Félagasamstæða Bláa lónsins endurskipulögð og stefnt á markað Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2023 18:40 Bláa Lónið Á fundi hluthafa í Bláa lóninu hf. í dag var samþykkt að stofna sérstakt eignarhaldsfélag utan um samstæðu félagsins. Nýja eignarhaldsfélagið mun bera nafnið Bláa Lónið hf. og er stefnt að skráningu félagsins á markað vorið 2024. Í fréttatilkynningu segir að hluthafar í nýju eignarhaldsfélagi séu einvörðungu þeir sem áður voru hluthafar í því félagi sem nú er Bláa lónið Svartsengi ehf. Einnig segir að áfram sé unnið að fyrirhugaðri skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi og að nú sé horft til vorsins 2024. Með því sé tryggt að ofangreindar skipulagsbreytingar verði að fullu komnar til framkvæmda auk þess að heilt rekstrarár, eftir COVID-19, liggi fyrir. Endanleg tímasetning muni þó ráðast af markaðsaðstæðum og framvindu undirbúningsvinnu. Bláa lónið hf. sér ekki bara um rekstur Bláa lónsins heldur einnig fjölda veitingastaða, hótela og annarra reksturseininga.Bláa lónið Fjölbreyttur og fjölþættur rekstur Þá segir að öll félög innan samstæðu Bláa lónsins hf. muni verða að fullu í eigu hins nýja eignarhaldsfélags eftir breytingarnar. Þau eru eftirfarandi: Bláa Lónið Svartsengi ehf. annast allan rekstur í Svartsengi en undir hann fellur Bláa Lónið, hótelin Silica og The Retreat, heilsulindin Retreat Spa, veitingastaðirnir Lava, Retreat Spa Restaurant, Moss og Blue Café auk reksturs Lækningalindar og Rannsókna- og þróunarseturs. Íslenskar Heilsulindir ehf. sem er eignarhaldsfélag um hluti í öðrum baðstöðum og ýmis þróunarverkefni, þar með talið uppbyggingu félagsins í Kerlingarfjöllum og Þjórsárdal. Blue Lagoon Skincare ehf. sem annast þróun, framleiðslu og sölu húðvara innanlands og erlendis. Blue Lagoon Journeys ehf. sem er þróunarfélag um afþreyingartengda þjónustu innan samstæðunnar. Eldvörp ehf. sem rekur allar fasteignir félagsins. Breytingarnar eru liður í áætlun félagsins um að „einfalda skipulag, skerpa sýn og auka hagkvæmni í rekstri fyrrgreindra félaga“. Starfsemi Bláa lónsins hf. hefur orðið fjölþættari síðustu misseri en þar má nefna nýafstaðna uppbyggingu hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, fyrirhugaðar framkvæmdir í Þjórsárdal og aukna áherslu á markaðssetningu húðvara félagsins erlendis. Bláa lónið Kauphöllin Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að hluthafar í nýju eignarhaldsfélagi séu einvörðungu þeir sem áður voru hluthafar í því félagi sem nú er Bláa lónið Svartsengi ehf. Einnig segir að áfram sé unnið að fyrirhugaðri skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi og að nú sé horft til vorsins 2024. Með því sé tryggt að ofangreindar skipulagsbreytingar verði að fullu komnar til framkvæmda auk þess að heilt rekstrarár, eftir COVID-19, liggi fyrir. Endanleg tímasetning muni þó ráðast af markaðsaðstæðum og framvindu undirbúningsvinnu. Bláa lónið hf. sér ekki bara um rekstur Bláa lónsins heldur einnig fjölda veitingastaða, hótela og annarra reksturseininga.Bláa lónið Fjölbreyttur og fjölþættur rekstur Þá segir að öll félög innan samstæðu Bláa lónsins hf. muni verða að fullu í eigu hins nýja eignarhaldsfélags eftir breytingarnar. Þau eru eftirfarandi: Bláa Lónið Svartsengi ehf. annast allan rekstur í Svartsengi en undir hann fellur Bláa Lónið, hótelin Silica og The Retreat, heilsulindin Retreat Spa, veitingastaðirnir Lava, Retreat Spa Restaurant, Moss og Blue Café auk reksturs Lækningalindar og Rannsókna- og þróunarseturs. Íslenskar Heilsulindir ehf. sem er eignarhaldsfélag um hluti í öðrum baðstöðum og ýmis þróunarverkefni, þar með talið uppbyggingu félagsins í Kerlingarfjöllum og Þjórsárdal. Blue Lagoon Skincare ehf. sem annast þróun, framleiðslu og sölu húðvara innanlands og erlendis. Blue Lagoon Journeys ehf. sem er þróunarfélag um afþreyingartengda þjónustu innan samstæðunnar. Eldvörp ehf. sem rekur allar fasteignir félagsins. Breytingarnar eru liður í áætlun félagsins um að „einfalda skipulag, skerpa sýn og auka hagkvæmni í rekstri fyrrgreindra félaga“. Starfsemi Bláa lónsins hf. hefur orðið fjölþættari síðustu misseri en þar má nefna nýafstaðna uppbyggingu hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, fyrirhugaðar framkvæmdir í Þjórsárdal og aukna áherslu á markaðssetningu húðvara félagsins erlendis.
Bláa lónið Kauphöllin Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent