Ekkill Maríu fær ekki að búa í Noregi Árni Sæberg skrifar 25. júlí 2023 22:50 María og Ryan vörðu jólunum saman á Íslandi árið 2021 eftir að hún veikist á leið heim til Bandaríkjanna. Úr einkasafni Ryan Toney, ekkill Maríu Guðmundsdóttur Toney, sem lést úr krabbameini í fyrra, verður senn vísað frá Noregi. Þar vildi hann búa til þess að vera nálægt fjölskyldu Maríu og vegna þess að þaðan er stutt að heimsækja leiði hennar á Íslandi. „Að flytja til baka til Bandaríkjanna væri eins og að ég hafi ekki aðeins misst konuna mína heldur fjölskyldu hennar líka,“ hefur Dagbladet eftir Ryan. Maríu Guðmundsdóttur Toney var um árabil ein fremsta skíðakona landsins og stundaði doktorsnám í Oregon í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum. Í lok árs 2021 veiktist hún skyndilega á leið frá Noregi til Bandaríkjanna og varði jólunum á sjúkrahúsi hérlendis. Þann 2. september síðastliðinn lést hún á sjúkrahúsi í Noregi, en þar hefur fjölskylda hennar verið búsett frá árinu 2008, eftir krabbamein sem greinst hafði í milta hennar dreifðisti í heilann. Þetta segir í umfjöllun Dagbladet. Vill vera nálægt fjölskyldu Maríu og gröf hennar Eftir andlát Maríu fékk Ryan kaldar kveðjur frá yfirvöldum í Noregi. Honum var tilkynnt að dvalarleyfi hans væri útrunnið og að honum væri skylt að yfirgefa Noreg og Schengensvæðið ekki seinnar en 26. júlí árið 2023. Þau María höfðu alltaf ætlað að flytja til Noregs eftir námið í Bandaríkjunum og þar vill Ryan búa nú þegar María er látin. „Mig langar að búa í Noregi af því að hér er fjölskylda Maríu. Hér hef ég notið yndislegs félagsskaps eftir þessar miklu hörmungar. Þar að auki er ekki eins dýrt að fljúga frá Noregi til Íslands, þar sem hún er grafin.“ Í frétt Dagbladet segir að ástæðan fyrir því hafi verið að María lifði ekki í tólf mánuði eftir að Ryan sótti um dvalarleyfi sem fjölskyldumeðlimur hennar. Þegar sótt er um dvalarleyfi á þeim grundvelli þurfi að búa í Noregi í minnst tólf mánuði áður en erlendur maki geti fengið leyfið. Hafi fengið rangar leiðbeiningar Ryan segir að hann hafi upphaflega sótt um venjulegt dvalarleyfi en hafi síðan breytt umsókninni eftir ráðleggingar lögreglu þess efnis í febrúar árið 2022. „Þeir gáfu mér vitlausar upplýsingar. Ég sótti um eftir hefðbundnu leiðinni en þeir hvöttu okkur til að breyta umsókn minni eftir að við sögðum þeim að María væri með krabbamein. Lögfræðingurinn minn segir mér að ef þeir hefðu ekki gert það hefði þetta aldrei gerst,“ er haft eftir Ryan. Hann telur að reglurnar þurfi ekki að vera svo fortakslausar sem þær virðist vera og hefur með aðstoð lögfræðings, kært ákvörðunina til útlendingastofnunar Noregs og málið hefur nú verið sent til útlendingaráðs til kærumeðferðar. Noregur Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Tengdar fréttir María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
„Að flytja til baka til Bandaríkjanna væri eins og að ég hafi ekki aðeins misst konuna mína heldur fjölskyldu hennar líka,“ hefur Dagbladet eftir Ryan. Maríu Guðmundsdóttur Toney var um árabil ein fremsta skíðakona landsins og stundaði doktorsnám í Oregon í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum. Í lok árs 2021 veiktist hún skyndilega á leið frá Noregi til Bandaríkjanna og varði jólunum á sjúkrahúsi hérlendis. Þann 2. september síðastliðinn lést hún á sjúkrahúsi í Noregi, en þar hefur fjölskylda hennar verið búsett frá árinu 2008, eftir krabbamein sem greinst hafði í milta hennar dreifðisti í heilann. Þetta segir í umfjöllun Dagbladet. Vill vera nálægt fjölskyldu Maríu og gröf hennar Eftir andlát Maríu fékk Ryan kaldar kveðjur frá yfirvöldum í Noregi. Honum var tilkynnt að dvalarleyfi hans væri útrunnið og að honum væri skylt að yfirgefa Noreg og Schengensvæðið ekki seinnar en 26. júlí árið 2023. Þau María höfðu alltaf ætlað að flytja til Noregs eftir námið í Bandaríkjunum og þar vill Ryan búa nú þegar María er látin. „Mig langar að búa í Noregi af því að hér er fjölskylda Maríu. Hér hef ég notið yndislegs félagsskaps eftir þessar miklu hörmungar. Þar að auki er ekki eins dýrt að fljúga frá Noregi til Íslands, þar sem hún er grafin.“ Í frétt Dagbladet segir að ástæðan fyrir því hafi verið að María lifði ekki í tólf mánuði eftir að Ryan sótti um dvalarleyfi sem fjölskyldumeðlimur hennar. Þegar sótt er um dvalarleyfi á þeim grundvelli þurfi að búa í Noregi í minnst tólf mánuði áður en erlendur maki geti fengið leyfið. Hafi fengið rangar leiðbeiningar Ryan segir að hann hafi upphaflega sótt um venjulegt dvalarleyfi en hafi síðan breytt umsókninni eftir ráðleggingar lögreglu þess efnis í febrúar árið 2022. „Þeir gáfu mér vitlausar upplýsingar. Ég sótti um eftir hefðbundnu leiðinni en þeir hvöttu okkur til að breyta umsókn minni eftir að við sögðum þeim að María væri með krabbamein. Lögfræðingurinn minn segir mér að ef þeir hefðu ekki gert það hefði þetta aldrei gerst,“ er haft eftir Ryan. Hann telur að reglurnar þurfi ekki að vera svo fortakslausar sem þær virðist vera og hefur með aðstoð lögfræðings, kært ákvörðunina til útlendingastofnunar Noregs og málið hefur nú verið sent til útlendingaráðs til kærumeðferðar.
Noregur Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Tengdar fréttir María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12