Fatlað fólk á ferðalögum sé meðhöndlað eins og farangur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2023 21:36 Inga Björk segir lausnir við vandamálum sem fatlað fólk glímir við á ferðalögum vera til. Flugfélögin þurfi bara að vera tilbúin að nota þær. Vísir/Einar Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir eru til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttirer nýkomin úr þrítugsafmælisferð til Portúgal með vinkonum sínum. Hún notast við hjólastól og segir alltaf jafn erfitt að ferðast á milli landa. Því þurfi hún að skipuleggja ferðalögin mun betur en flestir, til að tryggja að allt gangi sem best. Hún hafi keypt sérstakt burðarsegl sem hún hafi setið á þegar hún fór til og frá borði, en mynd sem hún birti af sér í seglinu hefur vakið mikla athygli. Þrátt fyrir undirbúninginn sé oftast eitthvað sem veldur vandkvæðum við ferðalagið. „Þeir tóku ekki gilda pappíra um að rafhlaðan í hjólastólnum mínum væri örugg. Þannig að ég var í tvo tíma að reyna að tékka mig inn og reyna að sannfæra þá um að þessi hjólastóll mætti ferðast. Það er fólk í samskonar hjólastólum úti um allan heim sem ferðast á hverjum degi,“ segir Inga. Oft sé farið með fatlað fólk eins og farangur þegar það fer um borð í flugvélar. „Maður er settur í lítinn hjólastól. Og starfsfólk flugvallarins þarf svo að lyfta manni frá þessum pínulitla gangahjólastól, sem lítur eiginlega út eins og eitthvað pyntingatæki frá fornöld, og svo er maður færður yfir í sæti.“ Hér má sjá umrætt segl. Inga segist hafa hlegið á myndinni, að fáránleika aðstæðnanna sem hún var í.Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Lausnirnar séu til Vegna aðgengismála veigri Inga sér við að ferðast, sem hún myndi vilja gera meira af. Hún þurfi reglulega að minna sig á að vandamálið liggi ekki hennar megin, heldur flugbransans, sem hafi ekki viljað notast við þær lausnir sem þó séu til. „Sem er bara það að maður geti bara verið í sínum eigin hjólastól um borð. Ég er með samskonar festingar í bílnum mínum, til að festa hjólastólinn minn, eins og flugvélasæti eru fest um borð. Þannig að það væri í raun og veru ekkert mál fyrir flugfélögin að taka bara úr sæti, og leyfa mér að vera í mínum hjólastól, binda hann niður,“ segir Inga. Inga á fund með Play og Isavia á næstunni, og vonast til að geta komið hreyfingu á þessi mál. “Það sem mér finnst eiginlega mikilvægast núna er að þetta sé ekki alltaf eins og maður sé að biðja starfsólk flugfélaganna um að flytja fjall, í hvert skipti sem maður ferðast.“ Lokamarkmiðið sé þó að fólk geti flogið í sínum eigin hjólastólum. Þá sé ekki eingöngu við flugfélögin að sakast. „Þau eru náttúrulega bara hluti af þessu kerfi. Og þetta kerfi mismunar fötluðu fólki, alveg sama hvort það er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða á ferðalögum.“ Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Neytendur Ferðalög Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttirer nýkomin úr þrítugsafmælisferð til Portúgal með vinkonum sínum. Hún notast við hjólastól og segir alltaf jafn erfitt að ferðast á milli landa. Því þurfi hún að skipuleggja ferðalögin mun betur en flestir, til að tryggja að allt gangi sem best. Hún hafi keypt sérstakt burðarsegl sem hún hafi setið á þegar hún fór til og frá borði, en mynd sem hún birti af sér í seglinu hefur vakið mikla athygli. Þrátt fyrir undirbúninginn sé oftast eitthvað sem veldur vandkvæðum við ferðalagið. „Þeir tóku ekki gilda pappíra um að rafhlaðan í hjólastólnum mínum væri örugg. Þannig að ég var í tvo tíma að reyna að tékka mig inn og reyna að sannfæra þá um að þessi hjólastóll mætti ferðast. Það er fólk í samskonar hjólastólum úti um allan heim sem ferðast á hverjum degi,“ segir Inga. Oft sé farið með fatlað fólk eins og farangur þegar það fer um borð í flugvélar. „Maður er settur í lítinn hjólastól. Og starfsfólk flugvallarins þarf svo að lyfta manni frá þessum pínulitla gangahjólastól, sem lítur eiginlega út eins og eitthvað pyntingatæki frá fornöld, og svo er maður færður yfir í sæti.“ Hér má sjá umrætt segl. Inga segist hafa hlegið á myndinni, að fáránleika aðstæðnanna sem hún var í.Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Lausnirnar séu til Vegna aðgengismála veigri Inga sér við að ferðast, sem hún myndi vilja gera meira af. Hún þurfi reglulega að minna sig á að vandamálið liggi ekki hennar megin, heldur flugbransans, sem hafi ekki viljað notast við þær lausnir sem þó séu til. „Sem er bara það að maður geti bara verið í sínum eigin hjólastól um borð. Ég er með samskonar festingar í bílnum mínum, til að festa hjólastólinn minn, eins og flugvélasæti eru fest um borð. Þannig að það væri í raun og veru ekkert mál fyrir flugfélögin að taka bara úr sæti, og leyfa mér að vera í mínum hjólastól, binda hann niður,“ segir Inga. Inga á fund með Play og Isavia á næstunni, og vonast til að geta komið hreyfingu á þessi mál. “Það sem mér finnst eiginlega mikilvægast núna er að þetta sé ekki alltaf eins og maður sé að biðja starfsólk flugfélaganna um að flytja fjall, í hvert skipti sem maður ferðast.“ Lokamarkmiðið sé þó að fólk geti flogið í sínum eigin hjólastólum. Þá sé ekki eingöngu við flugfélögin að sakast. „Þau eru náttúrulega bara hluti af þessu kerfi. Og þetta kerfi mismunar fötluðu fólki, alveg sama hvort það er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða á ferðalögum.“
Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Neytendur Ferðalög Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira