Feluleikur með fossa í einstöku friðlandi Tómas Guðbjartsson skrifar 18. ágúst 2023 08:02 Undanfarið hefur möguleg 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði verið töluvert í umræðunni, ekki síst að frumkvæði Orkubús Vestfjarða sem þykir virkjunin frábær hugmynd og telja hana nánast leysa orkuvanda Vestfjarða. Undir þessi undarlegu áform hafa ýmsir framámenn tekið; að því er virðist án þess að ræða fórnarkostnaðinn. Slátrum ekki mjólkurkúm Ég skil vel óþolinmæði Vestfirðinga sem telja sig hafa verið afskipta hvað orkuöryggi varðar. Lausnin á þeim vanda er bætt dreifikerfi rafmagns vestur og áhersla á smærri virkjanir– í stað þess að fórna fyrir megawött friðuðum náttúruperlum eins og þeim í Vatnsfirði. Höfum hugfast að á sl. öld og fram á 21. öldina stóð til að virkja eina helstu gullkú Vestfjarða, fossinn Dynjanda, sem er einn helsti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum. Vatnsfjörður er sömuleiðis dýrmæt náttúruperla með einstökum fossum og náttúru sem ber að láta í friði. Það var ekki að ástæðulausu að þessi tveir staðir voru friðlýstir á sínum tíma. Rammaáætlun sniðgengin Orkubú Vestfjarða hefur sent tillögu sína til orkumálaráðherra, sem merkilegt nokk er jafnframt umhverfisráðherra, og því beggja megin borðsins. Þetta verður að teljast undarlegt útspil, enda hlutverk Rammaáætlunar að fara með verndar- og orkunýtingaráætlun. Reyndar er núna verið að ræða í Rammaáætlun möguleika á virkjun Kjálkafjaraðrár í næsta firði fyrir austan við Vatnsfjörð, og nýta þá vötn á sunnanverðu Glámuhálendinu. Með tillögu um virkjun í Vatnsfirði hefur Orkubúið Vestfjarða farið fram úr sér og eðlilegt hefði verið að bíða niðurstöðu næsta áfanga Rammaáæltlunar. Þessi fossatvenna gleður augað og er einn af helstu gullmolum friðlandsins. Það að flestir þessara fossa séu nafnlausir dregur ekkert úr verndunargildi þeirra, enda bíða þeir heimsfrægðar líkt og Dynjandi aðeins norðar.TG Fágæt náttúruperla í bakgarði Hrafna-Flóka Vatnsfjörður á sér einkar merkilega sögu, eða alveg frá tímum Hrafna-Flóka sem nam þarna land og nefndi Ísland. Þarna héldu Vestfirðingar rúmlega 10.000 manna útihátíð 1974 til að fagna 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Það er þó ekki aðeins vegna sögulegrar tengingar sem Vatnsfjörður var gerður að friðlandi árið 1975. Í honum er sérlega mikil gróðursæld og fallegur birkiskógur, sem er einn sá stærsti á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf. Vatnsdalsvatn setur síðan skemmtilegan svip á dalinn líkt og vatnsmikil Vatnsdalsáin sem hlykkjast eftir dalnum innanverðum. Í henni er bæði lax og bleikja og innst í dalnum eru tugir af stórkostlegum fossum, hver öðrum fallegri. Að þessari fossaveislu er auðvelt að komast gangandi og upplifan fegurðina. Vatnsfjörður er því með réttu friðland, samtals 22.000 hektarar að stærð, og átti nýlega að verða hluti af þjóðgarði á sunnanverðum Vestfjörðum, en þau áform voru því miður blásin af, ekki síst vegna þrýstings frá Orkuveitu Vestfjarða og bæjarstjórnar Ísafjarðar. Fossarnir faldir viljandi? Það er undarlegt að í fjölmiðlaumræðunni um Vatnsfjarðarvirkjun eru aldrei sýndar í fjölmiðlum ljósmyndir af mikilfenglegum fossum og árgljúfrum Vatnsdalsár. Skyldi það vera tilviljun, eða er sami skollleikur í gangi og með fossana sem stóð til að slátra með Hvalárvirkjun? Birtar eru eins “fábrotnar” myndir og hægt er af umhverfinu, gjarnan í dumbungi. Þannig er staðsetning stöðvarhússins í miðju friðlandsins réttlætt, enda þótt það eigi að vera steinsnar frá stórkostlegum fossum og gljúfrum. Í skýrslu um virkjunina er sagt að rask á umhverfinu yrði lítið og m.a. vísað til þess að uppistöðulón yrðu lítt sjáanleg uppi á stórgrýttri heiði. Ekkert er minnst á fossana sem myndu hverfa og eru tvímælalaust helstu gimsteinar friðlandsins. Máli mínu til stuðnings læt ég fylgja ljósmyndir sem ég og félagar mínir tókum í nýlegum gönguferðum um þetta einstaka friðland. Dæmi hver fyrir sig Myndirnar munu vonandi auðvelda hverjum og einum að dæma hvað er í húfi verði friðlýsing Vatnsfjarðar rifin upp og þar plantað niður 20-30 MW virkjun - í einstöku og nánast ósnortnu umhverfi. Um leið hvet ég sem flesta til að leggja á sig rúmlega tveggja klukkustunda gönguferð til að sjá dýrðina með eigin augum. Fossarnir inn af Vatnsfirði glöddu örugglega Hrafna-Flóka og föruneyti hans forðum, og hneysa ef þeir fá ekki að vera í friði til að gleðja komandi kynslóðir okkar Vestfirðinga sem annarra. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni. Gljúfrin sem fóstra fossana eru einstök og í Vatnsdalsá er mikið af bæði lax og bleikju. ÓMB Foss sem fellur í skemmtilegum stöllum og minnir á lítinn Gullfoss. TG Greinarhöfundur í miðri fossaveislu friðlandsins í Vatnsfirði.Magnús Karl Magnússon Ónefndur foss. TG Horft út eftir Vatnsdal, með Vatnsdalsá fyrir miðri mynd og Vatnsdalsvatn í fjarska. Ólafur Már Björnsson Þessi tilkomumikli foss fellur í stöllum fram að þverhníptri hlíð vestan megin í dalnum. Ef ekki væri fyrir mikla þurrka í sumar væri hann mun vatnsmeiri.ÓMB Í stærsta árgljúfrinu er þessi einstaka berggangur sem klýfur ánna í tvennt. ÓMB Innst í Vatnsdal rennur Vatnsdalsá ofan af grýttri heiði um þröng gljúfur sem í er fjöldi fossa sem minna á perluband. ÓMB Fossarnir upp af Vatnsfirði eru skreyttir afar snotrum birkiskógi, sem ekki er svo víða að finna á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf og flóru.ÓMB Fossarnir eru af öllum stærðum og gerðum, og fjölbreytnin í fossalandslaginu einstök.TG Vatnið í fossunum er kristaltært og hreint.TG Gljúfur, tugir fossa og iðagrænn skógur mynda skemmtilega heild í friðlandinu. Þessu umhverfi má ekki rústa með vegum og stöðvarhúsi, né heldur þurrka upp fossana og skilja eftir tóm gljúfur. TG Það er aðeins fossniður og fuglasöngur sem rýfur kyrrðina í mögnuðu friðlandi Vatnsfjarðar.TG il vinstri við þessa fossasyrpu vilja menn planta niður stöðvarhúsi Vatnsfjarðarvirkjun.TG Þessi foss kemur bókstaflega beint út úr berginu og kallast Smalahella. Sagan segir að þarna hafi smalar hlaupið þvert yfir til að sýna kjark sinn og þor. TG Náttúrufegurð friðlandsins lætur engan ósnortinn sem þangað kemur. Magnús Karl Magnússon Þessi mynd hefur verið notuð í fjölmiðlum af þeim sem vilja Vatnsfjarðarvirkjun og sýnir staðsetningu virkjanahússins. Fossarnir og gljúfrin sjást ekki, og sama má segja um skóginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Vesturbyggð Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur möguleg 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði verið töluvert í umræðunni, ekki síst að frumkvæði Orkubús Vestfjarða sem þykir virkjunin frábær hugmynd og telja hana nánast leysa orkuvanda Vestfjarða. Undir þessi undarlegu áform hafa ýmsir framámenn tekið; að því er virðist án þess að ræða fórnarkostnaðinn. Slátrum ekki mjólkurkúm Ég skil vel óþolinmæði Vestfirðinga sem telja sig hafa verið afskipta hvað orkuöryggi varðar. Lausnin á þeim vanda er bætt dreifikerfi rafmagns vestur og áhersla á smærri virkjanir– í stað þess að fórna fyrir megawött friðuðum náttúruperlum eins og þeim í Vatnsfirði. Höfum hugfast að á sl. öld og fram á 21. öldina stóð til að virkja eina helstu gullkú Vestfjarða, fossinn Dynjanda, sem er einn helsti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum. Vatnsfjörður er sömuleiðis dýrmæt náttúruperla með einstökum fossum og náttúru sem ber að láta í friði. Það var ekki að ástæðulausu að þessi tveir staðir voru friðlýstir á sínum tíma. Rammaáætlun sniðgengin Orkubú Vestfjarða hefur sent tillögu sína til orkumálaráðherra, sem merkilegt nokk er jafnframt umhverfisráðherra, og því beggja megin borðsins. Þetta verður að teljast undarlegt útspil, enda hlutverk Rammaáætlunar að fara með verndar- og orkunýtingaráætlun. Reyndar er núna verið að ræða í Rammaáætlun möguleika á virkjun Kjálkafjaraðrár í næsta firði fyrir austan við Vatnsfjörð, og nýta þá vötn á sunnanverðu Glámuhálendinu. Með tillögu um virkjun í Vatnsfirði hefur Orkubúið Vestfjarða farið fram úr sér og eðlilegt hefði verið að bíða niðurstöðu næsta áfanga Rammaáæltlunar. Þessi fossatvenna gleður augað og er einn af helstu gullmolum friðlandsins. Það að flestir þessara fossa séu nafnlausir dregur ekkert úr verndunargildi þeirra, enda bíða þeir heimsfrægðar líkt og Dynjandi aðeins norðar.TG Fágæt náttúruperla í bakgarði Hrafna-Flóka Vatnsfjörður á sér einkar merkilega sögu, eða alveg frá tímum Hrafna-Flóka sem nam þarna land og nefndi Ísland. Þarna héldu Vestfirðingar rúmlega 10.000 manna útihátíð 1974 til að fagna 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Það er þó ekki aðeins vegna sögulegrar tengingar sem Vatnsfjörður var gerður að friðlandi árið 1975. Í honum er sérlega mikil gróðursæld og fallegur birkiskógur, sem er einn sá stærsti á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf. Vatnsdalsvatn setur síðan skemmtilegan svip á dalinn líkt og vatnsmikil Vatnsdalsáin sem hlykkjast eftir dalnum innanverðum. Í henni er bæði lax og bleikja og innst í dalnum eru tugir af stórkostlegum fossum, hver öðrum fallegri. Að þessari fossaveislu er auðvelt að komast gangandi og upplifan fegurðina. Vatnsfjörður er því með réttu friðland, samtals 22.000 hektarar að stærð, og átti nýlega að verða hluti af þjóðgarði á sunnanverðum Vestfjörðum, en þau áform voru því miður blásin af, ekki síst vegna þrýstings frá Orkuveitu Vestfjarða og bæjarstjórnar Ísafjarðar. Fossarnir faldir viljandi? Það er undarlegt að í fjölmiðlaumræðunni um Vatnsfjarðarvirkjun eru aldrei sýndar í fjölmiðlum ljósmyndir af mikilfenglegum fossum og árgljúfrum Vatnsdalsár. Skyldi það vera tilviljun, eða er sami skollleikur í gangi og með fossana sem stóð til að slátra með Hvalárvirkjun? Birtar eru eins “fábrotnar” myndir og hægt er af umhverfinu, gjarnan í dumbungi. Þannig er staðsetning stöðvarhússins í miðju friðlandsins réttlætt, enda þótt það eigi að vera steinsnar frá stórkostlegum fossum og gljúfrum. Í skýrslu um virkjunina er sagt að rask á umhverfinu yrði lítið og m.a. vísað til þess að uppistöðulón yrðu lítt sjáanleg uppi á stórgrýttri heiði. Ekkert er minnst á fossana sem myndu hverfa og eru tvímælalaust helstu gimsteinar friðlandsins. Máli mínu til stuðnings læt ég fylgja ljósmyndir sem ég og félagar mínir tókum í nýlegum gönguferðum um þetta einstaka friðland. Dæmi hver fyrir sig Myndirnar munu vonandi auðvelda hverjum og einum að dæma hvað er í húfi verði friðlýsing Vatnsfjarðar rifin upp og þar plantað niður 20-30 MW virkjun - í einstöku og nánast ósnortnu umhverfi. Um leið hvet ég sem flesta til að leggja á sig rúmlega tveggja klukkustunda gönguferð til að sjá dýrðina með eigin augum. Fossarnir inn af Vatnsfirði glöddu örugglega Hrafna-Flóka og föruneyti hans forðum, og hneysa ef þeir fá ekki að vera í friði til að gleðja komandi kynslóðir okkar Vestfirðinga sem annarra. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni. Gljúfrin sem fóstra fossana eru einstök og í Vatnsdalsá er mikið af bæði lax og bleikju. ÓMB Foss sem fellur í skemmtilegum stöllum og minnir á lítinn Gullfoss. TG Greinarhöfundur í miðri fossaveislu friðlandsins í Vatnsfirði.Magnús Karl Magnússon Ónefndur foss. TG Horft út eftir Vatnsdal, með Vatnsdalsá fyrir miðri mynd og Vatnsdalsvatn í fjarska. Ólafur Már Björnsson Þessi tilkomumikli foss fellur í stöllum fram að þverhníptri hlíð vestan megin í dalnum. Ef ekki væri fyrir mikla þurrka í sumar væri hann mun vatnsmeiri.ÓMB Í stærsta árgljúfrinu er þessi einstaka berggangur sem klýfur ánna í tvennt. ÓMB Innst í Vatnsdal rennur Vatnsdalsá ofan af grýttri heiði um þröng gljúfur sem í er fjöldi fossa sem minna á perluband. ÓMB Fossarnir upp af Vatnsfirði eru skreyttir afar snotrum birkiskógi, sem ekki er svo víða að finna á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf og flóru.ÓMB Fossarnir eru af öllum stærðum og gerðum, og fjölbreytnin í fossalandslaginu einstök.TG Vatnið í fossunum er kristaltært og hreint.TG Gljúfur, tugir fossa og iðagrænn skógur mynda skemmtilega heild í friðlandinu. Þessu umhverfi má ekki rústa með vegum og stöðvarhúsi, né heldur þurrka upp fossana og skilja eftir tóm gljúfur. TG Það er aðeins fossniður og fuglasöngur sem rýfur kyrrðina í mögnuðu friðlandi Vatnsfjarðar.TG il vinstri við þessa fossasyrpu vilja menn planta niður stöðvarhúsi Vatnsfjarðarvirkjun.TG Þessi foss kemur bókstaflega beint út úr berginu og kallast Smalahella. Sagan segir að þarna hafi smalar hlaupið þvert yfir til að sýna kjark sinn og þor. TG Náttúrufegurð friðlandsins lætur engan ósnortinn sem þangað kemur. Magnús Karl Magnússon Þessi mynd hefur verið notuð í fjölmiðlum af þeim sem vilja Vatnsfjarðarvirkjun og sýnir staðsetningu virkjanahússins. Fossarnir og gljúfrin sjást ekki, og sama má segja um skóginn.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar