Gagnrýnir gestgjafaverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar: „Þvílík skömm, þvílíkt siðleysi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júlí 2023 15:06 Aðsend/Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skaut föstum skotum á Bjarnheiði Hallsdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, og á Góða gestgjafa, nýtt samstarfsverkefni sem er meðal annars á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar, í Facebook færslu sem hún birti í dag. Sólveig skrifar í Facebook færslu um verkföll hótelstarfsmanna fyrr á árinu og viðbrögð samtaka ferðaþjónustunnar, sér í lagi Bjarnheiðar, við því. „Henni datt ekkert annað í hug en að sturlast úr frekju og bræði þegar að ljóst var að vinnuaflið sem að hún vill láta arðræna á hótelum borgarinnar var tilbúið til að nota lögvarinn rétt sinn og leggja niður störf.“ Auk þess sakar Sólveig Bjarnheiði um lygar í tengslum við verkföllin. „Hún laug því líka að leggði félagsfólk Eflingar niður störf, sem eru þeirra stjórnarskrárvörðu grundvallar-mannréttindi, myndi verðbólgan aukast og að fólk yrði atvinnulaust.“ Sakar Bjarnheiði um þjófnað á þjóðareign Þá beinir hún athyglinni að verkefninu Góðir gestgjafar, sem er meðal annars í umsjá samtaka ferðaþjónustunnar. „Nú ætlar Bjarnheiður að lokka okkur öll til að auglýsa fallega landið okkar fyrir hana. Vill gera okkur öll að „gestgjöfum“ í gróða-veislu hennar og félaga hennar,“ segir í færslunni. „Og þetta ætlar hún að gera með algjörlega veruleikafirrtum stjórnvöldum sem eru því sem næst umboðslaus með öllu eftir svik, pretti, lygar og síðast en ekki síst þjófnað á þjóðareign okkar í þágu vina og vandamanna,“ bætir hún við. „Þvílík skömm, þvílíkt siðleysi. Þetta er svo ruglað að það er ekki einu sinni hægt að hlæja að þessu. Vonandi fer þetta skíta-verkefni beint á ruslahauginn þar sem það á heima,“ endar Sólveig á að segja. Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan. Nýju samstarfsverkefni, Góðir gestgjafar, var hleypt af stokkunum á föstudaginn. Markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að njóta þess mikilvæga hlutverks að vera gestgjafar og þeirra margvíslegu gæða sem því fylgja. Samtök ferðaþjónustunnar, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Ferðamálastofa, Íslenski ferðaklasinn og áfangastaðastofur landshlutanna sem standa að baki verkefninu. Ferðamennska á Íslandi Stéttarfélög Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sólveig skrifar í Facebook færslu um verkföll hótelstarfsmanna fyrr á árinu og viðbrögð samtaka ferðaþjónustunnar, sér í lagi Bjarnheiðar, við því. „Henni datt ekkert annað í hug en að sturlast úr frekju og bræði þegar að ljóst var að vinnuaflið sem að hún vill láta arðræna á hótelum borgarinnar var tilbúið til að nota lögvarinn rétt sinn og leggja niður störf.“ Auk þess sakar Sólveig Bjarnheiði um lygar í tengslum við verkföllin. „Hún laug því líka að leggði félagsfólk Eflingar niður störf, sem eru þeirra stjórnarskrárvörðu grundvallar-mannréttindi, myndi verðbólgan aukast og að fólk yrði atvinnulaust.“ Sakar Bjarnheiði um þjófnað á þjóðareign Þá beinir hún athyglinni að verkefninu Góðir gestgjafar, sem er meðal annars í umsjá samtaka ferðaþjónustunnar. „Nú ætlar Bjarnheiður að lokka okkur öll til að auglýsa fallega landið okkar fyrir hana. Vill gera okkur öll að „gestgjöfum“ í gróða-veislu hennar og félaga hennar,“ segir í færslunni. „Og þetta ætlar hún að gera með algjörlega veruleikafirrtum stjórnvöldum sem eru því sem næst umboðslaus með öllu eftir svik, pretti, lygar og síðast en ekki síst þjófnað á þjóðareign okkar í þágu vina og vandamanna,“ bætir hún við. „Þvílík skömm, þvílíkt siðleysi. Þetta er svo ruglað að það er ekki einu sinni hægt að hlæja að þessu. Vonandi fer þetta skíta-verkefni beint á ruslahauginn þar sem það á heima,“ endar Sólveig á að segja. Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan. Nýju samstarfsverkefni, Góðir gestgjafar, var hleypt af stokkunum á föstudaginn. Markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að njóta þess mikilvæga hlutverks að vera gestgjafar og þeirra margvíslegu gæða sem því fylgja. Samtök ferðaþjónustunnar, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Ferðamálastofa, Íslenski ferðaklasinn og áfangastaðastofur landshlutanna sem standa að baki verkefninu.
Ferðamennska á Íslandi Stéttarfélög Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira