Verðtrygging er ástæðan fyrir þrálátri verðbólgu í íslenska hagkerfinu Jón Frímann Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 10:00 Ég ætla ekki að skrifa flókna og langa grein um þetta mál. Enda engin þörf á því. Ástæðan fyrir því að íslendingar eru alltaf að eiga við langtíma verðbólgu og hagkerfi sem er stöðugt í vandræðum er vegna þess að stór hluti íslenska lána, bæði til húsnæðis og annara hluta (lán til sveitarfélaga, fyrirtækja, námslán) eru verðtryggð. Verðtryggð lán eru léleg lán. Þetta eru lán sem engin í raun nær að borga niður vegna þess að þau hækka stöðugt í samræmi við verðbólgu og eftir því hveru hratt íslenska krónan rýrnar á hverjum tíma. Það sem húsnæðislán og síðan lán eru almennt er framleiðsla á pening. Þegar lán eru greidd upp, þá er sá peningur sem var búinn til eytt úr hagkerfinu. Vextir eru síðan hagnaðurinn af láninu og helst í hagkerfinu. Þannig er hægt að skapa jafnvægi í þessu öllu saman án þess að velta öllu hagkerfinu um koll og gera fyrirtæki, sveitarfélög og stóran hluta almennings gjaldþrota í kjölfarið. Af þessum ástæðum þá hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu virkað svona ljómandi vel án þess að setja stóran hluta almenninga á evru svæðinu í stórfelld vandræði vegna vaxtahækkana og þá eru vextir á húsnæðislánum ennþá mjög sæmilegir þar. Þetta er ekki saga á Íslandi. Þar sem sökinni er skellt á allt og alla nema verðtrygginguna sem er stóra vandamálið hérna. Verðtryggingin er einnig að valda því að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru mjög háir. Þegar vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru langt undir stýrivöxtum, þá er af þessum lánum talsvert tap og hefur alltaf verið í skamman tíma. Í dag (samkvæmt vefsíðu Landsbankans) þá eru verðtryggð húsnæðislán með 2,85% vexti á meðan óverðtryggð húsnæðislán eru með 10,25% vexti. Þetta er vaxtamunur upp á 7,40%. Það er því einstaklega snargalið að Seðlabanki Íslands skuli vera að hvetja fólk til þess að fara í verðtryggð lán í þessu ástandi sem Seðlabanki Íslands sjálfur bjó til með þessum ákvörðunum sínum og vaxtahækkunum. Seðlabanki Íslands ætti að fylgja vöxtum Seðlabanka Evrópu með vikur mörkum upp á 0,25% til 0,50% og aldrei meira en það. Ef íslendingar vilja stöðugan efnahag. Þá er fyrsta og stærsta skrefið að losna við verðtrygginguna úr hagkerfinu hjá almenningi. Úr húsnæðislánum, lánum til fyrirtækja og sveitarfélaga og annara. Seinna skrefið er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Íslenska krónan verður aldrei mjög stöðugur gjaldmiðill, þó svo að hægt sé að bæta stöðuna með skynsamlegum aðgerðum. Fólk sem tekur húsnæðislán ætti einnig að athuga að „jafnar afborganir“ og „jafnar greiðslur“ eru ekki það sama. Í „jöfnum afborgunum“ er greiðslan á láninu alltaf föst auk vaxta en í „jafnar greiðslur“ er fyrst byrjað á því að greiða vexti og þá er á sama tíma greitt lágmark inn á höfuðstól lánsins. Lán sem er greitt með „jafnar greiðslur“ greiðist niður hraðar en lán sem er í „jafnar greiðslur“ kerfinu. Þetta er hægt að sjá á vefsíðum bankana í reiknivélum sem þar eru. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um einföld kerfi eins og hagkerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að skrifa flókna og langa grein um þetta mál. Enda engin þörf á því. Ástæðan fyrir því að íslendingar eru alltaf að eiga við langtíma verðbólgu og hagkerfi sem er stöðugt í vandræðum er vegna þess að stór hluti íslenska lána, bæði til húsnæðis og annara hluta (lán til sveitarfélaga, fyrirtækja, námslán) eru verðtryggð. Verðtryggð lán eru léleg lán. Þetta eru lán sem engin í raun nær að borga niður vegna þess að þau hækka stöðugt í samræmi við verðbólgu og eftir því hveru hratt íslenska krónan rýrnar á hverjum tíma. Það sem húsnæðislán og síðan lán eru almennt er framleiðsla á pening. Þegar lán eru greidd upp, þá er sá peningur sem var búinn til eytt úr hagkerfinu. Vextir eru síðan hagnaðurinn af láninu og helst í hagkerfinu. Þannig er hægt að skapa jafnvægi í þessu öllu saman án þess að velta öllu hagkerfinu um koll og gera fyrirtæki, sveitarfélög og stóran hluta almennings gjaldþrota í kjölfarið. Af þessum ástæðum þá hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu virkað svona ljómandi vel án þess að setja stóran hluta almenninga á evru svæðinu í stórfelld vandræði vegna vaxtahækkana og þá eru vextir á húsnæðislánum ennþá mjög sæmilegir þar. Þetta er ekki saga á Íslandi. Þar sem sökinni er skellt á allt og alla nema verðtrygginguna sem er stóra vandamálið hérna. Verðtryggingin er einnig að valda því að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru mjög háir. Þegar vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru langt undir stýrivöxtum, þá er af þessum lánum talsvert tap og hefur alltaf verið í skamman tíma. Í dag (samkvæmt vefsíðu Landsbankans) þá eru verðtryggð húsnæðislán með 2,85% vexti á meðan óverðtryggð húsnæðislán eru með 10,25% vexti. Þetta er vaxtamunur upp á 7,40%. Það er því einstaklega snargalið að Seðlabanki Íslands skuli vera að hvetja fólk til þess að fara í verðtryggð lán í þessu ástandi sem Seðlabanki Íslands sjálfur bjó til með þessum ákvörðunum sínum og vaxtahækkunum. Seðlabanki Íslands ætti að fylgja vöxtum Seðlabanka Evrópu með vikur mörkum upp á 0,25% til 0,50% og aldrei meira en það. Ef íslendingar vilja stöðugan efnahag. Þá er fyrsta og stærsta skrefið að losna við verðtrygginguna úr hagkerfinu hjá almenningi. Úr húsnæðislánum, lánum til fyrirtækja og sveitarfélaga og annara. Seinna skrefið er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Íslenska krónan verður aldrei mjög stöðugur gjaldmiðill, þó svo að hægt sé að bæta stöðuna með skynsamlegum aðgerðum. Fólk sem tekur húsnæðislán ætti einnig að athuga að „jafnar afborganir“ og „jafnar greiðslur“ eru ekki það sama. Í „jöfnum afborgunum“ er greiðslan á láninu alltaf föst auk vaxta en í „jafnar greiðslur“ er fyrst byrjað á því að greiða vexti og þá er á sama tíma greitt lágmark inn á höfuðstól lánsins. Lán sem er greitt með „jafnar greiðslur“ greiðist niður hraðar en lán sem er í „jafnar greiðslur“ kerfinu. Þetta er hægt að sjá á vefsíðum bankana í reiknivélum sem þar eru. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um einföld kerfi eins og hagkerfi.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun