Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júlí 2023 15:01 Gordon Ramsay er Íslandsvinur mikill og óhræddur við að prófa nýja veitingastaði í Reykjavík. EPA/TOUSSAINT KLUITERS Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay var óvæntur gestur á veitingastaðnum OTO á Hverfisgötu í gærkvöldi. Eigandinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir. „Ég var að fara yfir bókanirnar fyrir kvöldið og sá þá nafnið, Gordon Ramsay. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað rugl. Svo fór ég að skoða þetta betur og þá fór nú eiginlega bara ekkert á milli mála að þetta væri bara í alvörunni hann,“ segir Sigurður Laufdal, kokkur, í samtali við Vísi. Veitingastaðinn opnaði hann fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og segir Sigurður að meirihluti gesta hafi hingað til verið Íslendingar. Því hafi það komið sér vel á óvart að sjónvarpskokkurinn hafi bókað borð. „Það hlýtur einhver að hafa bent honum á okkur eða eitthvað, hann hefur heyrt þetta einhvers staðar,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann segist hafa farið sjálfur með matinn til kokksins, sem er hér í för í laxveiðiferð ásamt félögum, sem margir hverjir eru einnig annálaðir matreiðslumenn. Gordon var meira en til í að vera á mynd með starfsfólki veitingastaðarins. Sigurður Laufdal Vildi fá mynd af sér með kokkinum „Svo var hann bara kominn inn í eldhús til okkar og lét eiginlega bara eins og heima hjá sér. Hann var allavega ánægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi. Auðvitað setur maður á það smá fyrirvara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“ segir Siggi hlæjandi. Hann segir að félagar Gordon Ramsay hafi fylgt honum inn í eldhúsið. Margir hverjir hafi beðið Sigga um nafn og einhverjir svo fylgt honum á samfélagsmiðlinum Instagram, meðal annars Matt Moran, einn frægasti kokkur Ástrala. „Ég vissi ekkert hver það var en Gordon hvíslaði því að mér þegar hann heyrði ekki til að þetta væri svakalega stór kokkur,“ segir Siggi. „Svo stóðst ég ekki mátið og nýtti tækifærið til að biðja um mynd af honum með okkur í starfsliðinu. Hann var meira en til í það, ég þorði náttúrulega ekkert að biðja um mynd af mér einum með honum en svo fór hann bara fram á það sjálfur.“ Sigurður segist ekki hafa þorað að spyrja sjónvarpskokkinn hve lengi föruneytið hyggist dvelja á landinu. Til standi að vera hér við veiði næstu daga og ljóst að matreiðslumennirnir skemmti sér konunglega. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til að elda ofan í einn frægasta sjónvarpskokk veraldar. Sigurður Laufdal Matur Veitingastaðir Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
„Ég var að fara yfir bókanirnar fyrir kvöldið og sá þá nafnið, Gordon Ramsay. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað rugl. Svo fór ég að skoða þetta betur og þá fór nú eiginlega bara ekkert á milli mála að þetta væri bara í alvörunni hann,“ segir Sigurður Laufdal, kokkur, í samtali við Vísi. Veitingastaðinn opnaði hann fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og segir Sigurður að meirihluti gesta hafi hingað til verið Íslendingar. Því hafi það komið sér vel á óvart að sjónvarpskokkurinn hafi bókað borð. „Það hlýtur einhver að hafa bent honum á okkur eða eitthvað, hann hefur heyrt þetta einhvers staðar,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann segist hafa farið sjálfur með matinn til kokksins, sem er hér í för í laxveiðiferð ásamt félögum, sem margir hverjir eru einnig annálaðir matreiðslumenn. Gordon var meira en til í að vera á mynd með starfsfólki veitingastaðarins. Sigurður Laufdal Vildi fá mynd af sér með kokkinum „Svo var hann bara kominn inn í eldhús til okkar og lét eiginlega bara eins og heima hjá sér. Hann var allavega ánægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi. Auðvitað setur maður á það smá fyrirvara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“ segir Siggi hlæjandi. Hann segir að félagar Gordon Ramsay hafi fylgt honum inn í eldhúsið. Margir hverjir hafi beðið Sigga um nafn og einhverjir svo fylgt honum á samfélagsmiðlinum Instagram, meðal annars Matt Moran, einn frægasti kokkur Ástrala. „Ég vissi ekkert hver það var en Gordon hvíslaði því að mér þegar hann heyrði ekki til að þetta væri svakalega stór kokkur,“ segir Siggi. „Svo stóðst ég ekki mátið og nýtti tækifærið til að biðja um mynd af honum með okkur í starfsliðinu. Hann var meira en til í það, ég þorði náttúrulega ekkert að biðja um mynd af mér einum með honum en svo fór hann bara fram á það sjálfur.“ Sigurður segist ekki hafa þorað að spyrja sjónvarpskokkinn hve lengi föruneytið hyggist dvelja á landinu. Til standi að vera hér við veiði næstu daga og ljóst að matreiðslumennirnir skemmti sér konunglega. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til að elda ofan í einn frægasta sjónvarpskokk veraldar. Sigurður Laufdal
Matur Veitingastaðir Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira