Lindarhvoll – hvað svo? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2023 10:30 Óhætt er að segja að birting Sigurðar Þórðarsonar (SÞ) fyrrum setts ríkisendurskoðanda á greinargerð hans um Lindarhvol fyrir nokkru hafi sett Lindarhvolsmálið í nýtt ljós. Viðbrögð við birtingu Sigurðar á skjalinu hafa verið margvísleg, sum fyrirsjáanleg en önnur hafa komið nokkuð á óvart. Fjármálaráðherra gaf út að í greinargerðinni væri ekkert nýtt en sagðist um leið ekki hafa lesið hana, þó hún hafi verið í hans vörslu í fimm ár. Alls kyns sótraftar hafa verið dregnir á sjó eða olnbogað sér sjálfir í umræðuna til að breiða út línu Valhallar í málinu. Það var svo sem fyrirsjáanlegtÖll þau viðbrögð eru meira og minna skipulögð aðför að settum ríkisendurskoðanda SÞ. Hvergi er minnst á það sem fram kemur í greinargerðinni heldur farið fram með þvaður um að birting greinargerðarinnar standist ekki lög (sem er marghrakið í lögfræðiálitum) og reynt að sá efasemdum um umboð SÞ í starfi. Það sem helst kemur fram í greinargerð SÞ varðar hvernig salan á Klakkaeigninni stóðst enga skoðun en það kom einnig fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu. Einnig er fundið að því að fjármunir voru mótteknir án þess að grein hafi verið fyrir því gerð. Gleymum ekki að við erum að tala um meðferð á fjármunum í ríkissjóði, við erum að tala um almannaeignir, við erum að tala um ríkisbókhald. Í greinargerð SÞ kemur einnig fram að Lindarhvoll gerði ekkert eigið mat á þeim eignum sem til sölu voru heldur var stuðst við saldólista úr Seðlabankanum sem gaf litlar upplýsingar. Í einhverjum tilvikum var mat þó lækkað til þess að fá betri niðurstöðu við sölu og bendir SÞ á það í greinargerðinni. S Þ fer einnig yfir hvernig reynt var á starfstíma hans að tefja og takmarka upplýsingagjöf til hans bæði frá Lindarhvoli en einnig frá Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu (!?). Þöggunin sem einkennt hefur málefni Lindarhvols hófst því strax og hefur staðið fram á þennan dag. Í greinargerðinni vekur SÞ athygli á hvernig einn einstaklingur var alltumlykjandi í starfsemi Lindarhvols. Sá var s.k. lögfræðilegur ráðgjafi en annaðist í reynd öll störf félagsins. Hann mætti til fyrsta stjórnarfundar félagsins með starfslýsingu sína í farteskinu og yfirtók um leið alla stjórn á félaginu. Hlutverk ,,lögfræðilega ráðgjafans” kom berlega fram í málflutningi í Héraðsdómi þar sem hann var í senn vitni og verjandi. Settur ríkisendurskoðandi ,,ad hoc" hefur sent mál Lindarhvols til ríkissaksóknara sem áframsendi það héraðssaksóknara. Lengi vel stóð Viðskiptablaðið í baráttu fyrir að greinargerðin yrði birt. Nú er engu líkara en að Ragnar Reykás hafi tekið að ritstjórn sér á miðlinum því eftir birtingu greinargerðarinnar líkir einn greinarhöfundur á vefmiðli VB þeim sem harðast börðust fyrir birtingu hennar við "vingla og vindbelgi" . Skemmtileg kveðja til samstarfsmanna (?) en nauðsyn brýtur lög þegar Valhöll hóstar. Viðbrögð sitjandi ríkisendurskoðanda við greinargerðinni eru með miklum ólíkindum og reyndar óendanlega dapurleg. Það er verulega sorglegt þegar embættismaður stígur fram og opinberar þekkingarleysi sitt á stöðu sinni og embættis síns og á stjórnsýslunni í heild líkt og ríkisendurskoðandi gerði í viðtali á Sprengisandi á dögunum. Annar möguleiki en engu betri er auðvitað sá að ríkisendurskoðandi tali gegn betri vitund. Á Sprengisandi,sem merkilegt nokk fyrir útvarpsþátt, var settur upp þannig að tveir einstaklingar töluðu þann þriðja niður fjarstaddan. Þar lét ríkisendurskoðandi móðan mása um hliðsettan embættismann nefnilega settan ríkisendurskoðanda ,,ad hoc" SÞ. Núverandi ríkisendurskoðandi virðist enga grein gera sér fyrir stöðu SÞ sem setts ríkisendurskoðanda. Hann fellur í þá gryfju, sem fleiri hafa gert, að líta á SÞ sem n.k. verktaka eða húskarl sem er fjarri öllu lagi. Þess vegna var það ekki verkefni kjörins ríkisendurskoðanda að ákvarða starfslok SÞ heldur þess sem setti hann, nefnilega forseta Alþingis. Það ber einnig vitni um sérstaka fávísi þegar ríkisendurskoðandi segir að SÞ og verk hans hafi verið flautuð af árið 2018. Það er Alþingi sem ákveður verklok allra verkefna ríkisendurskoðunar með afgreiðslu oftast stjórnskipulags – og eftirlitsnefndar. Það er sérstakt tilhlökkunarefni að núverandi ríkisendurskoðandi fái tækifæri til að viðra vankunnáttu sína fyrir þeirri nefnd um verk SÞ. Síðan bítur ríkisendurskoðandi höfuðið af skömminni með því að saka SÞ um dylgjur og segja hann hafa farið út fyrir verksvið sitt. Hann kallar einnig greinargerð SÞ setts ríkisendurskoðanda marklaust plagg. Afsakið en samkvæmt þessu veit maðurinn ekkert í sinn haus um bókhald, um verksvið ríkisendurskoðanda og um endurskoðun. Við munum lifa löng sex ár með fákunnandi ríkisendurskoðanda í embætti. Alþingi í hvers umboði ríkisendurskoðandi situr hlýtur að íhuga þá stöðu sem núrverandi ríkisendurskoðandi hefur sett embættið og stofnunina í. Lengi framanaf höfðu þingmenn Samfylkingarinnar takmarkaðan áhuga á málefnum Lindarhvols og fulltrúa þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiddist mjög þegar málefni félagsins voru til meðferðar í nefndinni. Þegar kastljós fjölmiðla skein nokkuð skært á málið fyrr á árinu þustu þingmenn Sf fram og reyndu að gera sig gildandi. Nú þegar kastljósið er nokkru daufara fer ekkert fyrir þessum þingmönnum í umræðunni. Það er áhyggjuefni þegar forysta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í höndum Samfylkingar. Vonandi stendur hún sína pligt því nú reynir á fyrir alvöru. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi Lindarhvols Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að birting Sigurðar Þórðarsonar (SÞ) fyrrum setts ríkisendurskoðanda á greinargerð hans um Lindarhvol fyrir nokkru hafi sett Lindarhvolsmálið í nýtt ljós. Viðbrögð við birtingu Sigurðar á skjalinu hafa verið margvísleg, sum fyrirsjáanleg en önnur hafa komið nokkuð á óvart. Fjármálaráðherra gaf út að í greinargerðinni væri ekkert nýtt en sagðist um leið ekki hafa lesið hana, þó hún hafi verið í hans vörslu í fimm ár. Alls kyns sótraftar hafa verið dregnir á sjó eða olnbogað sér sjálfir í umræðuna til að breiða út línu Valhallar í málinu. Það var svo sem fyrirsjáanlegtÖll þau viðbrögð eru meira og minna skipulögð aðför að settum ríkisendurskoðanda SÞ. Hvergi er minnst á það sem fram kemur í greinargerðinni heldur farið fram með þvaður um að birting greinargerðarinnar standist ekki lög (sem er marghrakið í lögfræðiálitum) og reynt að sá efasemdum um umboð SÞ í starfi. Það sem helst kemur fram í greinargerð SÞ varðar hvernig salan á Klakkaeigninni stóðst enga skoðun en það kom einnig fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu. Einnig er fundið að því að fjármunir voru mótteknir án þess að grein hafi verið fyrir því gerð. Gleymum ekki að við erum að tala um meðferð á fjármunum í ríkissjóði, við erum að tala um almannaeignir, við erum að tala um ríkisbókhald. Í greinargerð SÞ kemur einnig fram að Lindarhvoll gerði ekkert eigið mat á þeim eignum sem til sölu voru heldur var stuðst við saldólista úr Seðlabankanum sem gaf litlar upplýsingar. Í einhverjum tilvikum var mat þó lækkað til þess að fá betri niðurstöðu við sölu og bendir SÞ á það í greinargerðinni. S Þ fer einnig yfir hvernig reynt var á starfstíma hans að tefja og takmarka upplýsingagjöf til hans bæði frá Lindarhvoli en einnig frá Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu (!?). Þöggunin sem einkennt hefur málefni Lindarhvols hófst því strax og hefur staðið fram á þennan dag. Í greinargerðinni vekur SÞ athygli á hvernig einn einstaklingur var alltumlykjandi í starfsemi Lindarhvols. Sá var s.k. lögfræðilegur ráðgjafi en annaðist í reynd öll störf félagsins. Hann mætti til fyrsta stjórnarfundar félagsins með starfslýsingu sína í farteskinu og yfirtók um leið alla stjórn á félaginu. Hlutverk ,,lögfræðilega ráðgjafans” kom berlega fram í málflutningi í Héraðsdómi þar sem hann var í senn vitni og verjandi. Settur ríkisendurskoðandi ,,ad hoc" hefur sent mál Lindarhvols til ríkissaksóknara sem áframsendi það héraðssaksóknara. Lengi vel stóð Viðskiptablaðið í baráttu fyrir að greinargerðin yrði birt. Nú er engu líkara en að Ragnar Reykás hafi tekið að ritstjórn sér á miðlinum því eftir birtingu greinargerðarinnar líkir einn greinarhöfundur á vefmiðli VB þeim sem harðast börðust fyrir birtingu hennar við "vingla og vindbelgi" . Skemmtileg kveðja til samstarfsmanna (?) en nauðsyn brýtur lög þegar Valhöll hóstar. Viðbrögð sitjandi ríkisendurskoðanda við greinargerðinni eru með miklum ólíkindum og reyndar óendanlega dapurleg. Það er verulega sorglegt þegar embættismaður stígur fram og opinberar þekkingarleysi sitt á stöðu sinni og embættis síns og á stjórnsýslunni í heild líkt og ríkisendurskoðandi gerði í viðtali á Sprengisandi á dögunum. Annar möguleiki en engu betri er auðvitað sá að ríkisendurskoðandi tali gegn betri vitund. Á Sprengisandi,sem merkilegt nokk fyrir útvarpsþátt, var settur upp þannig að tveir einstaklingar töluðu þann þriðja niður fjarstaddan. Þar lét ríkisendurskoðandi móðan mása um hliðsettan embættismann nefnilega settan ríkisendurskoðanda ,,ad hoc" SÞ. Núverandi ríkisendurskoðandi virðist enga grein gera sér fyrir stöðu SÞ sem setts ríkisendurskoðanda. Hann fellur í þá gryfju, sem fleiri hafa gert, að líta á SÞ sem n.k. verktaka eða húskarl sem er fjarri öllu lagi. Þess vegna var það ekki verkefni kjörins ríkisendurskoðanda að ákvarða starfslok SÞ heldur þess sem setti hann, nefnilega forseta Alþingis. Það ber einnig vitni um sérstaka fávísi þegar ríkisendurskoðandi segir að SÞ og verk hans hafi verið flautuð af árið 2018. Það er Alþingi sem ákveður verklok allra verkefna ríkisendurskoðunar með afgreiðslu oftast stjórnskipulags – og eftirlitsnefndar. Það er sérstakt tilhlökkunarefni að núverandi ríkisendurskoðandi fái tækifæri til að viðra vankunnáttu sína fyrir þeirri nefnd um verk SÞ. Síðan bítur ríkisendurskoðandi höfuðið af skömminni með því að saka SÞ um dylgjur og segja hann hafa farið út fyrir verksvið sitt. Hann kallar einnig greinargerð SÞ setts ríkisendurskoðanda marklaust plagg. Afsakið en samkvæmt þessu veit maðurinn ekkert í sinn haus um bókhald, um verksvið ríkisendurskoðanda og um endurskoðun. Við munum lifa löng sex ár með fákunnandi ríkisendurskoðanda í embætti. Alþingi í hvers umboði ríkisendurskoðandi situr hlýtur að íhuga þá stöðu sem núrverandi ríkisendurskoðandi hefur sett embættið og stofnunina í. Lengi framanaf höfðu þingmenn Samfylkingarinnar takmarkaðan áhuga á málefnum Lindarhvols og fulltrúa þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiddist mjög þegar málefni félagsins voru til meðferðar í nefndinni. Þegar kastljós fjölmiðla skein nokkuð skært á málið fyrr á árinu þustu þingmenn Sf fram og reyndu að gera sig gildandi. Nú þegar kastljósið er nokkru daufara fer ekkert fyrir þessum þingmönnum í umræðunni. Það er áhyggjuefni þegar forysta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í höndum Samfylkingar. Vonandi stendur hún sína pligt því nú reynir á fyrir alvöru. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun