Borgarstjóri spáir frábærri stemningu á Menningarnótt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. ágúst 2023 12:00 Dagur segir mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur Menningarnótt í hádeginu og spáir frábærri stemningu á hátíðinni. Hann segir mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni og að fólk láti koma sér á óvart. Dagur segir að allir geti fundið eitthvað að sjá, heyra, smakka og njóta fram á nótt á Menningarnótt í ár. Hann setur hátíðina á Kjarvalsstöðum í hádeginu og henni lýkur með stórglæsilegri flugeldasýningu klukkan 23:00 að vanda.„Ég fann það í morgun þegar ég var að starta Reykjavíkurmaraþoninu. Það er svo mikil blíða og gott veður og bros á hverju andliti. Það plús fjögur hundruð viðburðir og atriði út um allt bókstaflega,“ segir Dagur sem var að pússa vöfflujárnið þegar fréttamaður náði af honum tali í morgun. En í ár verður endurvakinn sá siður að íbúar Þingholtanna bjóði gestum og gangandi heim í vöfflur. Eyjamenn heiðursgestir Eyjamenn eru heiðursgestir á Menningarnótt en það er vegna 50 ára goslokaafmælisins í ár. „Ég fékk þá hugmynd að það færi gríðarlega vel á þessu,“ segir Dagur. „Þetta er alveg ótrúleg saga, bæði gosið og að tæplega fimm þúsund manna bæjarfélag fluttist yfir nótt með 76 skipum. Síðan voru opnuð hér skólar og heimili til að taka á móti öllum hópnum.“ Vestmannaeyjar séu mikill vinabær Reykjavíkur og að borgarbúar vilji sína gestrisni á Menningarnótt. Fjölskyldur séu saman Dagur segir einnig mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni.„Við viljum ekki að unglingar verði eftir þegar mamma og pabbi eru farin heim heldur að fólk fylgist að og muni að láta koma sér á óvart. Fari og skoði Reykjavík og umbreytingarnar sem hafa orðið í borginni. Þessa spennandi uppbyggingu sem margir hafa heyrt um en kannski ekki séð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Dagur segir að allir geti fundið eitthvað að sjá, heyra, smakka og njóta fram á nótt á Menningarnótt í ár. Hann setur hátíðina á Kjarvalsstöðum í hádeginu og henni lýkur með stórglæsilegri flugeldasýningu klukkan 23:00 að vanda.„Ég fann það í morgun þegar ég var að starta Reykjavíkurmaraþoninu. Það er svo mikil blíða og gott veður og bros á hverju andliti. Það plús fjögur hundruð viðburðir og atriði út um allt bókstaflega,“ segir Dagur sem var að pússa vöfflujárnið þegar fréttamaður náði af honum tali í morgun. En í ár verður endurvakinn sá siður að íbúar Þingholtanna bjóði gestum og gangandi heim í vöfflur. Eyjamenn heiðursgestir Eyjamenn eru heiðursgestir á Menningarnótt en það er vegna 50 ára goslokaafmælisins í ár. „Ég fékk þá hugmynd að það færi gríðarlega vel á þessu,“ segir Dagur. „Þetta er alveg ótrúleg saga, bæði gosið og að tæplega fimm þúsund manna bæjarfélag fluttist yfir nótt með 76 skipum. Síðan voru opnuð hér skólar og heimili til að taka á móti öllum hópnum.“ Vestmannaeyjar séu mikill vinabær Reykjavíkur og að borgarbúar vilji sína gestrisni á Menningarnótt. Fjölskyldur séu saman Dagur segir einnig mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni.„Við viljum ekki að unglingar verði eftir þegar mamma og pabbi eru farin heim heldur að fólk fylgist að og muni að láta koma sér á óvart. Fari og skoði Reykjavík og umbreytingarnar sem hafa orðið í borginni. Þessa spennandi uppbyggingu sem margir hafa heyrt um en kannski ekki séð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira