Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Lovísa Arnardóttir skrifar 10. ágúst 2023 21:01 Mary og Esther eru báðar þolendur mansals. Vísir/Einar Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Esther og Mary eru báðar frá Nígeríu en komu til Íslands frá Ítalíu þar sem þær segjast hafa verið þolendur mansals í um fjögur ár. Þær hafa báðar fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi, og hefur, samkvæmt nýju útlendingalögunum, verið tilkynnt um lok á þjónustu en samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þá fá endanlega synjun, undanskilin eru samt börn og fjölskyldur þeirra. Á meðan fólk bíður þess að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála mega þau ekki vinna. Konurnar voru báðar í vikunni sviptar framfærslu, greiðslukortum þeirra lokað og verða að öllum líkindum heimilislausar á morgun þegar vísa á þeim úr núverandi úrræði. Þær vilja ekki fara aftur til heimalandsins eða til Ítalíu. „Ég er búin að vera á Íslandi í um þrjú ár og fékk endanlega synjun í mars á þessu ári. Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar síðan þá en svo á mánudag var mér tilkynnt að ég þyrfti að yfirgefa húsnæðið mitt og að ég þyrfti að koma hingað,“ segir Esther Omoregieo og að hún vilji vera hér áfram til að vinna. Esther segist ekkert hafa heyrt í fjölskyldu sinni um árabil. Vísir/Einar „Ég hef verið hér í þrjú ár og fjóra mánuði og var synjað í fyrra. Íslensk stjórnvöld vilja að ég fari aftur heim en ég hef sagt þeim að það er ekki öruggt fyrir mig það,“ segir Mary Itohan Ehichioyah og að hún eigi von á því að vera vísað úr búsetuúrræði sínu í dag. Hún segist óttast það að búa á götunni. Esther segist ekki hafa áhuga á því að fara heim eða eiga stað í Nígeríu. Hún segist ekki hafa heyrt í fjölskyldu sinni í langan tíma og að hún viti ekki hvort þau séu á lífi. Hún segir ekkert fyrir sig í Nígeríu og hvað þá á Ítalíu, þar sem hún var segist hafa verið þvinguð í vændi eftir að hún kom þangað frá Nígeríu. „Manneskjan sem flutti mig til Ítalíu sagði mér ekki að ég ætti að fara í vændi þannig ég fór þaðan og fór til Íslands í leit að betra lífi,“ segir Esther. Mary segir svipaða sögu og lýsir því að sá sem flutti hana frá Nígeríu til Ítalíu hafi selt hana í vændi en svo hafi henni tekist að flýja. „Mér tókst að flýja til Íslands í leit að friði og vernd.“ Báðar vilja þær fá að vera áfram á Íslandi, til að vinna og búa. „Við vitum ekki hvað gerist á morgun. Við erum hræddar en okkur var sagt að við þyrftum að fara á morgun. Þá verðum við á götunni. Við þekkjum engan hér og við erum hræddar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ítalía Nígería Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Esther og Mary eru báðar frá Nígeríu en komu til Íslands frá Ítalíu þar sem þær segjast hafa verið þolendur mansals í um fjögur ár. Þær hafa báðar fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi, og hefur, samkvæmt nýju útlendingalögunum, verið tilkynnt um lok á þjónustu en samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þá fá endanlega synjun, undanskilin eru samt börn og fjölskyldur þeirra. Á meðan fólk bíður þess að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála mega þau ekki vinna. Konurnar voru báðar í vikunni sviptar framfærslu, greiðslukortum þeirra lokað og verða að öllum líkindum heimilislausar á morgun þegar vísa á þeim úr núverandi úrræði. Þær vilja ekki fara aftur til heimalandsins eða til Ítalíu. „Ég er búin að vera á Íslandi í um þrjú ár og fékk endanlega synjun í mars á þessu ári. Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar síðan þá en svo á mánudag var mér tilkynnt að ég þyrfti að yfirgefa húsnæðið mitt og að ég þyrfti að koma hingað,“ segir Esther Omoregieo og að hún vilji vera hér áfram til að vinna. Esther segist ekkert hafa heyrt í fjölskyldu sinni um árabil. Vísir/Einar „Ég hef verið hér í þrjú ár og fjóra mánuði og var synjað í fyrra. Íslensk stjórnvöld vilja að ég fari aftur heim en ég hef sagt þeim að það er ekki öruggt fyrir mig það,“ segir Mary Itohan Ehichioyah og að hún eigi von á því að vera vísað úr búsetuúrræði sínu í dag. Hún segist óttast það að búa á götunni. Esther segist ekki hafa áhuga á því að fara heim eða eiga stað í Nígeríu. Hún segist ekki hafa heyrt í fjölskyldu sinni í langan tíma og að hún viti ekki hvort þau séu á lífi. Hún segir ekkert fyrir sig í Nígeríu og hvað þá á Ítalíu, þar sem hún var segist hafa verið þvinguð í vændi eftir að hún kom þangað frá Nígeríu. „Manneskjan sem flutti mig til Ítalíu sagði mér ekki að ég ætti að fara í vændi þannig ég fór þaðan og fór til Íslands í leit að betra lífi,“ segir Esther. Mary segir svipaða sögu og lýsir því að sá sem flutti hana frá Nígeríu til Ítalíu hafi selt hana í vændi en svo hafi henni tekist að flýja. „Mér tókst að flýja til Íslands í leit að friði og vernd.“ Báðar vilja þær fá að vera áfram á Íslandi, til að vinna og búa. „Við vitum ekki hvað gerist á morgun. Við erum hræddar en okkur var sagt að við þyrftum að fara á morgun. Þá verðum við á götunni. Við þekkjum engan hér og við erum hræddar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ítalía Nígería Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53
„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02
Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01