Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2025 09:45 Tómas Bent Magnússon gefur ekkert eftir inni á vellinum og hér er hann í leik með Hearts og með bómull í nefinu. Getty/ Malcolm Mackenzie Þetta er stór dagur fyrir Tómas Bent Magnússon og félaga hans í Hearts. Ekki nóg með að þeir séu í harðri titilbaráttu þá eru þeir að fara að mæta grönnum sínum í Edinborg. Grannaslagur í Edinborg er ávallt stór viðburður í skoskum fótbolta en leikurinn í dag milli Hibs og Hearts á Easter Road er þýðingarmeiri en flestir þar sem gestirnir í Hearts eru á flugi á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Mættust fyrst árið 1875 Liðin mættust fyrst á jóladag árið 1875 þegar 1-0 sigur Hearts á The Meadows kveikti neista að ríg sem hefur staðist tímans tönn. Nú, 150 árum síðar, er Hearts sex stigum á undan Celtic í öðru sæti, eftir að hafa spilað einum leik meira en ríkjandi meistararnir, og lið Derek McInnes er með sextán stiga forskot á Hibs sem er í fimmta sæti. 🗣️ 𝙋𝙍𝙀𝙎𝙎 𝘾𝙊𝙉𝙁𝙀𝙍𝙀𝙉𝘾𝙀: 𝘿𝙀𝙍𝙀𝙆 𝙈𝘾𝙄𝙉𝙉𝙀𝙎The gaffer looks ahead to the Edinburgh derby 🇱🇻Get closer to Hearts with @FanHub 🙌📺➡️ https://t.co/dnEe2Hx6Fv📖➡️ https://t.co/TKtebi5NUB pic.twitter.com/9Ar2m9izFC— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 23, 2025 Annar sigur í grannaslag á tímabilinu fyrir Tómas Bent og félaga myndi gefa þeim byr undir báða vængi inn í árið 2026, en þeir hafa þegar sigrað bæði Celtic og Rangers í þessum mánuði. Sigur á nágrönnunum myndi nánast gera þetta að fullkomnum mánuði. Þegar liðin mættust á Tynecastle, heimavelli Hearts, í byrjun október tryggði mark Craig Halkett á síðustu stundu stigin fyrir Hearts og olli gríðarlegum fagnaðarlátum innan vallar sem utan. Býst við spennuþrungnum leik Derek McInnes, stjóri Hearts, býst við svipuðum spennuþrungnum leik og að hann muni ráðast á smáatriðum. „Fyrir Hearts og Hibs er þetta alltaf aðalatriðið,“ sagði McInnes. „Þetta er alltaf stór viðburður.“ „Í samhengi við okkar tímabil viljum við bara vinna þrjú stig og halda öllu gangandi. Hibs er gott lið og það er alltaf erfiður leikur að fara á Easter Road. Ég býst við að hann verði svipaður og leikurinn á Tynecastle – það var í raun engu sem munaði og við skoruðum í blálokin á leiknum, sem olli gríðarlegri gleði,“ sagði McInnes. Fastamaður í síðustu leikjum Tómas Bent kom inn á sem varamaður undir lokin á fyrri leiknum en hefur síðan unnið sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur byrjað alla þrjá síðustu leiki sem allir hafa unnist. Hann hefur einnig verið í byrjunarliðinu í sex af síðustu sjö leikjum og það er því afar líklegt að okkar maður fái að byrja sinn fyrsta Edinborgar-derbyslag í dag. It's nearly time ⏳We'll see you tomorrow 🇱🇻 pic.twitter.com/xF3rODUiwH— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 26, 2025 Skoski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Grannaslagur í Edinborg er ávallt stór viðburður í skoskum fótbolta en leikurinn í dag milli Hibs og Hearts á Easter Road er þýðingarmeiri en flestir þar sem gestirnir í Hearts eru á flugi á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Mættust fyrst árið 1875 Liðin mættust fyrst á jóladag árið 1875 þegar 1-0 sigur Hearts á The Meadows kveikti neista að ríg sem hefur staðist tímans tönn. Nú, 150 árum síðar, er Hearts sex stigum á undan Celtic í öðru sæti, eftir að hafa spilað einum leik meira en ríkjandi meistararnir, og lið Derek McInnes er með sextán stiga forskot á Hibs sem er í fimmta sæti. 🗣️ 𝙋𝙍𝙀𝙎𝙎 𝘾𝙊𝙉𝙁𝙀𝙍𝙀𝙉𝘾𝙀: 𝘿𝙀𝙍𝙀𝙆 𝙈𝘾𝙄𝙉𝙉𝙀𝙎The gaffer looks ahead to the Edinburgh derby 🇱🇻Get closer to Hearts with @FanHub 🙌📺➡️ https://t.co/dnEe2Hx6Fv📖➡️ https://t.co/TKtebi5NUB pic.twitter.com/9Ar2m9izFC— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 23, 2025 Annar sigur í grannaslag á tímabilinu fyrir Tómas Bent og félaga myndi gefa þeim byr undir báða vængi inn í árið 2026, en þeir hafa þegar sigrað bæði Celtic og Rangers í þessum mánuði. Sigur á nágrönnunum myndi nánast gera þetta að fullkomnum mánuði. Þegar liðin mættust á Tynecastle, heimavelli Hearts, í byrjun október tryggði mark Craig Halkett á síðustu stundu stigin fyrir Hearts og olli gríðarlegum fagnaðarlátum innan vallar sem utan. Býst við spennuþrungnum leik Derek McInnes, stjóri Hearts, býst við svipuðum spennuþrungnum leik og að hann muni ráðast á smáatriðum. „Fyrir Hearts og Hibs er þetta alltaf aðalatriðið,“ sagði McInnes. „Þetta er alltaf stór viðburður.“ „Í samhengi við okkar tímabil viljum við bara vinna þrjú stig og halda öllu gangandi. Hibs er gott lið og það er alltaf erfiður leikur að fara á Easter Road. Ég býst við að hann verði svipaður og leikurinn á Tynecastle – það var í raun engu sem munaði og við skoruðum í blálokin á leiknum, sem olli gríðarlegri gleði,“ sagði McInnes. Fastamaður í síðustu leikjum Tómas Bent kom inn á sem varamaður undir lokin á fyrri leiknum en hefur síðan unnið sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur byrjað alla þrjá síðustu leiki sem allir hafa unnist. Hann hefur einnig verið í byrjunarliðinu í sex af síðustu sjö leikjum og það er því afar líklegt að okkar maður fái að byrja sinn fyrsta Edinborgar-derbyslag í dag. It's nearly time ⏳We'll see you tomorrow 🇱🇻 pic.twitter.com/xF3rODUiwH— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 26, 2025
Skoski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira