Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 10:36 Ferðamenn á leið að sjá eldgosið í Meradölum við Fagradalsfjall 2022. vísir/vilhelm „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Skjálftahrina hófst fyrir um sólarhring við Fagradalsfjall. Yfir 1700 skjálftar hafa mælst og fimm yfir 4 að stærð, sá stærsti mældist 4,8 að stærð klukkan 8:21 í morgun. „Við erum svo sem undirbúnir fyrir þetta eins og venjulega þannig við erum með allt klárt. Það breytti í raun engri rútínu hjá okkur að þetta hætti. Núna snýr þetta bara að símtölum og fundarhöldum,“ segir Bogi. Hann mikilvægt að björgunarsveitir fari ekki af stað „nema að það sé eitthvað í gangi,“ til að forðast ringulreið. „Við förum bara í okkar eftirlitsstöður, treystum á okkar fólk í þessu. Það vinna allir á sömu blaðsíðu og við bíðum bara eftir frekari upplýsingum.“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns.Vísir/Egill Bogi segir aðal-áhyggjuefnið vera ferðamenn á svæðinu. 200-500 manns hafi verið á svæðinu á dag frá því að eldgosinu í Meradölum lauk. „Það hefur farið upp í 800 og þegar þetta fréttist mun traffíkin aukast eftir því. Svo er fólkið sem ætlar að ná fyrstu myndinni, það er ekkert sem segir okkur hvar þetta kemur.“ Fólk er hvatt til að halda sig frá svæðinu en ekkert liggur fyrir um lokun á svæðinu. „Eins og er, er þetta bara gönguleið,“ segir Bogi sem er sjálfur staddur á N1 mótinu fyrir norðan og hefur því ekki fundið fyrir skjálftum á svæðinu. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir rólegt yfir bænum enda séu bæjarbúar öllu vanir. Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Skjálftahrina hófst fyrir um sólarhring við Fagradalsfjall. Yfir 1700 skjálftar hafa mælst og fimm yfir 4 að stærð, sá stærsti mældist 4,8 að stærð klukkan 8:21 í morgun. „Við erum svo sem undirbúnir fyrir þetta eins og venjulega þannig við erum með allt klárt. Það breytti í raun engri rútínu hjá okkur að þetta hætti. Núna snýr þetta bara að símtölum og fundarhöldum,“ segir Bogi. Hann mikilvægt að björgunarsveitir fari ekki af stað „nema að það sé eitthvað í gangi,“ til að forðast ringulreið. „Við förum bara í okkar eftirlitsstöður, treystum á okkar fólk í þessu. Það vinna allir á sömu blaðsíðu og við bíðum bara eftir frekari upplýsingum.“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns.Vísir/Egill Bogi segir aðal-áhyggjuefnið vera ferðamenn á svæðinu. 200-500 manns hafi verið á svæðinu á dag frá því að eldgosinu í Meradölum lauk. „Það hefur farið upp í 800 og þegar þetta fréttist mun traffíkin aukast eftir því. Svo er fólkið sem ætlar að ná fyrstu myndinni, það er ekkert sem segir okkur hvar þetta kemur.“ Fólk er hvatt til að halda sig frá svæðinu en ekkert liggur fyrir um lokun á svæðinu. „Eins og er, er þetta bara gönguleið,“ segir Bogi sem er sjálfur staddur á N1 mótinu fyrir norðan og hefur því ekki fundið fyrir skjálftum á svæðinu. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir rólegt yfir bænum enda séu bæjarbúar öllu vanir.
Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08