Engin réttindi, engin þekking, engin ábyrgð Jón Bjarni Jónsson skrifar 21. ágúst 2023 20:31 Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál. Tekin hafa verið upp gæðakerfi, kröfur gerðar um vottun byggingarefna auk þess sem byggingareglugerð og mannvirkjalög hafa verið yfirfarin og bætt. Þrátt fyrir allar þessar ráðstafanir er veruleikinn sá að göllum í íbúðarbyggingum fækkar ekki. Þegar hafist er handa við byggingu íbúðarhúsnæðis eru þrír meginþættir sem þurfa að vera í lagi. Hönnun hússins þarf að vera í lagi, efnisval þarf að standast kröfur og síðast en ekki síst þurfa þeir sem byggja húsið, þeir sem vinna handverkið, að kunna til verka. Bygging íbúðarhúsnæðis er ekki færibandavinna. Algengast er að verið sé að vinna að útfærslum og lausnum á ýmsum frágangi byggingahluta nánast fram á skiladag verksins. Það er fyrir vikið lykilatriði að hönnuðir, efnissalar og iðnaðarmenn eigi í virku samtali á byggingatímanum og miðli sérþekkingu sín á milli. Slík samvinna hefur reynst best til að tryggja að verkið standi undir þeim kröfum sem settar eru fram í lögum og reglugerðum. Engin viðurlög Lögum samkvæmt má enginn hanna íbúðarbyggingu nema hafa til þess menntun. Hafi viðkomandi ekki menntun fást teikningar ekki samþykktar og byggingarleyfi er ekki gefið út. Að sama skapi þurfa byggingavörur að vera vottaðar. Samkvæmt lögum um byggingavörur má leggja dagsektir upp að hálfri milljón á efnissala sem selur byggingavörur sem ekki standast kröfur. Þess vegna er töluvert hagsmunamál fyrir efnissala að gæta þess að varan sem verið er að selja, standist kröfur. Lög kveða jafnframt á um að enginn megi vinna iðnaðarstörf án þess að hafa lokið tilskyldu iðnnámi. Sá munur er hins vegar á þeim lögum – og lögum um byggingarvörur – að viðurlögin við brotum eru engin. Í raun getur verktaki fengið hvern sem er í verkið án þess að það hafi afleiðingar fyrir annan en kaupanda verksins/hússins. Kaupendur eiga að geta treyst Það er opinbert leyndarmál að fjölmörg íbúðarhús eru byggð af starfsfólki sem hefur engin réttindi – og það sem verra er; hvorki kunnáttu né þekkingu til að sinna þeim fjölmörgu verkþáttum sem þurfa að vera í lagi til að íbúðarhúsnæði standist kröfur. Kröfur sem væntanlegir kaupendur eiga að geta treyst að séu uppfylltar. Vegna kunnáttuleysis eru þessir starfsmenn einnig óhæfir til að vinna í faglegu samstarfi við hönnuði og efnissala, þar sem þeir vita ekki hvernig frágangi verkanna skal vera háttað. Brýn þörf er á því að taka á þessum vanda. Koma þarf í veg fyrir að starfsmenn án þekkingar og kunnáttu, vinni iðnaðarstörf og valdi þannig grandalausum kaupendum íbúðarhúsnæðis – og samfélaginu öllu – ómældum skaða. Skilaboð löggjafans virðast vera þau að það sé mikilvægt að byggingarefni standist kröfur – þess vegna eru sett sektarákvæði – en það skipti engu máli hvort þeir sem vinna með efnið hafi til þess þekkingu eða kunnáttu. Að mati undirritaðs má rekja stóran hluta lekavandamála í byggingum til þessa. Á meðan engin viðurlög eru við lögbrotunum, þá mun þetta ekki breytast. Próflaus maður stöðvaður Fyrir nokkrum dögum var frétt um að kínverskur ökumaður hafi verið stöðvaður af lögreglu án ökuréttinda. Hann fór ekki lengra á bílnum. Ef það er vilji til að fækka göllum í byggingum, þar á meðal leka- og mygluvandamálum í íbúðarhúsnæði þá verðum við að taka upp svipuð úrræði gagnvart réttindalausum starfsmönnum í byggingavinnu, þ.e. það þarf að stöðva þeirra vinnu samstundis. Afleiðingar rangs frágangs t.d. á þaki, sem verið er að loka í dag, koma jafnvel ekki í ljós fyrr en eftir einhver ár og þá með ærnum kostnaði fyrir þann sem þá á eignina. Það er einfalt að taka á þessu, en það kostar vinnu, vilja og viðurlög. Höfundur er formaður Byggiðnar – félags byggingamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mygla Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál. Tekin hafa verið upp gæðakerfi, kröfur gerðar um vottun byggingarefna auk þess sem byggingareglugerð og mannvirkjalög hafa verið yfirfarin og bætt. Þrátt fyrir allar þessar ráðstafanir er veruleikinn sá að göllum í íbúðarbyggingum fækkar ekki. Þegar hafist er handa við byggingu íbúðarhúsnæðis eru þrír meginþættir sem þurfa að vera í lagi. Hönnun hússins þarf að vera í lagi, efnisval þarf að standast kröfur og síðast en ekki síst þurfa þeir sem byggja húsið, þeir sem vinna handverkið, að kunna til verka. Bygging íbúðarhúsnæðis er ekki færibandavinna. Algengast er að verið sé að vinna að útfærslum og lausnum á ýmsum frágangi byggingahluta nánast fram á skiladag verksins. Það er fyrir vikið lykilatriði að hönnuðir, efnissalar og iðnaðarmenn eigi í virku samtali á byggingatímanum og miðli sérþekkingu sín á milli. Slík samvinna hefur reynst best til að tryggja að verkið standi undir þeim kröfum sem settar eru fram í lögum og reglugerðum. Engin viðurlög Lögum samkvæmt má enginn hanna íbúðarbyggingu nema hafa til þess menntun. Hafi viðkomandi ekki menntun fást teikningar ekki samþykktar og byggingarleyfi er ekki gefið út. Að sama skapi þurfa byggingavörur að vera vottaðar. Samkvæmt lögum um byggingavörur má leggja dagsektir upp að hálfri milljón á efnissala sem selur byggingavörur sem ekki standast kröfur. Þess vegna er töluvert hagsmunamál fyrir efnissala að gæta þess að varan sem verið er að selja, standist kröfur. Lög kveða jafnframt á um að enginn megi vinna iðnaðarstörf án þess að hafa lokið tilskyldu iðnnámi. Sá munur er hins vegar á þeim lögum – og lögum um byggingarvörur – að viðurlögin við brotum eru engin. Í raun getur verktaki fengið hvern sem er í verkið án þess að það hafi afleiðingar fyrir annan en kaupanda verksins/hússins. Kaupendur eiga að geta treyst Það er opinbert leyndarmál að fjölmörg íbúðarhús eru byggð af starfsfólki sem hefur engin réttindi – og það sem verra er; hvorki kunnáttu né þekkingu til að sinna þeim fjölmörgu verkþáttum sem þurfa að vera í lagi til að íbúðarhúsnæði standist kröfur. Kröfur sem væntanlegir kaupendur eiga að geta treyst að séu uppfylltar. Vegna kunnáttuleysis eru þessir starfsmenn einnig óhæfir til að vinna í faglegu samstarfi við hönnuði og efnissala, þar sem þeir vita ekki hvernig frágangi verkanna skal vera háttað. Brýn þörf er á því að taka á þessum vanda. Koma þarf í veg fyrir að starfsmenn án þekkingar og kunnáttu, vinni iðnaðarstörf og valdi þannig grandalausum kaupendum íbúðarhúsnæðis – og samfélaginu öllu – ómældum skaða. Skilaboð löggjafans virðast vera þau að það sé mikilvægt að byggingarefni standist kröfur – þess vegna eru sett sektarákvæði – en það skipti engu máli hvort þeir sem vinna með efnið hafi til þess þekkingu eða kunnáttu. Að mati undirritaðs má rekja stóran hluta lekavandamála í byggingum til þessa. Á meðan engin viðurlög eru við lögbrotunum, þá mun þetta ekki breytast. Próflaus maður stöðvaður Fyrir nokkrum dögum var frétt um að kínverskur ökumaður hafi verið stöðvaður af lögreglu án ökuréttinda. Hann fór ekki lengra á bílnum. Ef það er vilji til að fækka göllum í byggingum, þar á meðal leka- og mygluvandamálum í íbúðarhúsnæði þá verðum við að taka upp svipuð úrræði gagnvart réttindalausum starfsmönnum í byggingavinnu, þ.e. það þarf að stöðva þeirra vinnu samstundis. Afleiðingar rangs frágangs t.d. á þaki, sem verið er að loka í dag, koma jafnvel ekki í ljós fyrr en eftir einhver ár og þá með ærnum kostnaði fyrir þann sem þá á eignina. Það er einfalt að taka á þessu, en það kostar vinnu, vilja og viðurlög. Höfundur er formaður Byggiðnar – félags byggingamanna.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun