Sorglegt að sveitarfélagið standi ekki með Seyðfirðingum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júlí 2023 17:38 Benedikta Guðrún er formaður félagasamtakanna VÁ, sem hefur það markmið að vernda Seyðisfjörð frá laxeldi í opnum sjókvíum. aðsend Fjölmenn mótmæli voru haldin á Seyðisfirði um helgina þar sem áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði var mótmælt. Formaður félagasamtaka á Seyðisfirði segir sorglegt sveitarfélagið standi ekki með meirihluta íbúa, sem eru andvígir áformunum. Félagasamtökin VÁ hafa í um þrjú ár barist gegn áformum um að koma upp um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Fyrr á þessu ári sýndi skoðanakönnun, sem Gallup framkvæmdi að ósk Múlaþings, fram á að um 75 prósent íbúa á Seyðisfirði væru andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er formaður samtakanna. „Á fimmtudaginn ákvaðum við að blása til samstöðufundar þar sem við heiðrum þessa samstöðu, komum saman og sögðum hátt og skýrt til allra landsmanna, stofnana, ríkis og til fyrirtækisins að við höfum engan áhuga á þessu sjókvíaeldi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stoppa það.“ Áform um uppbyggingu laxeldis í Seyðisfirði eru á vegum Ice Fish Farm. Benedikta segir meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings hafa sent íbúum skýr skilaboð um að ekki sé staðið við bak þeirra sem berjast gegn uppbyggingunni. „Þau hafa bara haldið fram algjöru valdaleysi og látið eins og þau hafi ekkert um málið að segja. En við vitum að svo er ekki, sveitarfélagið er rödd okkar til ríkisins. Þeim hefur verið tíðrætt um fulltrúalýðræði en gátu ekki einu sinni sent út móralska stuðningsyfirlýsingu til Seyðfirðinga í baráttu sinni, eftir að niðurstöður könnunarinnar komu í ljós.“ Hún segir niðurstöðuna hafa komið sveitarfélaginu á óvart og hún hafi verið sett ofan í skúffu í framhaldinu. Samtökin hafa kvartað til umboðsmanns og höfðað mál gegn ríkinu og innviðaráðherra vegna haf- og strandveiðiskipulags, þar sem nýtingarsvæði í firðinum hafi verið samþykkt eftir uppskrift fiskeldisfyrirtækisins. „Við munum halda á lofti þessari miklu valdníðslu og óréttmæti sem verið er að beita Seyðfirðinga.“ Benedikta segir að við stofnun sveitarfélagsins Múlaþings árið 2020, með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, hafi áhersla verið lögð á að minni kjarnar sveitarfélagsins héldu rödd sinni. „Þá voru loforð gefin um að hver kjarni myndi fá að njóta sín og heimastjórnir settar upp til að vernda sjálfstæði hvers kjarna. Hættan við sameiningu er enda að litlu kjarnarnir missi rödd. Í ljósi þess er þetta ótrúlega sorglegt.“ Fiskeldi Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Félagasamtökin VÁ hafa í um þrjú ár barist gegn áformum um að koma upp um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Fyrr á þessu ári sýndi skoðanakönnun, sem Gallup framkvæmdi að ósk Múlaþings, fram á að um 75 prósent íbúa á Seyðisfirði væru andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er formaður samtakanna. „Á fimmtudaginn ákvaðum við að blása til samstöðufundar þar sem við heiðrum þessa samstöðu, komum saman og sögðum hátt og skýrt til allra landsmanna, stofnana, ríkis og til fyrirtækisins að við höfum engan áhuga á þessu sjókvíaeldi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stoppa það.“ Áform um uppbyggingu laxeldis í Seyðisfirði eru á vegum Ice Fish Farm. Benedikta segir meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings hafa sent íbúum skýr skilaboð um að ekki sé staðið við bak þeirra sem berjast gegn uppbyggingunni. „Þau hafa bara haldið fram algjöru valdaleysi og látið eins og þau hafi ekkert um málið að segja. En við vitum að svo er ekki, sveitarfélagið er rödd okkar til ríkisins. Þeim hefur verið tíðrætt um fulltrúalýðræði en gátu ekki einu sinni sent út móralska stuðningsyfirlýsingu til Seyðfirðinga í baráttu sinni, eftir að niðurstöður könnunarinnar komu í ljós.“ Hún segir niðurstöðuna hafa komið sveitarfélaginu á óvart og hún hafi verið sett ofan í skúffu í framhaldinu. Samtökin hafa kvartað til umboðsmanns og höfðað mál gegn ríkinu og innviðaráðherra vegna haf- og strandveiðiskipulags, þar sem nýtingarsvæði í firðinum hafi verið samþykkt eftir uppskrift fiskeldisfyrirtækisins. „Við munum halda á lofti þessari miklu valdníðslu og óréttmæti sem verið er að beita Seyðfirðinga.“ Benedikta segir að við stofnun sveitarfélagsins Múlaþings árið 2020, með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, hafi áhersla verið lögð á að minni kjarnar sveitarfélagsins héldu rödd sinni. „Þá voru loforð gefin um að hver kjarni myndi fá að njóta sín og heimastjórnir settar upp til að vernda sjálfstæði hvers kjarna. Hættan við sameiningu er enda að litlu kjarnarnir missi rödd. Í ljósi þess er þetta ótrúlega sorglegt.“
Fiskeldi Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira