Elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild kominn heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. ágúst 2023 17:00 Hilmar Thorarensen með Hönnu ST-49. Vísir/Einar Elsti bátur landsins með fiskveiðiheimild, sem er jafnframt sá minnsti, er kominn aftur til Reykjavíkur eftir að hafa verið á Ströndum í meira en sex áratugi. Eigandinn hefur rakið sögu bátsins til 1899, en telur að hann gæti verið enn eldri. Hanna ST-49 á langa sögu. Hún á 60 ára sögu í Reykjavík og hátt í 65 ára sögu norður á Ströndum. Nú er báturinn kominn aftur heim til Reykjavíkur. Báturinn var byggður í Noregi, en eigandi hans hefur rakið sögu hans á Íslandi aftur til ársins 1899, og telur hann sennilega hafa verið byggðan einu til tveimur árum fyrr. Sá sem þá hafi átt bátinn hafi verið Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum í Reykjavík. Í kringum 1950 hafi báturinn verið dreginn á land í Örfirisey. Nokkrum árum síðar hafi faðir Hilmars Thorarensen, eiganda bátsins, verið fenginn til að færa vélina úr bátnum og í annan, og fengið Hönnu að launum. Þá fór báturinn norður á Gjögur. „Pabbi gerði síðan bátinn upp, hækkaði hann um eitt borð og setti á hann hvalbak og húsið, og dró borðstokkana inn sem ekki var áður,“ segir Hilmar Frá Ströndum hafi reglulega verið róið til fiskjar, en Hanna er elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild. Hilmar hefur farið á strandveiðar frá Norðurfirði undanfarin ár, en hann erfði bátinn árið 1996. „Ég var á strandveiðum í sumar, reyndar svolítið stopult. Maður elskar sjálfan sig og fjölskyldu sína, og var þá ekkert að nýta alla dagana. En ég fékk 6,4 tonn. Ég hef verið að fá 10, 12 tonn á strandveiðunum þegar ég hef stundað þetta bærilega.“ „Það er nú eiginlega eingöngu þorskur þarna, sem maður fær. Maður fær í soðið af ýsu og stöku lok, en maður verður nú að sleppa þeim,“ segir Hilmar. Reynir að fá fisk í soðið Nú er báturinn hins vegar kominn til Reykjavíkur, og framhaldið er óráðið. „Svona gamlir menn geta nú ekki planað mikið, en ég hef hug á því að koma bátnum á flot hérna núna, og vita hvort ég fæ fisk í soðið.“ Ekki sé öruggt að báturinn haldist innan ættarinnar eftir daga Hilmars, en hann á tvo syni. „Þeir hafa nú verið með mér á sjónum en þeir eru bara í öðrum hlutverkum, og þeir hafa ekki sýnt neinn lit í því að ætla að taka við þessu. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Hilmar hlæjandi, og virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu öllu saman. Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Hanna ST-49 á langa sögu. Hún á 60 ára sögu í Reykjavík og hátt í 65 ára sögu norður á Ströndum. Nú er báturinn kominn aftur heim til Reykjavíkur. Báturinn var byggður í Noregi, en eigandi hans hefur rakið sögu hans á Íslandi aftur til ársins 1899, og telur hann sennilega hafa verið byggðan einu til tveimur árum fyrr. Sá sem þá hafi átt bátinn hafi verið Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum í Reykjavík. Í kringum 1950 hafi báturinn verið dreginn á land í Örfirisey. Nokkrum árum síðar hafi faðir Hilmars Thorarensen, eiganda bátsins, verið fenginn til að færa vélina úr bátnum og í annan, og fengið Hönnu að launum. Þá fór báturinn norður á Gjögur. „Pabbi gerði síðan bátinn upp, hækkaði hann um eitt borð og setti á hann hvalbak og húsið, og dró borðstokkana inn sem ekki var áður,“ segir Hilmar Frá Ströndum hafi reglulega verið róið til fiskjar, en Hanna er elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild. Hilmar hefur farið á strandveiðar frá Norðurfirði undanfarin ár, en hann erfði bátinn árið 1996. „Ég var á strandveiðum í sumar, reyndar svolítið stopult. Maður elskar sjálfan sig og fjölskyldu sína, og var þá ekkert að nýta alla dagana. En ég fékk 6,4 tonn. Ég hef verið að fá 10, 12 tonn á strandveiðunum þegar ég hef stundað þetta bærilega.“ „Það er nú eiginlega eingöngu þorskur þarna, sem maður fær. Maður fær í soðið af ýsu og stöku lok, en maður verður nú að sleppa þeim,“ segir Hilmar. Reynir að fá fisk í soðið Nú er báturinn hins vegar kominn til Reykjavíkur, og framhaldið er óráðið. „Svona gamlir menn geta nú ekki planað mikið, en ég hef hug á því að koma bátnum á flot hérna núna, og vita hvort ég fæ fisk í soðið.“ Ekki sé öruggt að báturinn haldist innan ættarinnar eftir daga Hilmars, en hann á tvo syni. „Þeir hafa nú verið með mér á sjónum en þeir eru bara í öðrum hlutverkum, og þeir hafa ekki sýnt neinn lit í því að ætla að taka við þessu. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Hilmar hlæjandi, og virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu öllu saman.
Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira