Segir þörf á mannsæmandi samgöngum til Vestfjarða Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2023 14:30 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis. Vísir/Arnar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis, segir þörf á mannsæmandi samgöngum á Vestfjörðum. Mikill vöxtur væri á svæðinu og gera þyrfti mun betur þegar kæmi að samgöngum. Danska fyrirtækið Coloplast er að kaupa Kerecis fyrir um 176 milljarða króna. Kerecis verður sjálfstæð rekstrareining innan danska fyrirtækisins en umsvif fyrirtækisins eiga að aukast og störfum að fjölga á Ísafirði. Fyrirtækið hefur unnið að þróun leiða til að nýta þorskroð til að græða sár. Á örfáum árum varð Kerecis eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip, með því að nýta fiskafurðir sem er að mestu hent. Aðspurður um það hvers konar fyrirtæki Kerecis yrði eftir fimm ár, gangi ætlanir hans eftir, sagði Guðmundur að ein af sjálfstæðum vörulínum Coloplast sneri að sáraumbúðir og það væri stærsta sjálfstæða rekstrareining fyrirtækisins. Hún væri öflug víða um heim, nema í Bandaríkjunum, en þær væri Kerecis öflugt, með hátt í þrjú hundruð sölumenn og góðar dreifingarleiðir til sjúkrahúsa. „Ég hugsa að þetta komi til með að samlagast á næstu árum,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist búast við því að vörur Kerecis yrðu mjög mikilvægar fyrir Coloplast, þær yrðu áfram framleiddar á Ísafirði og aðgengilegar í þeim 140 löndum þar sem Coloplast selur vörur sínar. Viðtal Kristjáns við Guðmund var nokkuð langt og má hlusta á það hér að neðan. Farið var um nokkuð víðan völl. Guðmundur sagði að erfitt yrði að flytja Kerecis á brott frá Ísafirði. Þar væri líka gott að vera með rekstur þrátt fyrir ýmsar hindranir og nokkur fyrirtæki á svæðinu væru að vaxa mjög og ná árangri. „Tekjurnar hjá okkur eru um tuttugu milljarðar. Það er fiskeldi hérna fyrir vestan sem hefur vaxið upp úr ekki neinu í um fjörutíu milljarða núna í ár og verður kannski komið í 120 eftir þrjú fjögur ár.“ Hann sagði meðal annars í samtali við Kristján að samgöngur á Vestfjörðum væru erfiðar. Gera þyrfti miklu betur og tengja þyrfti landshlutann við Reykjavíkursvæðið með láglendisveg. Það ætti að kosta um fimmtíu milljarða króna. „Ég nefni áðan að tekjur Kerecis og laxeldis á Vestfjörðum verða kannski hundrað til hundrað og fimmtíu milljarðar,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það kostar einn þriðja af þessu að gera mannsæmandi samgönguleið hingað vestur.“ Guðmundur sagði flugsamgöngur ekki heldur nægilega góðar og ekkert væri verið að skoða hvort hægt væri að gera bætur á því. „Það er bara galið að það sé ekki verið að skoða þessa hluti í samhengi og gera mannsæmandi fyrir fólk að eiga samgöngur hingað.“ Guðmundur gagnrýndi það að verið væri að verja 250 milljónum í Borgarlínu, sem hann lýsti sem gamalli tækni. Sagði hann að sjálfkeyrandi bílar myndu taka yfir á komandi árum. Vara Kerecis er keyrð suður en Guðmundur segir hana létta og því eigi fyrirtækið ekki í sömu vandræðum og laxeldið, sem notar stóra og þunga bíla sem festast iðulega á heiðum og hálsum Vestfjarða. Sprengisandur Ísafjarðarbær Kaup og sala fyrirtækja Samgöngur Tengdar fréttir Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. 7. júlí 2023 17:15 Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Danska fyrirtækið Coloplast er að kaupa Kerecis fyrir um 176 milljarða króna. Kerecis verður sjálfstæð rekstrareining innan danska fyrirtækisins en umsvif fyrirtækisins eiga að aukast og störfum að fjölga á Ísafirði. Fyrirtækið hefur unnið að þróun leiða til að nýta þorskroð til að græða sár. Á örfáum árum varð Kerecis eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip, með því að nýta fiskafurðir sem er að mestu hent. Aðspurður um það hvers konar fyrirtæki Kerecis yrði eftir fimm ár, gangi ætlanir hans eftir, sagði Guðmundur að ein af sjálfstæðum vörulínum Coloplast sneri að sáraumbúðir og það væri stærsta sjálfstæða rekstrareining fyrirtækisins. Hún væri öflug víða um heim, nema í Bandaríkjunum, en þær væri Kerecis öflugt, með hátt í þrjú hundruð sölumenn og góðar dreifingarleiðir til sjúkrahúsa. „Ég hugsa að þetta komi til með að samlagast á næstu árum,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist búast við því að vörur Kerecis yrðu mjög mikilvægar fyrir Coloplast, þær yrðu áfram framleiddar á Ísafirði og aðgengilegar í þeim 140 löndum þar sem Coloplast selur vörur sínar. Viðtal Kristjáns við Guðmund var nokkuð langt og má hlusta á það hér að neðan. Farið var um nokkuð víðan völl. Guðmundur sagði að erfitt yrði að flytja Kerecis á brott frá Ísafirði. Þar væri líka gott að vera með rekstur þrátt fyrir ýmsar hindranir og nokkur fyrirtæki á svæðinu væru að vaxa mjög og ná árangri. „Tekjurnar hjá okkur eru um tuttugu milljarðar. Það er fiskeldi hérna fyrir vestan sem hefur vaxið upp úr ekki neinu í um fjörutíu milljarða núna í ár og verður kannski komið í 120 eftir þrjú fjögur ár.“ Hann sagði meðal annars í samtali við Kristján að samgöngur á Vestfjörðum væru erfiðar. Gera þyrfti miklu betur og tengja þyrfti landshlutann við Reykjavíkursvæðið með láglendisveg. Það ætti að kosta um fimmtíu milljarða króna. „Ég nefni áðan að tekjur Kerecis og laxeldis á Vestfjörðum verða kannski hundrað til hundrað og fimmtíu milljarðar,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það kostar einn þriðja af þessu að gera mannsæmandi samgönguleið hingað vestur.“ Guðmundur sagði flugsamgöngur ekki heldur nægilega góðar og ekkert væri verið að skoða hvort hægt væri að gera bætur á því. „Það er bara galið að það sé ekki verið að skoða þessa hluti í samhengi og gera mannsæmandi fyrir fólk að eiga samgöngur hingað.“ Guðmundur gagnrýndi það að verið væri að verja 250 milljónum í Borgarlínu, sem hann lýsti sem gamalli tækni. Sagði hann að sjálfkeyrandi bílar myndu taka yfir á komandi árum. Vara Kerecis er keyrð suður en Guðmundur segir hana létta og því eigi fyrirtækið ekki í sömu vandræðum og laxeldið, sem notar stóra og þunga bíla sem festast iðulega á heiðum og hálsum Vestfjarða.
Sprengisandur Ísafjarðarbær Kaup og sala fyrirtækja Samgöngur Tengdar fréttir Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. 7. júlí 2023 17:15 Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. 7. júlí 2023 17:15
Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48
Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20