Vél rýmd vegna veikinda farþega eftir langa bið í 37 stiga hita Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júlí 2023 08:47 Yfirvöld vilja svör við því hvers vegna farþegum var haldið í sjóðheitri vélinni. Getty/NurPhoto/Nicolas Economou Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvers vegna flugvél Delta Air Lines var kyrrsett á Harry Reid International Airport í Las Vegas í nokkrar klukkustundir í yfir 37 stiga hita á mánudag. Vélin átti að fljúga til Atlanta en fór aldrei á loft. Þess í stað voru farþegarnir látnir bíða í þrjá tíma, þar til svo margir þeirra höfðu veikst vegna hitans að vélin var rýmd. Sjúkraflutningamenn þurftu að sækja þrjá farþega sem höfðu fallið í yfirlið. Að sögn Kristu Garvin, framleiðanda hjá Fox News sem átti bókað flug þennan dag, var farþegum fyrst tilkynnt að það væri ekki hægt að innrita farþega á réttum tíma þar sem það vantaði flugliða. Eftir að farþegar fengu loks að fara um borð neyddust þeir svo til að bíða í þrjá tíma í viðbót, við vægast sagt ömurlegar aðstæður. „Þeir sögðu okkur að ýta á þjónustuhnappinn ef okkur vantaði aðstoð. Börn eru að öskurgráta. Þeir eru að afhenda sykursjúkum samlokur,“ tísti Garvin. Finally decided to take everyone off because too many people were sick and they want to try and cool down the plane. Praying they let us back on or we will be stuck here. pic.twitter.com/ds21XE3CXM— Krista Garvin (@Kristaanngarvin) July 18, 2023 Annar farþegi sagði að hún hefði orðið uppiskroppa með mat og bleyjur fyrir son sinn á meðan biðinni stóðþ Hann hefði sem betur fer verið rólegur. Annar sagði að fólk hefði ekki fengið vatn og að salernin hefðu verið lokuð. Að sögn Garvin var ákveðið að rýma vélina þar sem margir farþegar voru orðnir veikir sökum hitans og það átti að freista þess að kæla niður vélina. Þá var farþegum tilkynnt að áhöfnin hefði veikst. Delta hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um atvikið en segir málið í skoðun en Pete Buttigieg samgönguráðherra hefur krafið flugvélagið svara um það hvers vegna fólk var látið bíða svo lengi um borð í steikjandi hita. Bandaríkin Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Vélin átti að fljúga til Atlanta en fór aldrei á loft. Þess í stað voru farþegarnir látnir bíða í þrjá tíma, þar til svo margir þeirra höfðu veikst vegna hitans að vélin var rýmd. Sjúkraflutningamenn þurftu að sækja þrjá farþega sem höfðu fallið í yfirlið. Að sögn Kristu Garvin, framleiðanda hjá Fox News sem átti bókað flug þennan dag, var farþegum fyrst tilkynnt að það væri ekki hægt að innrita farþega á réttum tíma þar sem það vantaði flugliða. Eftir að farþegar fengu loks að fara um borð neyddust þeir svo til að bíða í þrjá tíma í viðbót, við vægast sagt ömurlegar aðstæður. „Þeir sögðu okkur að ýta á þjónustuhnappinn ef okkur vantaði aðstoð. Börn eru að öskurgráta. Þeir eru að afhenda sykursjúkum samlokur,“ tísti Garvin. Finally decided to take everyone off because too many people were sick and they want to try and cool down the plane. Praying they let us back on or we will be stuck here. pic.twitter.com/ds21XE3CXM— Krista Garvin (@Kristaanngarvin) July 18, 2023 Annar farþegi sagði að hún hefði orðið uppiskroppa með mat og bleyjur fyrir son sinn á meðan biðinni stóðþ Hann hefði sem betur fer verið rólegur. Annar sagði að fólk hefði ekki fengið vatn og að salernin hefðu verið lokuð. Að sögn Garvin var ákveðið að rýma vélina þar sem margir farþegar voru orðnir veikir sökum hitans og það átti að freista þess að kæla niður vélina. Þá var farþegum tilkynnt að áhöfnin hefði veikst. Delta hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um atvikið en segir málið í skoðun en Pete Buttigieg samgönguráðherra hefur krafið flugvélagið svara um það hvers vegna fólk var látið bíða svo lengi um borð í steikjandi hita.
Bandaríkin Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira