„Þetta eru myrkraverk“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júlí 2023 06:31 Fara þurfti tvær ferðir með ruslið sem skilið var eftir um helgina í höfninni. Kópavogshöfn Meiriháttar magn af rusli er ítrekað skilið eftir í hafnargarðinum við Kópavogshöfn. Nú í vikunni var sérlega mikið skilið eftir og kveðst hafnarvörður vera orðinn þreyttur á ástandinu. Dæmi eru um að klósett, vaskur og eldavél hafi verið skilin eftir í höfninni. „Það er ekki eins og þetta komi frá einu heimili. Nema það sé einhver sjúklingur sem þar búi sem safni rusli og drasli bæði inni og úti um allt hús,“ segir Atli Hermannsson, hafnarvörður í Kópavogshöfn. Fara þurfti tvær ferðir á þjónustubíl Kópavogsbæjar með ruslið sem skilið var eftir í hafnargarðinum um helgina. Atli segir magnið nú hafa verið óvenju mikið. „Þetta voru ekki bara einn eða tveir pokar. Heldur heill þjónustubíll. Það er eins og það sé verið að stinga út úr einhverju rónagreni og moka því þangað. Það eru flísaafgangar og allur andskotinn þarna.“ Alltaf sé eitthvað um að dót sé skilið eftir, en þó alls ekki alltaf. „Það er alltaf eitthvað um þetta en meira þegar það tekur að skyggja á kvöldin. Þá getur fólk mætt hingað og skilið þetta eftir óáreitt í skjóli myrkurs. Þetta eru myrkraverk.“ Gæti opnað nytjamarkað Hann segir að fólk hafi skilið eftir allskyns rusl í höfninni. Allt frá húsgögnum til plastrusls. „Það er ekki langt síðan að það var skilið eftir klósett, vaskur og eldavél. Ég gæti auðveldlega stofnað nytjamarkað. Svo er fólk stundum ekki að ganga almennilega frá og þá fýkur þetta út um allt. Maður verður bara, hvað á maður að segja, fyrir vonbrigðum með þessa dýrategund.“ Kópavogur Hafnarmál Umhverfismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
„Það er ekki eins og þetta komi frá einu heimili. Nema það sé einhver sjúklingur sem þar búi sem safni rusli og drasli bæði inni og úti um allt hús,“ segir Atli Hermannsson, hafnarvörður í Kópavogshöfn. Fara þurfti tvær ferðir á þjónustubíl Kópavogsbæjar með ruslið sem skilið var eftir í hafnargarðinum um helgina. Atli segir magnið nú hafa verið óvenju mikið. „Þetta voru ekki bara einn eða tveir pokar. Heldur heill þjónustubíll. Það er eins og það sé verið að stinga út úr einhverju rónagreni og moka því þangað. Það eru flísaafgangar og allur andskotinn þarna.“ Alltaf sé eitthvað um að dót sé skilið eftir, en þó alls ekki alltaf. „Það er alltaf eitthvað um þetta en meira þegar það tekur að skyggja á kvöldin. Þá getur fólk mætt hingað og skilið þetta eftir óáreitt í skjóli myrkurs. Þetta eru myrkraverk.“ Gæti opnað nytjamarkað Hann segir að fólk hafi skilið eftir allskyns rusl í höfninni. Allt frá húsgögnum til plastrusls. „Það er ekki langt síðan að það var skilið eftir klósett, vaskur og eldavél. Ég gæti auðveldlega stofnað nytjamarkað. Svo er fólk stundum ekki að ganga almennilega frá og þá fýkur þetta út um allt. Maður verður bara, hvað á maður að segja, fyrir vonbrigðum með þessa dýrategund.“
Kópavogur Hafnarmál Umhverfismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum