Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júlí 2023 17:01 Fyrrverandi nágranni Elísabetar hefur þegar merkt stíginn. Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. „Þetta hljómar mjög egósentrískt en þetta er gert til að aðrar konur, og stelpur, fatti að göturnar mega heita eftir þeim. Þetta ætti að vera stelpuhverfi,“ segir Elísabet sem hefur hrundið af stað undirskriftalista til að fá nafnabreytinguna í gegn. „Mér finnst svo gaman að láta hluti snúast um mig en svo fara þeir alltaf að snúast um eitthvað annað í leiðinni.“ Um er að ræða lítinn stíg sem verður til á milli Hringbrautar og Sólvallagötu. Verið er að reisa stórhýsi á hinum svokallaða Býkóreit og mun stígurinn liggja á milli þess og gömlu húsanna við Framnesveg. Stíginn á að nefna Hoffmansstíg eftir Pétri Hoffmann Salómonssyni, smábátasjómanni og rithöfundi. En Elísabet segir að nóg sé til af götum nefndum eftir framliðnum körlum. Í gamni og alvöru Elísabet býr núna í Hveragerði en frá árinu 1989 til 2020 bjó hún bakhúsi við Framnesveg. „Húsið mitt, sem ég bjó í í þrjátíu ár, hefði staðið við þennan stíg,“ segir Elísabet. „Ég hef sett upp listasýningar í þessu húsi, sinnt börnum, farið í forsetaframboð, í meðferð og inn á geðspítala þegar ég bjó í þessu húsi. Þarna skrifaði ég líka allar bækurnar mínar þrjátíu, eldaði ofboðslega mikið af kjötsúpu og dansaði í kringum Ufsaklett.“ Elísabet Jökulsdóttir bjó í þrjátíu ár í húsinu sem hefði staðið við veginn. Vísir/Vilhelm Elísabet segir hugmyndina bæði til gamans og alvöru. Það væri í alvörunni góð hugmynd að nefna stíginn Elísabetarstíg. Hugmyndin hefur einnig fengið hljómgrunn í hverfinu því að fyrrverandi nágranni hennar og íbúi við nýja stíginn hefur þegar látið búa til skilti og hengt það á bárujárnsgirðingu sína. Þá hafa byggingarverkamennirnir sem vinna við gerð stórhýsisins tekið mjög vel í hugmyndina og kalla stíginn ekkert annað en Elísabetarstíg. „Þetta yrði líka til heiðurs konunum í hverfinu, sem voru að ala upp fimm börn og misstu karlana í sjóinn,“ segir Elísabet. „Þær bjuggu í þessum húsum. Það mæti koma upp skilti við Elísabetarstíg þar sem þessum konum öllum yrði minnst.“ Með listann til Einars Þegar hafa safnast um 160 undirskriftir á listann en Elísabet segir takmarkið vera þúsund hið minnsta. Þá ætlar hún að fara með listann niður í Ráðhús Reykjavíkur og krefjast breytinga. „Ég ætla að fara með listann til Einars Þorsteinssonar,“ segir Elísabet. „Við Einar tengdumst svo vel í forsetaframboðinu. Hann var alltaf svo góður við mig og hliðhollur mér. Ég fékk mikið dálæti að Einari þó hann væri í Framsóknarflokknum og allt það.“ Hér má nálgast undirskriftalistann. Skipulag Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Þetta hljómar mjög egósentrískt en þetta er gert til að aðrar konur, og stelpur, fatti að göturnar mega heita eftir þeim. Þetta ætti að vera stelpuhverfi,“ segir Elísabet sem hefur hrundið af stað undirskriftalista til að fá nafnabreytinguna í gegn. „Mér finnst svo gaman að láta hluti snúast um mig en svo fara þeir alltaf að snúast um eitthvað annað í leiðinni.“ Um er að ræða lítinn stíg sem verður til á milli Hringbrautar og Sólvallagötu. Verið er að reisa stórhýsi á hinum svokallaða Býkóreit og mun stígurinn liggja á milli þess og gömlu húsanna við Framnesveg. Stíginn á að nefna Hoffmansstíg eftir Pétri Hoffmann Salómonssyni, smábátasjómanni og rithöfundi. En Elísabet segir að nóg sé til af götum nefndum eftir framliðnum körlum. Í gamni og alvöru Elísabet býr núna í Hveragerði en frá árinu 1989 til 2020 bjó hún bakhúsi við Framnesveg. „Húsið mitt, sem ég bjó í í þrjátíu ár, hefði staðið við þennan stíg,“ segir Elísabet. „Ég hef sett upp listasýningar í þessu húsi, sinnt börnum, farið í forsetaframboð, í meðferð og inn á geðspítala þegar ég bjó í þessu húsi. Þarna skrifaði ég líka allar bækurnar mínar þrjátíu, eldaði ofboðslega mikið af kjötsúpu og dansaði í kringum Ufsaklett.“ Elísabet Jökulsdóttir bjó í þrjátíu ár í húsinu sem hefði staðið við veginn. Vísir/Vilhelm Elísabet segir hugmyndina bæði til gamans og alvöru. Það væri í alvörunni góð hugmynd að nefna stíginn Elísabetarstíg. Hugmyndin hefur einnig fengið hljómgrunn í hverfinu því að fyrrverandi nágranni hennar og íbúi við nýja stíginn hefur þegar látið búa til skilti og hengt það á bárujárnsgirðingu sína. Þá hafa byggingarverkamennirnir sem vinna við gerð stórhýsisins tekið mjög vel í hugmyndina og kalla stíginn ekkert annað en Elísabetarstíg. „Þetta yrði líka til heiðurs konunum í hverfinu, sem voru að ala upp fimm börn og misstu karlana í sjóinn,“ segir Elísabet. „Þær bjuggu í þessum húsum. Það mæti koma upp skilti við Elísabetarstíg þar sem þessum konum öllum yrði minnst.“ Með listann til Einars Þegar hafa safnast um 160 undirskriftir á listann en Elísabet segir takmarkið vera þúsund hið minnsta. Þá ætlar hún að fara með listann niður í Ráðhús Reykjavíkur og krefjast breytinga. „Ég ætla að fara með listann til Einars Þorsteinssonar,“ segir Elísabet. „Við Einar tengdumst svo vel í forsetaframboðinu. Hann var alltaf svo góður við mig og hliðhollur mér. Ég fékk mikið dálæti að Einari þó hann væri í Framsóknarflokknum og allt það.“ Hér má nálgast undirskriftalistann.
Skipulag Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent