EncroChat Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 14. ágúst 2023 08:01 Eftir því sem næst verður komist lagði franska lögreglan í samstarfi við hollensku lögregluna til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat árið 2019 með því brjótast inn í fjarskiptakerfi fyrirtækisins og koma fyrir hugbúnaði sem gerði frönsku lögreglunni kleift að hlaða niður skilaboðum og myndum um 60 þúsunda viðskiptavina EncroChat. Í lok apríl 2020 var franska lögreglan búin að hlaða niður milljónum skilaboða og hundruðum þúsunda mynda frá viðskiptavinum EncroChat óháð því hvort viðkomandi var grunaður um refsiverða háttsemi eða ekki. Aðgerðin fór fram með heimild frá frönskum dómstólum. Enginn slík lagaheimild er í íslenskum lögum. Íslenskir dómstólar hefðu því hafnað kröfunni. Fyrir liggur að framlagning og notkun svokallaðra EncroChat gagna, sem franska lögreglan aflaði og deildi með Europol og síðan öðrum ríkjum, hefur vakið upp áleitnar spurningar um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Hafa dómstólar í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Svíþjóð og víðar haft uppi efasemdir um lögmæti gagnanna, notkun þeirra og sönnunargildi í sakamálum. Hér má meðal annars benda á dóma Hæstaréttar Frakklands (Cour de Cassation) í máli nr. 21/85148, frá 11 október 2022 og máli nr 21/85763, frá 25. október 2022 og dóms Hæstaréttar Ítalíu (Corte di Cassazione), í máli nr. 32915/2022, frá 15. júlí 2022. Með ákvörðun 19. október 2022, óskaði héraðsdómstóll í Þýskalandi, Landgerith Berlin, eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum, um það hvort að notkun EncroChat gagnanna stæðist löggjöf Evrópusambandsins. Málið var síðast tekið fyrir, 4. júlí 2023, þar sem saksóknarar frá Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Ungverjalandi, Tékklandi og Svíþjóð gáfu skýrslu í 7 klukkutíma langri fyrirtöku hjá Evrópudómstólnum. Jafnframt hefur mannréttindadómstól Evrópu nú þegar ákveðið að taka tvö EncroChat mál gegn Frakklandi til meðferðar (sjá A.L. gegn Frakklandi nr. 44715/2020 og E.J. gegn Frakklandi nr. 47930/2021). Þessi mikilvægu úrlausnarefni, um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð í sakamálum, sem eru til meðferðar hjá æðstu dómstólum í Evrópu, Evrópudómstólnum og mannréttindadómstól Evrópu, hafa ekki valdið íslenskum dómstólum vöku til þessa Í máli Landsréttar nr. 745/2022, var tekist á um lögmæti EncroChat gagnanna, en þar byggðu varnir ákærðu meðal annars á því: 1) Að gögnin væru á Excel formati og algjörlega óvarin. 2) Því gæti hver sem er sem hefði aðgang að gögnunum breytt þeim að vild og því væri áreiðanleiki gagnanna enginn. 3) Að ekkert hefði verið upplýst með hvaða hætti franska lögreglan aflaði gagnanna, s.s. hvaða tölvubúnaður var notaður, hvaða aðferðum var beitt, hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt m.a. óslitin sönnunarkeðja. 4) Að takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um hvernig gögnin fóru frá frönsku lögreglunni til Europol og þaðan áfram til annarra landa og hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt í hverju landi fyrir sig. 6) Að ekkert lægi fyrir um það hversu margir hefðu haft aðgang að gögnunum. Þessum mikilvægu spurningum, um grundvallarmannréttindi s.s. réttaröryggi, gagnaöryggi, vörslur og áreiðanleika gagna í sakamálum, sem æðstu dómstólar í Evrópu, Evrópudómstólinn og mannréttindadómstóll Evrópu, hafa fjallað um af fullri alvöru og með gagnrýnum og rökstuddum hætti, ákváðu íslenskir dómstólar að láta að mestu leyti ósvarað sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 745/2022. Í dómi héraðsdóms kom fram án þess að það hafi verið rökstutt frekar: ,,Ekkert í málinu bendir til annars en að fyllilega sé hægt að treysta þessum gögnum.” Og í dómi Landsréttar sagði: ,,Að virtum aðdraganda þess að gögnin bárust lögreglu og upplýsingum um vistun þeirra er ekkert fram komið sem gefur tilefni til þess að að ætla að gögnin séu óáreiðanleg þannig að ekki verði á þeim byggt um úrlausn um sakargiftir samkvæmt ákæru. Breytir þar engu þótt verjandi ákærða hafi fengið afrit af gögnunum á Excel-formi og breytt þeim að vild.” Að mínu mati geta gögn, sem ekki liggur fyrir hvernig var aflað, hvernig þau voru vörsluð, hvernig þeim var miðlað og hvernig öryggi þeirra og áreiðanleiki var tryggður og hægt var að breyta að vild, ekki verið lögmætur grundvöllur að útgáfu ákæru og sakfellingu í sakamáli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og var verjandi eins af ákærðu í máli Landsréttar nr. 745/2022 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir því sem næst verður komist lagði franska lögreglan í samstarfi við hollensku lögregluna til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat árið 2019 með því brjótast inn í fjarskiptakerfi fyrirtækisins og koma fyrir hugbúnaði sem gerði frönsku lögreglunni kleift að hlaða niður skilaboðum og myndum um 60 þúsunda viðskiptavina EncroChat. Í lok apríl 2020 var franska lögreglan búin að hlaða niður milljónum skilaboða og hundruðum þúsunda mynda frá viðskiptavinum EncroChat óháð því hvort viðkomandi var grunaður um refsiverða háttsemi eða ekki. Aðgerðin fór fram með heimild frá frönskum dómstólum. Enginn slík lagaheimild er í íslenskum lögum. Íslenskir dómstólar hefðu því hafnað kröfunni. Fyrir liggur að framlagning og notkun svokallaðra EncroChat gagna, sem franska lögreglan aflaði og deildi með Europol og síðan öðrum ríkjum, hefur vakið upp áleitnar spurningar um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Hafa dómstólar í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Svíþjóð og víðar haft uppi efasemdir um lögmæti gagnanna, notkun þeirra og sönnunargildi í sakamálum. Hér má meðal annars benda á dóma Hæstaréttar Frakklands (Cour de Cassation) í máli nr. 21/85148, frá 11 október 2022 og máli nr 21/85763, frá 25. október 2022 og dóms Hæstaréttar Ítalíu (Corte di Cassazione), í máli nr. 32915/2022, frá 15. júlí 2022. Með ákvörðun 19. október 2022, óskaði héraðsdómstóll í Þýskalandi, Landgerith Berlin, eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum, um það hvort að notkun EncroChat gagnanna stæðist löggjöf Evrópusambandsins. Málið var síðast tekið fyrir, 4. júlí 2023, þar sem saksóknarar frá Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Ungverjalandi, Tékklandi og Svíþjóð gáfu skýrslu í 7 klukkutíma langri fyrirtöku hjá Evrópudómstólnum. Jafnframt hefur mannréttindadómstól Evrópu nú þegar ákveðið að taka tvö EncroChat mál gegn Frakklandi til meðferðar (sjá A.L. gegn Frakklandi nr. 44715/2020 og E.J. gegn Frakklandi nr. 47930/2021). Þessi mikilvægu úrlausnarefni, um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð í sakamálum, sem eru til meðferðar hjá æðstu dómstólum í Evrópu, Evrópudómstólnum og mannréttindadómstól Evrópu, hafa ekki valdið íslenskum dómstólum vöku til þessa Í máli Landsréttar nr. 745/2022, var tekist á um lögmæti EncroChat gagnanna, en þar byggðu varnir ákærðu meðal annars á því: 1) Að gögnin væru á Excel formati og algjörlega óvarin. 2) Því gæti hver sem er sem hefði aðgang að gögnunum breytt þeim að vild og því væri áreiðanleiki gagnanna enginn. 3) Að ekkert hefði verið upplýst með hvaða hætti franska lögreglan aflaði gagnanna, s.s. hvaða tölvubúnaður var notaður, hvaða aðferðum var beitt, hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt m.a. óslitin sönnunarkeðja. 4) Að takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um hvernig gögnin fóru frá frönsku lögreglunni til Europol og þaðan áfram til annarra landa og hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt í hverju landi fyrir sig. 6) Að ekkert lægi fyrir um það hversu margir hefðu haft aðgang að gögnunum. Þessum mikilvægu spurningum, um grundvallarmannréttindi s.s. réttaröryggi, gagnaöryggi, vörslur og áreiðanleika gagna í sakamálum, sem æðstu dómstólar í Evrópu, Evrópudómstólinn og mannréttindadómstóll Evrópu, hafa fjallað um af fullri alvöru og með gagnrýnum og rökstuddum hætti, ákváðu íslenskir dómstólar að láta að mestu leyti ósvarað sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 745/2022. Í dómi héraðsdóms kom fram án þess að það hafi verið rökstutt frekar: ,,Ekkert í málinu bendir til annars en að fyllilega sé hægt að treysta þessum gögnum.” Og í dómi Landsréttar sagði: ,,Að virtum aðdraganda þess að gögnin bárust lögreglu og upplýsingum um vistun þeirra er ekkert fram komið sem gefur tilefni til þess að að ætla að gögnin séu óáreiðanleg þannig að ekki verði á þeim byggt um úrlausn um sakargiftir samkvæmt ákæru. Breytir þar engu þótt verjandi ákærða hafi fengið afrit af gögnunum á Excel-formi og breytt þeim að vild.” Að mínu mati geta gögn, sem ekki liggur fyrir hvernig var aflað, hvernig þau voru vörsluð, hvernig þeim var miðlað og hvernig öryggi þeirra og áreiðanleiki var tryggður og hægt var að breyta að vild, ekki verið lögmætur grundvöllur að útgáfu ákæru og sakfellingu í sakamáli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og var verjandi eins af ákærðu í máli Landsréttar nr. 745/2022
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar