Fatlað fólk á ferðalögum sé meðhöndlað eins og farangur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2023 21:36 Inga Björk segir lausnir við vandamálum sem fatlað fólk glímir við á ferðalögum vera til. Flugfélögin þurfi bara að vera tilbúin að nota þær. Vísir/Einar Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir eru til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttirer nýkomin úr þrítugsafmælisferð til Portúgal með vinkonum sínum. Hún notast við hjólastól og segir alltaf jafn erfitt að ferðast á milli landa. Því þurfi hún að skipuleggja ferðalögin mun betur en flestir, til að tryggja að allt gangi sem best. Hún hafi keypt sérstakt burðarsegl sem hún hafi setið á þegar hún fór til og frá borði, en mynd sem hún birti af sér í seglinu hefur vakið mikla athygli. Þrátt fyrir undirbúninginn sé oftast eitthvað sem veldur vandkvæðum við ferðalagið. „Þeir tóku ekki gilda pappíra um að rafhlaðan í hjólastólnum mínum væri örugg. Þannig að ég var í tvo tíma að reyna að tékka mig inn og reyna að sannfæra þá um að þessi hjólastóll mætti ferðast. Það er fólk í samskonar hjólastólum úti um allan heim sem ferðast á hverjum degi,“ segir Inga. Oft sé farið með fatlað fólk eins og farangur þegar það fer um borð í flugvélar. „Maður er settur í lítinn hjólastól. Og starfsfólk flugvallarins þarf svo að lyfta manni frá þessum pínulitla gangahjólastól, sem lítur eiginlega út eins og eitthvað pyntingatæki frá fornöld, og svo er maður færður yfir í sæti.“ Hér má sjá umrætt segl. Inga segist hafa hlegið á myndinni, að fáránleika aðstæðnanna sem hún var í.Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Lausnirnar séu til Vegna aðgengismála veigri Inga sér við að ferðast, sem hún myndi vilja gera meira af. Hún þurfi reglulega að minna sig á að vandamálið liggi ekki hennar megin, heldur flugbransans, sem hafi ekki viljað notast við þær lausnir sem þó séu til. „Sem er bara það að maður geti bara verið í sínum eigin hjólastól um borð. Ég er með samskonar festingar í bílnum mínum, til að festa hjólastólinn minn, eins og flugvélasæti eru fest um borð. Þannig að það væri í raun og veru ekkert mál fyrir flugfélögin að taka bara úr sæti, og leyfa mér að vera í mínum hjólastól, binda hann niður,“ segir Inga. Inga á fund með Play og Isavia á næstunni, og vonast til að geta komið hreyfingu á þessi mál. “Það sem mér finnst eiginlega mikilvægast núna er að þetta sé ekki alltaf eins og maður sé að biðja starfsólk flugfélaganna um að flytja fjall, í hvert skipti sem maður ferðast.“ Lokamarkmiðið sé þó að fólk geti flogið í sínum eigin hjólastólum. Þá sé ekki eingöngu við flugfélögin að sakast. „Þau eru náttúrulega bara hluti af þessu kerfi. Og þetta kerfi mismunar fötluðu fólki, alveg sama hvort það er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða á ferðalögum.“ Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Neytendur Ferðalög Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttirer nýkomin úr þrítugsafmælisferð til Portúgal með vinkonum sínum. Hún notast við hjólastól og segir alltaf jafn erfitt að ferðast á milli landa. Því þurfi hún að skipuleggja ferðalögin mun betur en flestir, til að tryggja að allt gangi sem best. Hún hafi keypt sérstakt burðarsegl sem hún hafi setið á þegar hún fór til og frá borði, en mynd sem hún birti af sér í seglinu hefur vakið mikla athygli. Þrátt fyrir undirbúninginn sé oftast eitthvað sem veldur vandkvæðum við ferðalagið. „Þeir tóku ekki gilda pappíra um að rafhlaðan í hjólastólnum mínum væri örugg. Þannig að ég var í tvo tíma að reyna að tékka mig inn og reyna að sannfæra þá um að þessi hjólastóll mætti ferðast. Það er fólk í samskonar hjólastólum úti um allan heim sem ferðast á hverjum degi,“ segir Inga. Oft sé farið með fatlað fólk eins og farangur þegar það fer um borð í flugvélar. „Maður er settur í lítinn hjólastól. Og starfsfólk flugvallarins þarf svo að lyfta manni frá þessum pínulitla gangahjólastól, sem lítur eiginlega út eins og eitthvað pyntingatæki frá fornöld, og svo er maður færður yfir í sæti.“ Hér má sjá umrætt segl. Inga segist hafa hlegið á myndinni, að fáránleika aðstæðnanna sem hún var í.Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Lausnirnar séu til Vegna aðgengismála veigri Inga sér við að ferðast, sem hún myndi vilja gera meira af. Hún þurfi reglulega að minna sig á að vandamálið liggi ekki hennar megin, heldur flugbransans, sem hafi ekki viljað notast við þær lausnir sem þó séu til. „Sem er bara það að maður geti bara verið í sínum eigin hjólastól um borð. Ég er með samskonar festingar í bílnum mínum, til að festa hjólastólinn minn, eins og flugvélasæti eru fest um borð. Þannig að það væri í raun og veru ekkert mál fyrir flugfélögin að taka bara úr sæti, og leyfa mér að vera í mínum hjólastól, binda hann niður,“ segir Inga. Inga á fund með Play og Isavia á næstunni, og vonast til að geta komið hreyfingu á þessi mál. “Það sem mér finnst eiginlega mikilvægast núna er að þetta sé ekki alltaf eins og maður sé að biðja starfsólk flugfélaganna um að flytja fjall, í hvert skipti sem maður ferðast.“ Lokamarkmiðið sé þó að fólk geti flogið í sínum eigin hjólastólum. Þá sé ekki eingöngu við flugfélögin að sakast. „Þau eru náttúrulega bara hluti af þessu kerfi. Og þetta kerfi mismunar fötluðu fólki, alveg sama hvort það er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða á ferðalögum.“
Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Neytendur Ferðalög Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira