Fara aftur fram á frávísun í hryðjuverkamálinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 19:29 Sveinn Andri ásamt skjólstæðingi sínum Sindra Snæ Birgissyni sem ákærður er fyrir skipulagningu hryðjuverka. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborninganna sem ákærðir eru fyrir skipulagningu hryðjuverka, hefur skilað greinagerð í málinu þar sem farið er fram á frávísun ákærunnar. Fyrri ákæru í málinu var vísað frá þar sem hún taldist ekki nægilega skýr. Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs Birgissonar staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. „Ákæran sem varðar hryðjuverkerk ófullnægjandi, enn þá,“ segir Sveinn Andri. „Síðan er sérstakur kafli í nýju ákærunni sem fjallar um undirbúningsathafnir. Það er búið að ákæra þá Sindra og Ísidór fyrir þessar sömu undirbúningsathafnir sem vopnalagabrot. Við byggjum á því að það sé ekki hægt, í sitthvorri ákærunni, að ákæra menn fyrir sömu háttsemina með mismunandi heimfærslum.“ Þeir Sindri Snær og Ísidór hafa játað að stórum hluta þau brot sem þeim er gefið að sök í ákæru fyrir vopnalagabrot. Héraðssaksóknari lagði fram nýja ákæru á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í júní. Landsréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hryðjuverkahluta upphaflegu ákærunnar í mars. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Í nýjustu ákærunni eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri telur ákæruna, þó hún sé ítarlegri, enn vera ófullnægjandi. „Öfugt við þessi mál sem hafa til dæmis verið flutt í Danmörku, þá er látið að því liggja að brot hafi verið í deiglunni, drónaárás á þingið, árás á árshátíð lögreglumanna eða að keyra með vörubíl á gay-pride. Þar með tel ég að það verði að lýsa því hvaða árásir hafi verið í undirbúningi. Það er alls kyns órum lýst en það verður að negla niður hvað af öllu þessu sem þeir tala um, hafi þeir verið að undirbúa.“ Ykkur finnst það ekki nógu skýrt? „Nei. Það kemur í raun ekkert fram um það, bara talað á almennum nótum. Sagt að menn hafi sýnt ásetning í verki með því til dæmis að tala um að keyra inn á gay-pride. Það er ekki lýst neinni háttsemi. Í dönskum rétti er nóg að menn sanki að sér vopnum. Það er sjálfstætt brot en ekki hér. Þannig við viljum meina að það þurfi, úr því að þessu tali er lýst í ákærunni, að lýsa þessum frumbrotum sem eru þá hluti af hryðjuverkinu. Þetta er það sem bögglast með okkur og ég held að bögglist dálítið í dómaranum líka.“ Verjandi Ísidórs mun skila greinagerð 14. september en frávísunarkrafan verður tekin fyrir í héraðsdómi 20. september næstkomandi. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs Birgissonar staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. „Ákæran sem varðar hryðjuverkerk ófullnægjandi, enn þá,“ segir Sveinn Andri. „Síðan er sérstakur kafli í nýju ákærunni sem fjallar um undirbúningsathafnir. Það er búið að ákæra þá Sindra og Ísidór fyrir þessar sömu undirbúningsathafnir sem vopnalagabrot. Við byggjum á því að það sé ekki hægt, í sitthvorri ákærunni, að ákæra menn fyrir sömu háttsemina með mismunandi heimfærslum.“ Þeir Sindri Snær og Ísidór hafa játað að stórum hluta þau brot sem þeim er gefið að sök í ákæru fyrir vopnalagabrot. Héraðssaksóknari lagði fram nýja ákæru á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í júní. Landsréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hryðjuverkahluta upphaflegu ákærunnar í mars. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Í nýjustu ákærunni eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri telur ákæruna, þó hún sé ítarlegri, enn vera ófullnægjandi. „Öfugt við þessi mál sem hafa til dæmis verið flutt í Danmörku, þá er látið að því liggja að brot hafi verið í deiglunni, drónaárás á þingið, árás á árshátíð lögreglumanna eða að keyra með vörubíl á gay-pride. Þar með tel ég að það verði að lýsa því hvaða árásir hafi verið í undirbúningi. Það er alls kyns órum lýst en það verður að negla niður hvað af öllu þessu sem þeir tala um, hafi þeir verið að undirbúa.“ Ykkur finnst það ekki nógu skýrt? „Nei. Það kemur í raun ekkert fram um það, bara talað á almennum nótum. Sagt að menn hafi sýnt ásetning í verki með því til dæmis að tala um að keyra inn á gay-pride. Það er ekki lýst neinni háttsemi. Í dönskum rétti er nóg að menn sanki að sér vopnum. Það er sjálfstætt brot en ekki hér. Þannig við viljum meina að það þurfi, úr því að þessu tali er lýst í ákærunni, að lýsa þessum frumbrotum sem eru þá hluti af hryðjuverkinu. Þetta er það sem bögglast með okkur og ég held að bögglist dálítið í dómaranum líka.“ Verjandi Ísidórs mun skila greinagerð 14. september en frávísunarkrafan verður tekin fyrir í héraðsdómi 20. september næstkomandi.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira