Óreiða í ríkisstjórn Árný Björg Blandon skrifar 16. ágúst 2023 08:31 Það er ekki erfitt að finna fyrir óöryggi í þessu yndislega landi okkar þegar fjölmiðlar bera okkur fréttir af stöðu margra mála, afstöðu og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.Það setur ósjálfrátt að manni hroll og spurning hljómar í kollinum „Er þetta virkilega svona í þjóðfélaginu okkar undir stjórn fólks sem er fólk eins og við?“. Meira menntuð en margir kannski en virðast ófær um að halda þjóðarskútunni gangandi svo vel sé og að fólkið sem þau eiga að sjá um geti lifað mannsæmandi lífi.Þau eru dugleg að slá ryki í augu sjálf sín og segja allt vera í svo góðum málum og að landsmenn hafi það bara gott! Þau þurfa að þrífa betur á sér augun og eyrun.Fólkið sem situr að kötlunum í ríkisstjórninni hefur áreiðanlega ekki hugmynd um hvernig það er fyrir marga að vera hinum megin við borðið.Þau eru á góðum launum og þurfa væntanlega ekki að hafa áhyggjur af sinni afkomu. Þau eru ekki flóttafólk í angist, hafa nóg að borða, geta borgað skuldir sínar og átt afgang.Þeim skortir varla neitt og kunna því ekki, né vilja prófa skóna sem margir þurfa að ganga í. Götóttir, gamlir, of stórir, þröngir eða of litlir, ófóðraðir. Þau geta ekki ímyndað sér hvernig það er að vera í svona skóm né myndu vilja prófa það. Svona skór eru ljótir og kaldir.Það væri samt hollt fyrir þau að prófa svo þau gætu sett sig í spor annarra.Þessi ríkisstjórn mun án efa hrynja, það er ekkert annað í stöðunni því þau valda ekki þeirri ábyrgð sem þeim ber gagnvart fólkinu í landinu.Ég trúi því ekki að fólk muni kjósa þessa óreiðu yfir sig enn á ný.Þótt loforð komi áreiðanlega sem fyrr fyrir kosningar eða fyrir stjórnarslit, þá held ég að landsmenn muni átta sig á að það er bara „úlfur, úlfur, einn ganginn enn. Traustið er hrunið og því er ekki óeðelilegt að ríkisstjórnin hrynji með.Við sjáum hvar við erum stödd með loforðin sem voru gefin síðast og þar áður og enn eru óuppfyllt.Við munum eftir eldri borgurum og öryrkjum; við munum eftir húsnæðislausum. Við munum eftir fólkinu sem berst við að láta enda ná saman við hver mánaðamót. Við munum eftir bágri aðstöðu hjúkrunarfólks í landinu. Við munum eftir loforðum um fjárhagslegan stöðugleika og þar að auki munum við eftir innflytjendum og flóttafólki hér á landi sem á hvergi heima.Já, skömm er að óreiðu ríkisstjórnarinnar. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það er ekki erfitt að finna fyrir óöryggi í þessu yndislega landi okkar þegar fjölmiðlar bera okkur fréttir af stöðu margra mála, afstöðu og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.Það setur ósjálfrátt að manni hroll og spurning hljómar í kollinum „Er þetta virkilega svona í þjóðfélaginu okkar undir stjórn fólks sem er fólk eins og við?“. Meira menntuð en margir kannski en virðast ófær um að halda þjóðarskútunni gangandi svo vel sé og að fólkið sem þau eiga að sjá um geti lifað mannsæmandi lífi.Þau eru dugleg að slá ryki í augu sjálf sín og segja allt vera í svo góðum málum og að landsmenn hafi það bara gott! Þau þurfa að þrífa betur á sér augun og eyrun.Fólkið sem situr að kötlunum í ríkisstjórninni hefur áreiðanlega ekki hugmynd um hvernig það er fyrir marga að vera hinum megin við borðið.Þau eru á góðum launum og þurfa væntanlega ekki að hafa áhyggjur af sinni afkomu. Þau eru ekki flóttafólk í angist, hafa nóg að borða, geta borgað skuldir sínar og átt afgang.Þeim skortir varla neitt og kunna því ekki, né vilja prófa skóna sem margir þurfa að ganga í. Götóttir, gamlir, of stórir, þröngir eða of litlir, ófóðraðir. Þau geta ekki ímyndað sér hvernig það er að vera í svona skóm né myndu vilja prófa það. Svona skór eru ljótir og kaldir.Það væri samt hollt fyrir þau að prófa svo þau gætu sett sig í spor annarra.Þessi ríkisstjórn mun án efa hrynja, það er ekkert annað í stöðunni því þau valda ekki þeirri ábyrgð sem þeim ber gagnvart fólkinu í landinu.Ég trúi því ekki að fólk muni kjósa þessa óreiðu yfir sig enn á ný.Þótt loforð komi áreiðanlega sem fyrr fyrir kosningar eða fyrir stjórnarslit, þá held ég að landsmenn muni átta sig á að það er bara „úlfur, úlfur, einn ganginn enn. Traustið er hrunið og því er ekki óeðelilegt að ríkisstjórnin hrynji með.Við sjáum hvar við erum stödd með loforðin sem voru gefin síðast og þar áður og enn eru óuppfyllt.Við munum eftir eldri borgurum og öryrkjum; við munum eftir húsnæðislausum. Við munum eftir fólkinu sem berst við að láta enda ná saman við hver mánaðamót. Við munum eftir bágri aðstöðu hjúkrunarfólks í landinu. Við munum eftir loforðum um fjárhagslegan stöðugleika og þar að auki munum við eftir innflytjendum og flóttafólki hér á landi sem á hvergi heima.Já, skömm er að óreiðu ríkisstjórnarinnar. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar