Mun aldrei sleppa úr fangelsi Atli Ísleifsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 21. ágúst 2023 12:15 Lucy Letby var handtekin á heimili sínu í Chester árið 2018. Getty Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Kviðdómur í málinu fann Letby seka í málinu í síðustu viku en dómari greindi frá refsingunni í hádeginu í dag. Sagði hann dóminn þess eðlis að Letby mun afplána í fangelsi það sem hún á eftir ólifað. Henni verði aldrei sleppt. „Þetta var grimm, útreiknuð og kaldranaleg barnamorðaherferð sem tengdist minnstu og viðkvæmustu börnum mögulega,“ sagði dómarinn James Goss við Letby. „Þú spurðist fyrir um foreldrana... það var djúp mannvonska sem jaðraði við sadisma... þú finnur ekki fyrir neinni iðrun... þú átt þér engar málsbætur,“ sagði hann einnig. Goss sagði síðan „Ég dæmi þig í lífstíðarfangelsi“ og bætti við að hún hefði ekki möguleika á að losna fyrr úr fangelsi. Hún myndi fá lífstíðardóm fyrir hvert brot og dúsa það sem eftir væri í fangelsi. Eitraði fyrir börnunum Letby var ákærð fyrir að hafa sprautað lofti í kornabörnin og eitrað fyrir þeim með insúlíni. Drápin áttu sér stað á tímabilinu júní 2015 til júní 2016 á barnadeildinni á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester, suður af Liverpool. Málið var rekið fyrir dómstól í Manchester, en Letby neitaði sök í málinu. Hin 33 ára Letby var handtekin árið 2018 og birti lögregla í dag myndband af handtökunni. Ákæra í málinu var í 22 liðum. Letby var sýknuð af ákæru um mánndráp í tveimur málum og kviðdómur náði ekki saman um niðurstöðu í sex málum þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til manndráps. Öll fórnarlömb Letby voru yngri en eins árs gömul. Bretland England Erlend sakamál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. 18. ágúst 2023 12:48 Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Kviðdómur í málinu fann Letby seka í málinu í síðustu viku en dómari greindi frá refsingunni í hádeginu í dag. Sagði hann dóminn þess eðlis að Letby mun afplána í fangelsi það sem hún á eftir ólifað. Henni verði aldrei sleppt. „Þetta var grimm, útreiknuð og kaldranaleg barnamorðaherferð sem tengdist minnstu og viðkvæmustu börnum mögulega,“ sagði dómarinn James Goss við Letby. „Þú spurðist fyrir um foreldrana... það var djúp mannvonska sem jaðraði við sadisma... þú finnur ekki fyrir neinni iðrun... þú átt þér engar málsbætur,“ sagði hann einnig. Goss sagði síðan „Ég dæmi þig í lífstíðarfangelsi“ og bætti við að hún hefði ekki möguleika á að losna fyrr úr fangelsi. Hún myndi fá lífstíðardóm fyrir hvert brot og dúsa það sem eftir væri í fangelsi. Eitraði fyrir börnunum Letby var ákærð fyrir að hafa sprautað lofti í kornabörnin og eitrað fyrir þeim með insúlíni. Drápin áttu sér stað á tímabilinu júní 2015 til júní 2016 á barnadeildinni á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester, suður af Liverpool. Málið var rekið fyrir dómstól í Manchester, en Letby neitaði sök í málinu. Hin 33 ára Letby var handtekin árið 2018 og birti lögregla í dag myndband af handtökunni. Ákæra í málinu var í 22 liðum. Letby var sýknuð af ákæru um mánndráp í tveimur málum og kviðdómur náði ekki saman um niðurstöðu í sex málum þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til manndráps. Öll fórnarlömb Letby voru yngri en eins árs gömul.
Bretland England Erlend sakamál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. 18. ágúst 2023 12:48 Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. 18. ágúst 2023 12:48
Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04
Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16