Spacey grét er hann var sýknaður Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 14:20 Kevin Spacey á leið í dómshúsið í Lundúnum í morgun. AP/Alberto Pezzali Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. Brotin sem Spacey var sakaður um áttu að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013, þegar hann vann sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins. Mennirnir sökuðu Spacey meðal annars um að káfað á þeim en einn þeirra sagði hann hafa kysst sig í hans óþökk. Þá sakaði einn mannanna Spacey um að hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað sér. Í frétt Sky News segir að Spacey hafa brostið í grát þegar hann var sýknaður en hann á afmæli í dag og er 64 ára gamall. Mennirnir báru allir vitni við réttarhöldin og það gerði Spacey einnig. Spacey sagðist ekki hafa brotið á mönnunum en viðurkenndi að hafa snert klofið á einum þeirra og sagði að það hefði verið misheppnuð tilraun til að reyna við manninn. Klippa: Kevin Spacey tjáir sig eftir sýknudóm Verjendur leikarans sökuðu mennina um lygar og sagði markmið þeirra vera að auðgast á ásökununum gegn Spacey. Saksóknarar sögðu hins vegar að Spacey voru hrotti sem tæki það sem hann vildi þegar honum sýndist. Þeir sögðu Spacey hafa notið verndar sökum þess að menn eru ólíklegir til að stíga fram og segja frá kynferðisbrotum, auk þess sem ólíklegra sé að þeim sé trúað. Þá sökuðu þeir Spacey um að hafa staðið í þeirri trú að hann nyti skjóls vegna frægðar sinnar. Sjá einnig: „Ég er mikill daðrari“ Nokkrir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Fyrsta ásökunin leit dagsins ljós árið 2017 en Spacey sagði við vitnaleiðslur að hann hefði tapað vinnutækifærum og orðspori sínu á nokkrum dögum, án þess að hann hefði fengið að svara fyrir sig. Spacey var sýknaður í New York í fyrra í máli sem leikarinn Anthony Rapp höfðaði gegn honum vegna brota sem áttu að hafa átt sér stað fyrir þremur áratugum. Mál Kevin Spacey Bretland MeToo Hollywood Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Brotin sem Spacey var sakaður um áttu að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013, þegar hann vann sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins. Mennirnir sökuðu Spacey meðal annars um að káfað á þeim en einn þeirra sagði hann hafa kysst sig í hans óþökk. Þá sakaði einn mannanna Spacey um að hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað sér. Í frétt Sky News segir að Spacey hafa brostið í grát þegar hann var sýknaður en hann á afmæli í dag og er 64 ára gamall. Mennirnir báru allir vitni við réttarhöldin og það gerði Spacey einnig. Spacey sagðist ekki hafa brotið á mönnunum en viðurkenndi að hafa snert klofið á einum þeirra og sagði að það hefði verið misheppnuð tilraun til að reyna við manninn. Klippa: Kevin Spacey tjáir sig eftir sýknudóm Verjendur leikarans sökuðu mennina um lygar og sagði markmið þeirra vera að auðgast á ásökununum gegn Spacey. Saksóknarar sögðu hins vegar að Spacey voru hrotti sem tæki það sem hann vildi þegar honum sýndist. Þeir sögðu Spacey hafa notið verndar sökum þess að menn eru ólíklegir til að stíga fram og segja frá kynferðisbrotum, auk þess sem ólíklegra sé að þeim sé trúað. Þá sökuðu þeir Spacey um að hafa staðið í þeirri trú að hann nyti skjóls vegna frægðar sinnar. Sjá einnig: „Ég er mikill daðrari“ Nokkrir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Fyrsta ásökunin leit dagsins ljós árið 2017 en Spacey sagði við vitnaleiðslur að hann hefði tapað vinnutækifærum og orðspori sínu á nokkrum dögum, án þess að hann hefði fengið að svara fyrir sig. Spacey var sýknaður í New York í fyrra í máli sem leikarinn Anthony Rapp höfðaði gegn honum vegna brota sem áttu að hafa átt sér stað fyrir þremur áratugum.
Mál Kevin Spacey Bretland MeToo Hollywood Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira