Gerendameðvirkni og normalíseríng grasseri enn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2023 16:01 Druslugangan verður haldin í ellefta sinn um helgina. Druslugangan Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir áherslu göngunnar í ár vera rót vandans, hvers vegna Druslugangan er haldin. „Það er mikið af ungu fólki sem veit ekki hvað druslugangan er, hefur ekki áhuga á að tala um jafnréttismál og finnst þetta jafnvel bara smá fyndið, þannig að við höfum verið að einblína á upprunalega tilganginn með Druslugöngunni,“ segir Lísa. Hún segir frá atburðinum sem velti af stað hreyfingum víðast hvar um heiminn og þar með talið Druslugöngunni á Íslandi. Að árið 2011 í Toronto í Kanada hafi kona orðið fyrir kynferðisofbeldi og í kjölfarið sætt skömmum frá lögregluþjóni og henni sagt að sökum klæðaburðar hennar hafi hún orðið fyrir ofbeldinu. Sama ár var Druslugangan haldin í fyrsta skipti. Reykjavíkurdætur voru meðal þeirra sem fram komu á Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir Lísa skipuleggjendur göngunnar leggja áherslu á það í ár að upphefja raddir þolenda og halda umræðunni um kynbundið ofbeldi á lofti. „Nú erum við á þeim stað þar sem við erum búin að vera að tala um þetta svolítið lengi og Ísland er einhver jafnréttisparadís en staðan er samt ennþá þannig að þetta grasserar, gerendameðvirkni og normalíseríng á kynferðisofbeldi grasserar enn í samfélaginu,“ segir Lísa. Þolendur oftast kynsegin fólk og konur „Við erum að taka orðið „drusla“ til baka. Það er það sem druslugangan snerist um þegar þetta byrjaði og snýst enn þá um núna,“ segir Lísa. „Við erum, í senn, samstöðufundur með fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, öllum kynjum. Og auðvitað eru kynsegin fólk og konur þau sem lenda hvað mest í þessu kerfislega misrétti og kynferðisofbeldi og þessari normalíseringu á að þetta sé allt hluti af samfélaginu.“ Lísa segir að með því að taka þátt í göngunni finni þolendur samstöðu og styrk í krafti hvers annars. „Það getur verið gott að losa út trauma, sem þolandi, með því að labba niður Skólavörðustíginn öskrandi, og finna að þú sért umkringdur fólki sem trúir þér.“ Frá Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir hún stundum bera á því að bæði unga og elsta kynslóðin veiti málefninu minni stuðning en annars. „Við finnum svolítið fyrir því að ungu fólki finnist þetta fyndið. Við finnum fyrir því hjá eldra fólki, sextíu, sjötíu ára, að þetta orð, drusla, stuðar þau. Þeim finnst þetta ekki fyndið, þeim finnst þetta bara fáránlegt,“ segir Lísa. Hún segir skipuleggjendur þó finna fyrir miklum meðbyr frá fólki þar á milli. Druslugangan fer fram á laugardaginn. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og frá Árskóla á Sauðárkróki klukkan eitt. View this post on Instagram A post shared by Druslugangan // Slutwalk // Iceland (@druslugangan) Druslugangan Reykjavík Skagafjörður Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir áherslu göngunnar í ár vera rót vandans, hvers vegna Druslugangan er haldin. „Það er mikið af ungu fólki sem veit ekki hvað druslugangan er, hefur ekki áhuga á að tala um jafnréttismál og finnst þetta jafnvel bara smá fyndið, þannig að við höfum verið að einblína á upprunalega tilganginn með Druslugöngunni,“ segir Lísa. Hún segir frá atburðinum sem velti af stað hreyfingum víðast hvar um heiminn og þar með talið Druslugöngunni á Íslandi. Að árið 2011 í Toronto í Kanada hafi kona orðið fyrir kynferðisofbeldi og í kjölfarið sætt skömmum frá lögregluþjóni og henni sagt að sökum klæðaburðar hennar hafi hún orðið fyrir ofbeldinu. Sama ár var Druslugangan haldin í fyrsta skipti. Reykjavíkurdætur voru meðal þeirra sem fram komu á Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir Lísa skipuleggjendur göngunnar leggja áherslu á það í ár að upphefja raddir þolenda og halda umræðunni um kynbundið ofbeldi á lofti. „Nú erum við á þeim stað þar sem við erum búin að vera að tala um þetta svolítið lengi og Ísland er einhver jafnréttisparadís en staðan er samt ennþá þannig að þetta grasserar, gerendameðvirkni og normalíseríng á kynferðisofbeldi grasserar enn í samfélaginu,“ segir Lísa. Þolendur oftast kynsegin fólk og konur „Við erum að taka orðið „drusla“ til baka. Það er það sem druslugangan snerist um þegar þetta byrjaði og snýst enn þá um núna,“ segir Lísa. „Við erum, í senn, samstöðufundur með fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, öllum kynjum. Og auðvitað eru kynsegin fólk og konur þau sem lenda hvað mest í þessu kerfislega misrétti og kynferðisofbeldi og þessari normalíseringu á að þetta sé allt hluti af samfélaginu.“ Lísa segir að með því að taka þátt í göngunni finni þolendur samstöðu og styrk í krafti hvers annars. „Það getur verið gott að losa út trauma, sem þolandi, með því að labba niður Skólavörðustíginn öskrandi, og finna að þú sért umkringdur fólki sem trúir þér.“ Frá Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir hún stundum bera á því að bæði unga og elsta kynslóðin veiti málefninu minni stuðning en annars. „Við finnum svolítið fyrir því að ungu fólki finnist þetta fyndið. Við finnum fyrir því hjá eldra fólki, sextíu, sjötíu ára, að þetta orð, drusla, stuðar þau. Þeim finnst þetta ekki fyndið, þeim finnst þetta bara fáránlegt,“ segir Lísa. Hún segir skipuleggjendur þó finna fyrir miklum meðbyr frá fólki þar á milli. Druslugangan fer fram á laugardaginn. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og frá Árskóla á Sauðárkróki klukkan eitt. View this post on Instagram A post shared by Druslugangan // Slutwalk // Iceland (@druslugangan)
Druslugangan Reykjavík Skagafjörður Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira