmæla en ég hef grun um að þetta sé nú svona hávær minnihluti. Ég hef það á tilfinningunni en hef auðvitað ekkert fyrir mér í því.“ Hvað er það við hvalveiðarnar sem gerir þig fylgjandi þeim? „Ég er bara fylgjandi því að við nýtum okkar náttúruauðlindir, það gildir um alla nytjastofna í hafinu,“ segir Einar. Þá finnst honum uppátæki Hollywood-leikara, sem hóta því að taka ekki upp bíómyndir hér á landi verði hvalveiðum ekki hætt, kjánalegt. „Ég held að þeir ættu nú bara að snúa sér að einhverju heima fyrir. Það er ýmislegt þar sem væri þeim nærtækara að skipta sér að. Þetta er ekkert merkilegra fólk en hvað annað.“ Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði.vísir/ívar fannar Kristján Loftsson eigi heiður skilinn Mótmælin hafi samt ekki farið í taugarnar á honum. „Ég átti nú bara leið þarna hjá í höfninni og fékk þessa flugu í hausinn. Ég er bara stoltur af þessu, ég vil standa með þessu. Þó Kristján Loftsson sé ríkur kall og ýmsir séu á móti honum, finnst mér hann eiga heiður skilinn fyrir það hvað hann hefur nennt að halda þessu uppi og eyða í þetta peningum. Láta ekki vaða yfir sig.“ Hann myndi því sjá eftir hvalveiðunum. „Það á að nýta alla þá stofna og auðlindir á sjálfbæran hátt, ég sé ekki að hvalir séu eitthvað virðulegri skepnur en beljur og svín. Þarf þá ekki líka að stoppa hreindýraveiðar og gæsaveiðar og allt hvað það heitir?“ spyr Einar sem er sjálfur mikill veiðimaður. Fékk stuðning frá bátnum „Þetta er ein af grunnþörfum mannskepnunnar, að veiða. En sumir eru einhvern veginn komnir svo langt frá því og eru bara kátir að fá þetta allt út í búð. Vilja helst sem minnst vita hvaðan það kemur.“ Einar segist sjaldan hafa mótmælt fyrr, kannski þrisvar. „Þetta tók nú bara fimm mínútur, og lítið fyrir því haft. Ég nennti nú ekki að dvelja lengi við.“ Hver voru viðbrögðin? „Ég varð bara var við þá þarna um borð sem voru virkilega jákvæðir á þetta. Tóku mér fagnandi. Þeim fannst sennilega þörf á því að það kæmi sjónarmið úr annarri átt,“ segir Einar að lokum.
Hvalveiðar Reykjavík Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira