Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 12:00 Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu. Stjórnvöld gerðu flóttafólki frá Úkraínu auðvelt að fá alþjóðlega vernd hér á landi og þegar átökin hófust sýndu margir Íslendingar flóttafólki frá Úkraínu stuðning í orði og verki. Fólksflutningar hafa alltaf fylgt mannkyninu og þeir taka aldrei enda. Fólksflutningar vegna neyðar hafa aukist gífurlega og í dag eru yfir 108 milljónir einstaklinga á flótta um allan heim. 70% þeirra sem eru á flótta búa í nágrannaríkjunum heimalanda sinna, en lítill hluti af stóra menginu kemur hingað til Íslands og til Evrópu almennt. Fjölmenning fer hvergi Flóttafólk, eins og annað fólk í nútíma samfélögum, er allskonar. Það hefur mismunandi bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, gildi og venjur – alveg eins og annað fólk í íslensku samfélagi. Umræðan um flóttafólk er þó oft heldur einsleit og neikvæð. Auðvitað er mjög mikilvægt að ræða málin, en oft og tíðum er ekki verið að ræða staðreyndir, heldur mýtur og sögusagnir. Fordómar geta valdið því að fólk sem verður fyrir þeim einangrast og þegar fólk upplifir sig ekki sem hluta af samfélaginu getur það skapað gremju og sú gremja getur stundum skapað samfélagsleg vandamál. Við þurfum að horfast í augu við að í flestum löndum heims er fjölmenning orðin staðreynd og að sama þróun hefur átt sér stað hérlendis. Íslenskt samfélag mun aldrei aftur verða eins einsleitt og það var áður fyrr, ekki frekar en flest önnur samfélög heimsins. Í ljósi þess er skynsamlegast að bjóða flóttafólk velkomið í íslenskt samfélag og vinna að því að það verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi, rödd þess heyrist og að það upplifi sig ekki á jaðrinum. Gagnkvæm aðlögun skilar góðu samfélagi Rauði krossinn á Íslandi sinnir ýmsum verkefnum þegar kemur að flóttafólki, en meginstefið er að aðstoða flóttafólk við gagnkvæma aðlögun og inngildingu í íslenskt samfélag. Gagnkvæm aðlögun er lykillinn að góðu samfélagi og við á Íslandi höfum tækifæri til sinna henni vel. Gagnkvæm aðlögun þýðir að Íslendingar kynna sín gildi og félagslegu venjur fyrir þeim sem eru nýir í samfélaginu ásamt því að upplýsa fólk um samfélagið og kerfið í heild sinni. Á sama tíma fær fólk sem er nýtt í landinu að tjá sig um sinn bakgrunn og gildi, svo fólk skilji hvort annað betur. Leiðsöguvina- og tungumálavinaverkefni Rauða krossins skapa kjörið tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun og Rauði krossinn er alltaf í leit að góðu fólk til að gerast sjálfboðaliðar fyrir verkefnin. Í verkefnunum eru Íslendingar tengdir við flóttafólk og svo hittast þau reglulega í sex mánuði. Sjálfboðaliðar fá einnig þjálfun í sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk og grunnþjálfun í starfi Rauða krossins. Við hvetjum öll til að taka þátt í að kynna íslenskt samfélag fyrir nýjum íbúum landsins og fá um leið að kynnast nýju fólki sem hefur upp á svo margt að bjóða. Fólk sem er flóttafólk er um leið bara fólk. Hægt er að kynna sér verkefnin og skrá sig sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is og núna 17. ágúst fer einmitt fram námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja veita flóttafólki stuðning, svo þetta er frábær tími til að slást í lið með okkur. -- Án stuðnings Mannvina gæti Rauði krossinn á Íslandi ekki sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur. Höfundur er teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá höfuðborgardeild Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Fjölmenning Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu. Stjórnvöld gerðu flóttafólki frá Úkraínu auðvelt að fá alþjóðlega vernd hér á landi og þegar átökin hófust sýndu margir Íslendingar flóttafólki frá Úkraínu stuðning í orði og verki. Fólksflutningar hafa alltaf fylgt mannkyninu og þeir taka aldrei enda. Fólksflutningar vegna neyðar hafa aukist gífurlega og í dag eru yfir 108 milljónir einstaklinga á flótta um allan heim. 70% þeirra sem eru á flótta búa í nágrannaríkjunum heimalanda sinna, en lítill hluti af stóra menginu kemur hingað til Íslands og til Evrópu almennt. Fjölmenning fer hvergi Flóttafólk, eins og annað fólk í nútíma samfélögum, er allskonar. Það hefur mismunandi bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, gildi og venjur – alveg eins og annað fólk í íslensku samfélagi. Umræðan um flóttafólk er þó oft heldur einsleit og neikvæð. Auðvitað er mjög mikilvægt að ræða málin, en oft og tíðum er ekki verið að ræða staðreyndir, heldur mýtur og sögusagnir. Fordómar geta valdið því að fólk sem verður fyrir þeim einangrast og þegar fólk upplifir sig ekki sem hluta af samfélaginu getur það skapað gremju og sú gremja getur stundum skapað samfélagsleg vandamál. Við þurfum að horfast í augu við að í flestum löndum heims er fjölmenning orðin staðreynd og að sama þróun hefur átt sér stað hérlendis. Íslenskt samfélag mun aldrei aftur verða eins einsleitt og það var áður fyrr, ekki frekar en flest önnur samfélög heimsins. Í ljósi þess er skynsamlegast að bjóða flóttafólk velkomið í íslenskt samfélag og vinna að því að það verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi, rödd þess heyrist og að það upplifi sig ekki á jaðrinum. Gagnkvæm aðlögun skilar góðu samfélagi Rauði krossinn á Íslandi sinnir ýmsum verkefnum þegar kemur að flóttafólki, en meginstefið er að aðstoða flóttafólk við gagnkvæma aðlögun og inngildingu í íslenskt samfélag. Gagnkvæm aðlögun er lykillinn að góðu samfélagi og við á Íslandi höfum tækifæri til sinna henni vel. Gagnkvæm aðlögun þýðir að Íslendingar kynna sín gildi og félagslegu venjur fyrir þeim sem eru nýir í samfélaginu ásamt því að upplýsa fólk um samfélagið og kerfið í heild sinni. Á sama tíma fær fólk sem er nýtt í landinu að tjá sig um sinn bakgrunn og gildi, svo fólk skilji hvort annað betur. Leiðsöguvina- og tungumálavinaverkefni Rauða krossins skapa kjörið tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun og Rauði krossinn er alltaf í leit að góðu fólk til að gerast sjálfboðaliðar fyrir verkefnin. Í verkefnunum eru Íslendingar tengdir við flóttafólk og svo hittast þau reglulega í sex mánuði. Sjálfboðaliðar fá einnig þjálfun í sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk og grunnþjálfun í starfi Rauða krossins. Við hvetjum öll til að taka þátt í að kynna íslenskt samfélag fyrir nýjum íbúum landsins og fá um leið að kynnast nýju fólki sem hefur upp á svo margt að bjóða. Fólk sem er flóttafólk er um leið bara fólk. Hægt er að kynna sér verkefnin og skrá sig sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is og núna 17. ágúst fer einmitt fram námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja veita flóttafólki stuðning, svo þetta er frábær tími til að slást í lið með okkur. -- Án stuðnings Mannvina gæti Rauði krossinn á Íslandi ekki sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur. Höfundur er teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá höfuðborgardeild Rauða krossins á Íslandi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun