Litabreytingin fór öfugt ofan í íbúa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 07:45 Hér má sjá breytinguna á milli ára. Íbúar hins nýja svarta og hvíta hverfis eru ekki sáttir. Rangárþing ytra Verulegt ósætti er með þá litabreytingu sem gerð verður á hverfum Hellu á bæjarhátíðinni Töðugjöldum. Sveitarfélagið leggur til nokkurra ára aðlögunarferli. Bæjarhátíðin Töðugjöld verður haldin í 28. skiptið þann 18. til 20. ágúst næstkomandi. Hún er með elstu bæjarhátíðum landsins, var komið á fót árið 1994. Hátíðin er nokkuð hefðbundin bæjarhátíð, með hoppuköstulum, tónlistaratriðum, bílasýningum, matarvögnum og þess háttar. Á hátíðinni er hverfum bæjarins skipt upp í liti. Eru íbúar í hverju hverfi hvattir til þess að skreyta hús sín og garða í réttum lit, eða litatvennu. Skiptast íbúar hverfanna á að bjóða gestum heim og að skipuleggja hátíðina í samráði við sveitarfélagið. Það er jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra. Töldu íbúa tilbúna í breytingar Á fundi nefndarinnar þann 8. maí síðastliðinn var ákveðið að gera breytingar á litaskiptingunni. Það er að fjólubláa hverfið verði fjólublátt og bleikt og að græna og appelsínugula hverfinu verði skipt upp í tvö. Annað verði áfram grænt og appelsínugult en hitt svart og hvítt. Gula hverfið á Töðugjöldum árið 2022.Rangárþing ytra. Þetta féll ekki vel í kramið því bæjarstjórn barst erindi frá íbúum allra húsa í götunum Ártúni, Nestúni, Seltúni og Nesi og hluta íbúa í Þrúðvangi sem voru mjög ósáttir við litabreytinguna. En þetta eru íbúar í hinu nýja svarta og hvíta hverfi. Í skýringum nefndarmanna kemur fram að þeim hafi þótt græna og appelsínugula hverfið of stórt. Mat hún það svo að íbúar væru tilbúnir í breytingar. Nokkurra ára aðlögunarferli Benda nefndarmenn á að nú þegar séu einhverjir íbúar þegar farnir að skreyta hús sín og garða í svörtum og hvítum litum og því sé of seint að breyta aftur núna. Mikilvægt sé að íbúar taki þátt í umræðum þegar kallað sé eftir þeim. Fjólubláa hverfið verður framvegis fjólubláa og bleika hverfið.Rangárþing ytra „Nefndin leggur til að halda litaskiptingunni óbreyttri en til þess að koma til móts við íbúa þá er eðlilegt að hverfið taki nokkur ár í aðlögun og þeir íbúar sem hafa skreytt í appelsínugulum og grænum litum haldi því áfram en blandi svörtum og hvítum við með tíð og tíma,“ segir í bókun nefndarinnar. Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Bæjarhátíðin Töðugjöld verður haldin í 28. skiptið þann 18. til 20. ágúst næstkomandi. Hún er með elstu bæjarhátíðum landsins, var komið á fót árið 1994. Hátíðin er nokkuð hefðbundin bæjarhátíð, með hoppuköstulum, tónlistaratriðum, bílasýningum, matarvögnum og þess háttar. Á hátíðinni er hverfum bæjarins skipt upp í liti. Eru íbúar í hverju hverfi hvattir til þess að skreyta hús sín og garða í réttum lit, eða litatvennu. Skiptast íbúar hverfanna á að bjóða gestum heim og að skipuleggja hátíðina í samráði við sveitarfélagið. Það er jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra. Töldu íbúa tilbúna í breytingar Á fundi nefndarinnar þann 8. maí síðastliðinn var ákveðið að gera breytingar á litaskiptingunni. Það er að fjólubláa hverfið verði fjólublátt og bleikt og að græna og appelsínugula hverfinu verði skipt upp í tvö. Annað verði áfram grænt og appelsínugult en hitt svart og hvítt. Gula hverfið á Töðugjöldum árið 2022.Rangárþing ytra. Þetta féll ekki vel í kramið því bæjarstjórn barst erindi frá íbúum allra húsa í götunum Ártúni, Nestúni, Seltúni og Nesi og hluta íbúa í Þrúðvangi sem voru mjög ósáttir við litabreytinguna. En þetta eru íbúar í hinu nýja svarta og hvíta hverfi. Í skýringum nefndarmanna kemur fram að þeim hafi þótt græna og appelsínugula hverfið of stórt. Mat hún það svo að íbúar væru tilbúnir í breytingar. Nokkurra ára aðlögunarferli Benda nefndarmenn á að nú þegar séu einhverjir íbúar þegar farnir að skreyta hús sín og garða í svörtum og hvítum litum og því sé of seint að breyta aftur núna. Mikilvægt sé að íbúar taki þátt í umræðum þegar kallað sé eftir þeim. Fjólubláa hverfið verður framvegis fjólubláa og bleika hverfið.Rangárþing ytra „Nefndin leggur til að halda litaskiptingunni óbreyttri en til þess að koma til móts við íbúa þá er eðlilegt að hverfið taki nokkur ár í aðlögun og þeir íbúar sem hafa skreytt í appelsínugulum og grænum litum haldi því áfram en blandi svörtum og hvítum við með tíð og tíma,“ segir í bókun nefndarinnar.
Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent