Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 11:40 Leitarheimildin um aðgang Trump barst Twitter nokkrum mánuðum eftir að Elon Musk keypti fyrirtækið og sagði upp stórum hluta starfsliðsins. Vísir/AP Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. Þegar embætti Jacks Smith, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti Twitter leitarheimildina fyrr á þessu ári settu lögmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins ekki upp á móti henni en mótmæltu tilskipun um að þeir mættu ekki upplýsa Trump um hana. Vildu þeir ekki afhenda gögnin fyrr en dómstóll hefði skorið úr um hvort þeir yrðu að hlýta tilskipuninni. Umdæmisdómari dæmdi sérstaka rannsakandanum í vil í 7. febrúar og taldi Twitter hafa óhlýðnast lögmætri tilskipun dómstóls með því að afhenda ekki gögnin strax. Twitter fékk skamman frest til þess að verða við leitarheimildinni, annars ætti fyrirtækið yfir höfði sér dagsektir. Þremur dögum síðar lét Twitter Smith gögnin í té. Dómarinn gerði fyrirtækinu að greiða 350.000 dollara í dagsektir fyrir dráttinn í mars, jafnvirði um 46 milljóna íslenskra króna. Áfrýjunardómstóll staðfesti þá niðurstöðu í júlí. Ekki er ljóst hvaða gögn embætti Smith fékk í hendur. Washington Post segir að af stefnu að dæma gæti það hafa verið drög að tístum, bein skilaboð og upplýsingar um hver hafði aðgang að Twitter-reikningi Trump. Í ákæru Smith á hendur Trump fyrir samsæri um að halda í völdin eftir að hann tapaði kosningunum er meðal annars rakið hvernig fráfarandi forsetinn notaði Twitter til þess að dreifa lygum um kosningar, beita embættismenn og kjörna fulltrúa þrýstingi og hvetja stuðningsmenn sína til þess að fjölmenna til Washington-borgar daginn sem múgur þeirra réðst á þinghúsið í janúar 2021. Trump neitar sök í málinu. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn, fékk leitarheimildina í tengslum við rannsókn á tilraunum Trump til að halda í völdin vegna gruns um að skoðun á Twitter-aðganginum gæti leitt í ljós vísbendingar um glæpi.AP/J. Scott Applewhite Talinn geta reynt að hindra rannsóknina fengi hann að vita af leitinni Upplýsingarnar um leitarheimildina og sektina sem Twitter var dæmt til að greiða koma fram í dómskjölum sem leynd var létt af í gær. Þar kemur einnig fram að umdæmisdómari hafi talið ástæðu til að ætla að Trump gæti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða komast undan saksókn ef hann yrði látinn vita af leitarheimildinni fyrir Twitter-gögnin. Twitter setti Trump í bann eftir árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 en Elon Musk hleypti honum aftur á miðilinn eftir að hann keypti hann í fyrra. Trump hefur þó ekki látið sjá sig þar aftur. Trump sakaði dómsmálaráðuneytið um að „ráðast á“ Twitter-aðgang sinn á laun í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær. Fullyrti hann að rannsóknin á valdaránstilraun hans væri tilraun til þess að reyna að leggja stein í götu forsetaframboðs hans á næsta ári. Auk kosningamálsins ákærði Smith fyrrverandi forsetann fyrir misferli með hundruð leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að skila þrátt fyrir umleitanir alríkisstofnana. Twitter Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3. ágúst 2023 21:04 Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Þegar embætti Jacks Smith, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti Twitter leitarheimildina fyrr á þessu ári settu lögmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins ekki upp á móti henni en mótmæltu tilskipun um að þeir mættu ekki upplýsa Trump um hana. Vildu þeir ekki afhenda gögnin fyrr en dómstóll hefði skorið úr um hvort þeir yrðu að hlýta tilskipuninni. Umdæmisdómari dæmdi sérstaka rannsakandanum í vil í 7. febrúar og taldi Twitter hafa óhlýðnast lögmætri tilskipun dómstóls með því að afhenda ekki gögnin strax. Twitter fékk skamman frest til þess að verða við leitarheimildinni, annars ætti fyrirtækið yfir höfði sér dagsektir. Þremur dögum síðar lét Twitter Smith gögnin í té. Dómarinn gerði fyrirtækinu að greiða 350.000 dollara í dagsektir fyrir dráttinn í mars, jafnvirði um 46 milljóna íslenskra króna. Áfrýjunardómstóll staðfesti þá niðurstöðu í júlí. Ekki er ljóst hvaða gögn embætti Smith fékk í hendur. Washington Post segir að af stefnu að dæma gæti það hafa verið drög að tístum, bein skilaboð og upplýsingar um hver hafði aðgang að Twitter-reikningi Trump. Í ákæru Smith á hendur Trump fyrir samsæri um að halda í völdin eftir að hann tapaði kosningunum er meðal annars rakið hvernig fráfarandi forsetinn notaði Twitter til þess að dreifa lygum um kosningar, beita embættismenn og kjörna fulltrúa þrýstingi og hvetja stuðningsmenn sína til þess að fjölmenna til Washington-borgar daginn sem múgur þeirra réðst á þinghúsið í janúar 2021. Trump neitar sök í málinu. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn, fékk leitarheimildina í tengslum við rannsókn á tilraunum Trump til að halda í völdin vegna gruns um að skoðun á Twitter-aðganginum gæti leitt í ljós vísbendingar um glæpi.AP/J. Scott Applewhite Talinn geta reynt að hindra rannsóknina fengi hann að vita af leitinni Upplýsingarnar um leitarheimildina og sektina sem Twitter var dæmt til að greiða koma fram í dómskjölum sem leynd var létt af í gær. Þar kemur einnig fram að umdæmisdómari hafi talið ástæðu til að ætla að Trump gæti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða komast undan saksókn ef hann yrði látinn vita af leitarheimildinni fyrir Twitter-gögnin. Twitter setti Trump í bann eftir árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 en Elon Musk hleypti honum aftur á miðilinn eftir að hann keypti hann í fyrra. Trump hefur þó ekki látið sjá sig þar aftur. Trump sakaði dómsmálaráðuneytið um að „ráðast á“ Twitter-aðgang sinn á laun í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær. Fullyrti hann að rannsóknin á valdaránstilraun hans væri tilraun til þess að reyna að leggja stein í götu forsetaframboðs hans á næsta ári. Auk kosningamálsins ákærði Smith fyrrverandi forsetann fyrir misferli með hundruð leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að skila þrátt fyrir umleitanir alríkisstofnana.
Twitter Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3. ágúst 2023 21:04 Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01
Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3. ágúst 2023 21:04
Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27