Töldu í fyrstu að kona væri í húsinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 11:53 Í fyrstu var talið að kona væri föst í húsinu en hún reyndist hafa komist út af sjálfdáðun. Björgunarsveitin Sigurvon, Tómas Logi Björgunarsveitir á Suðurnjesjum voru kallaðar út í gærkvöldi þegar varnargarður brast og sjór umlukkti íbúðarhús. Í fyrstu var talið að kona væri föst í húsinu en svo reyndist ekki vera. Sjóbjörgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði barst útkall um klukkan níu í gærkvöldi. „Þá voru fyrstu fréttir að sjóvarnagarðar væru farnir og að það væri allt á kafi í sjó,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson samskiptastjóri sveitarinnar, sem kom að aðgerðum í gærkvöldi. „Þegar nær dregur fáum við upplýsingar um það að þetta sé íbúðarhús sem sé að fara á kaf og að það sé kona föst inni í húsinu. Þegar við komum á staðinn var konan nú ekki föst í húsinu, hún er komin út en þurfti að vaða alveg upp að hnjám. En húsið var að hluta til alveg á kafi í sjó, alveg upp að tveimur hliðum á húsinu.“ Samverkandi þættir eins og háflóð og mikill vindur urðu til þess að varnargarðar brustu og sjór flæddi að.Björgunarsveitin Sigurvon, Tómas Logi Betur fór á horfðist í byrjun að sögn Tómasar. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að hlaða sandpokum fyrir hurðar vegna þess að það var það hátt upp í gólfplötu á húsinu þannig að það slapp til og það er enginn kjallari í húsinu. Mitt mat var að það þyrfti ekki að taka rafmagn af húsinu en ég veit ekki hvort það hafi verið gert eftir að við fórum.“ Hann telur að konan sem var í húsinu hafi ekki verið í hættu á neinum tímapunkti. Henni var mjög brugðið og skiljanlega, ég meina, húsið þitt er að fara á kaf. Þá losnaði bátur í smábátahöfninni sem björgunarsveitin batt niður en önnur verkefni komu ekki á þeirra borð. Tómas segir að Ljósanótt hafi farið vel fram. „Við einmitt horfðum á flugeldasýninguna á leiðinni heim úr útkallinu okkar. Það tókst að skjóta henni upp þrátt fyrir veður. Ég veit ekki betur en að þar hafi allt farið mjög vel fram fyrir utan einhverjar fánastangir sem fóru á hliðina,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson hjá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Björgunarsveitir Veður Suðurnesjabær Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Sjóbjörgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði barst útkall um klukkan níu í gærkvöldi. „Þá voru fyrstu fréttir að sjóvarnagarðar væru farnir og að það væri allt á kafi í sjó,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson samskiptastjóri sveitarinnar, sem kom að aðgerðum í gærkvöldi. „Þegar nær dregur fáum við upplýsingar um það að þetta sé íbúðarhús sem sé að fara á kaf og að það sé kona föst inni í húsinu. Þegar við komum á staðinn var konan nú ekki föst í húsinu, hún er komin út en þurfti að vaða alveg upp að hnjám. En húsið var að hluta til alveg á kafi í sjó, alveg upp að tveimur hliðum á húsinu.“ Samverkandi þættir eins og háflóð og mikill vindur urðu til þess að varnargarðar brustu og sjór flæddi að.Björgunarsveitin Sigurvon, Tómas Logi Betur fór á horfðist í byrjun að sögn Tómasar. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að hlaða sandpokum fyrir hurðar vegna þess að það var það hátt upp í gólfplötu á húsinu þannig að það slapp til og það er enginn kjallari í húsinu. Mitt mat var að það þyrfti ekki að taka rafmagn af húsinu en ég veit ekki hvort það hafi verið gert eftir að við fórum.“ Hann telur að konan sem var í húsinu hafi ekki verið í hættu á neinum tímapunkti. Henni var mjög brugðið og skiljanlega, ég meina, húsið þitt er að fara á kaf. Þá losnaði bátur í smábátahöfninni sem björgunarsveitin batt niður en önnur verkefni komu ekki á þeirra borð. Tómas segir að Ljósanótt hafi farið vel fram. „Við einmitt horfðum á flugeldasýninguna á leiðinni heim úr útkallinu okkar. Það tókst að skjóta henni upp þrátt fyrir veður. Ég veit ekki betur en að þar hafi allt farið mjög vel fram fyrir utan einhverjar fánastangir sem fóru á hliðina,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson hjá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði.
Björgunarsveitir Veður Suðurnesjabær Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira