Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 21:31 Úrslitaleikir Gothia Cup fara fram á Ullevi leikvanginum í Gautaborg. Vísir/Getty Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. Liðin Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó mættust í P18-aldursflokknum á Gothia Cup í dag en sænska liðið á titil að verja í aldursflokknum síðan á síðasta ári. Mótið fer fram í Gautaborg ár hvert og er eitt stærsta knattspyrnumót yngri flokka á heimsvísu. Götaholm tók 1-0 forystu snemma í leiknum í dag og þegar liðið skoraði annað mark úr vítaspyrnu með tíu mínútur eftir af leiknum brutust út slagsmál. „Þeir urðu snarbrjálaðir. Það fór allt til fjandans. Það voru leikmenn sem slógu okkar stráka beint í andlitið. Þá sló okkar leikmaður til baka og báðir fengu rautt spjald,“ sagði Dan Anderson sem er þjálfari Götaholm. Stuttu síðar varð síðan allt vitlaust á vellinum. Mexíkóska liðið átti innkast á svipuðum stað og leikmenn Götaholm voru að hita upp. Sænsku leikmennir vilja meina að leikmaður Real Morelos hafi traðkað á fæti eins leikmanna Götaholm sem þá brást við með því að slá aftan á höfuð Mexíkóans. Matchen i Gothia Cup mellan Götaholm och Atletico Real Morelos slutade i stort slagsmål. Polis tillkallades och en spelare fördes till sjukhus. Läs mer här https://t.co/04DMATriJq pic.twitter.com/SivTKq45qA— Sportbladet (@sportbladet) July 19, 2023 Dómarinn tapaði allri stjórn á aðstæðunum og fólk bættist í hópinn úr öllum áttum. „Allir hlupu, meðal annars þjálfarar í átt að okkar bekk. Það varð algjör ringulreið. Það var erfitt að sjá það sem gerðist því áhorfendur hlupu inn á völlinn sem er leiðinlegt,“ bætti Dan Anderson við. „Ég reyndi að skilja þá að sem slógust. Það gekk illa því það voru svo margir þarna.“ Lögregla var kölluð á staðinn og ástandið róaðist niður smátt og smátt. Einn leikmaður Real Morelos var fluttur á sjúkrahús og sauma þurfti sjö spor í höfuð hans. Ekki sammála um hvað orsakaði slagsmálin Í kvöld kom síðan tilkynning frá mótshöldurum þar sem greint var frá því að báðum liðum væri vísað úr keppninni. Dan Anderson segist skilja mótshaldara og þeirra ákvörðun en forsvarsmenn Atletico Real Morelos eru ósáttir við brottvikninguna. „Við erum sátt með að leikurinn sé dæmdur 3-0 okkur í óhag. Við erum ósáttir með að vera reknir úr keppni,“ sagði Tito Rojas talsmaður mexíkanska liðsins. Þjálfari Real Morelos Gianni Walberg segir að svekkelsið sé mikið því liðið hafi ferðast langa leið til að taka þátt í mótinu. „Flestir leikmannanna koma frá heimilum þar sem lítill peningur er til staðar. Þeir eru búnir að safna pening í meira en eitt ár og hlökkuðu til að spila hérna. Síðan er það ógnvekjandi að einn leikmaður hafi þurft að leita á sjúkrahús.“ Liðin eru ekki sammála um hvað kom látunum af stað. Sænska liðið segir að leikmenn Real Morelos hafi byrjað að æsa menn upp með spörkum og höggum á meðan á leiknum stóð. Gianni Walberg hefur aðra sögu að segja. „Hitt liðið var árásargjarnt. Í lokin hlupu áhorfendur inn á völlinn og byrjuðu að rífast. Tilfinningin er sú að öryggið á leiknum hafi ekki verið nægilega mikið. Mótshaldarar þurfa að geta tryggt öryggi leikmanna.“ Fótbolti Svíþjóð Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Liðin Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó mættust í P18-aldursflokknum á Gothia Cup í dag en sænska liðið á titil að verja í aldursflokknum síðan á síðasta ári. Mótið fer fram í Gautaborg ár hvert og er eitt stærsta knattspyrnumót yngri flokka á heimsvísu. Götaholm tók 1-0 forystu snemma í leiknum í dag og þegar liðið skoraði annað mark úr vítaspyrnu með tíu mínútur eftir af leiknum brutust út slagsmál. „Þeir urðu snarbrjálaðir. Það fór allt til fjandans. Það voru leikmenn sem slógu okkar stráka beint í andlitið. Þá sló okkar leikmaður til baka og báðir fengu rautt spjald,“ sagði Dan Anderson sem er þjálfari Götaholm. Stuttu síðar varð síðan allt vitlaust á vellinum. Mexíkóska liðið átti innkast á svipuðum stað og leikmenn Götaholm voru að hita upp. Sænsku leikmennir vilja meina að leikmaður Real Morelos hafi traðkað á fæti eins leikmanna Götaholm sem þá brást við með því að slá aftan á höfuð Mexíkóans. Matchen i Gothia Cup mellan Götaholm och Atletico Real Morelos slutade i stort slagsmål. Polis tillkallades och en spelare fördes till sjukhus. Läs mer här https://t.co/04DMATriJq pic.twitter.com/SivTKq45qA— Sportbladet (@sportbladet) July 19, 2023 Dómarinn tapaði allri stjórn á aðstæðunum og fólk bættist í hópinn úr öllum áttum. „Allir hlupu, meðal annars þjálfarar í átt að okkar bekk. Það varð algjör ringulreið. Það var erfitt að sjá það sem gerðist því áhorfendur hlupu inn á völlinn sem er leiðinlegt,“ bætti Dan Anderson við. „Ég reyndi að skilja þá að sem slógust. Það gekk illa því það voru svo margir þarna.“ Lögregla var kölluð á staðinn og ástandið róaðist niður smátt og smátt. Einn leikmaður Real Morelos var fluttur á sjúkrahús og sauma þurfti sjö spor í höfuð hans. Ekki sammála um hvað orsakaði slagsmálin Í kvöld kom síðan tilkynning frá mótshöldurum þar sem greint var frá því að báðum liðum væri vísað úr keppninni. Dan Anderson segist skilja mótshaldara og þeirra ákvörðun en forsvarsmenn Atletico Real Morelos eru ósáttir við brottvikninguna. „Við erum sátt með að leikurinn sé dæmdur 3-0 okkur í óhag. Við erum ósáttir með að vera reknir úr keppni,“ sagði Tito Rojas talsmaður mexíkanska liðsins. Þjálfari Real Morelos Gianni Walberg segir að svekkelsið sé mikið því liðið hafi ferðast langa leið til að taka þátt í mótinu. „Flestir leikmannanna koma frá heimilum þar sem lítill peningur er til staðar. Þeir eru búnir að safna pening í meira en eitt ár og hlökkuðu til að spila hérna. Síðan er það ógnvekjandi að einn leikmaður hafi þurft að leita á sjúkrahús.“ Liðin eru ekki sammála um hvað kom látunum af stað. Sænska liðið segir að leikmenn Real Morelos hafi byrjað að æsa menn upp með spörkum og höggum á meðan á leiknum stóð. Gianni Walberg hefur aðra sögu að segja. „Hitt liðið var árásargjarnt. Í lokin hlupu áhorfendur inn á völlinn og byrjuðu að rífast. Tilfinningin er sú að öryggið á leiknum hafi ekki verið nægilega mikið. Mótshaldarar þurfa að geta tryggt öryggi leikmanna.“
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira