Töldu í fyrstu að kona væri í húsinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 11:53 Í fyrstu var talið að kona væri föst í húsinu en hún reyndist hafa komist út af sjálfdáðun. Björgunarsveitin Sigurvon, Tómas Logi Björgunarsveitir á Suðurnjesjum voru kallaðar út í gærkvöldi þegar varnargarður brast og sjór umlukkti íbúðarhús. Í fyrstu var talið að kona væri föst í húsinu en svo reyndist ekki vera. Sjóbjörgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði barst útkall um klukkan níu í gærkvöldi. „Þá voru fyrstu fréttir að sjóvarnagarðar væru farnir og að það væri allt á kafi í sjó,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson samskiptastjóri sveitarinnar, sem kom að aðgerðum í gærkvöldi. „Þegar nær dregur fáum við upplýsingar um það að þetta sé íbúðarhús sem sé að fara á kaf og að það sé kona föst inni í húsinu. Þegar við komum á staðinn var konan nú ekki föst í húsinu, hún er komin út en þurfti að vaða alveg upp að hnjám. En húsið var að hluta til alveg á kafi í sjó, alveg upp að tveimur hliðum á húsinu.“ Samverkandi þættir eins og háflóð og mikill vindur urðu til þess að varnargarðar brustu og sjór flæddi að.Björgunarsveitin Sigurvon, Tómas Logi Betur fór á horfðist í byrjun að sögn Tómasar. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að hlaða sandpokum fyrir hurðar vegna þess að það var það hátt upp í gólfplötu á húsinu þannig að það slapp til og það er enginn kjallari í húsinu. Mitt mat var að það þyrfti ekki að taka rafmagn af húsinu en ég veit ekki hvort það hafi verið gert eftir að við fórum.“ Hann telur að konan sem var í húsinu hafi ekki verið í hættu á neinum tímapunkti. Henni var mjög brugðið og skiljanlega, ég meina, húsið þitt er að fara á kaf. Þá losnaði bátur í smábátahöfninni sem björgunarsveitin batt niður en önnur verkefni komu ekki á þeirra borð. Tómas segir að Ljósanótt hafi farið vel fram. „Við einmitt horfðum á flugeldasýninguna á leiðinni heim úr útkallinu okkar. Það tókst að skjóta henni upp þrátt fyrir veður. Ég veit ekki betur en að þar hafi allt farið mjög vel fram fyrir utan einhverjar fánastangir sem fóru á hliðina,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson hjá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Björgunarsveitir Veður Suðurnesjabær Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Sjóbjörgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði barst útkall um klukkan níu í gærkvöldi. „Þá voru fyrstu fréttir að sjóvarnagarðar væru farnir og að það væri allt á kafi í sjó,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson samskiptastjóri sveitarinnar, sem kom að aðgerðum í gærkvöldi. „Þegar nær dregur fáum við upplýsingar um það að þetta sé íbúðarhús sem sé að fara á kaf og að það sé kona föst inni í húsinu. Þegar við komum á staðinn var konan nú ekki föst í húsinu, hún er komin út en þurfti að vaða alveg upp að hnjám. En húsið var að hluta til alveg á kafi í sjó, alveg upp að tveimur hliðum á húsinu.“ Samverkandi þættir eins og háflóð og mikill vindur urðu til þess að varnargarðar brustu og sjór flæddi að.Björgunarsveitin Sigurvon, Tómas Logi Betur fór á horfðist í byrjun að sögn Tómasar. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að hlaða sandpokum fyrir hurðar vegna þess að það var það hátt upp í gólfplötu á húsinu þannig að það slapp til og það er enginn kjallari í húsinu. Mitt mat var að það þyrfti ekki að taka rafmagn af húsinu en ég veit ekki hvort það hafi verið gert eftir að við fórum.“ Hann telur að konan sem var í húsinu hafi ekki verið í hættu á neinum tímapunkti. Henni var mjög brugðið og skiljanlega, ég meina, húsið þitt er að fara á kaf. Þá losnaði bátur í smábátahöfninni sem björgunarsveitin batt niður en önnur verkefni komu ekki á þeirra borð. Tómas segir að Ljósanótt hafi farið vel fram. „Við einmitt horfðum á flugeldasýninguna á leiðinni heim úr útkallinu okkar. Það tókst að skjóta henni upp þrátt fyrir veður. Ég veit ekki betur en að þar hafi allt farið mjög vel fram fyrir utan einhverjar fánastangir sem fóru á hliðina,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson hjá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði.
Björgunarsveitir Veður Suðurnesjabær Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira