Tjarnarbíó bjargað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 13:09 Sara Martí er eðli málsins samkvæmt sátt við að lausn hafi fundist á málum Tjarnarbíó. Ríkið mun í samstarfi við Reykjavíkurborg leita leiða til að tryggja rekstur Tjarnarbíós og verður leikhúsinu því ekki lokað í haust. Leikhússtýra segist anda léttar. „Okkur hefur ekki verið sagt nákvæmlega hvernig þau ætla að útlista þetta en okkur hefur verið lofað því að það muni ekki koma til þess að við munum þurfa að loka í haust eins og við gerðum áður ráð fyrir,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós í samtali við Vísi. Áður hefur komið fram að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni dugi núverandi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Gerði Sara ráð fyrir því að leikhúsið myndi þurfa að loka dyrum sínum í haust en nú hefur lending náðst í málinu. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að Menningar-og viðskiptaráðuneytið hafi átt í samtali við Reykjavíkurborg um að finna lausn á bráðavanda Tjarnarbíós og um leið að horfa á sameiginlega lausn til framtíðar. Sara Martí segir að ætlunin sé að ríkið, borgin og aðstandendur leikhússins fari í allsherjar þarfagreiningu á rekstri sjálfstæðra sviðslista hér á landi í kjölfarið. Hún segir eðli málsins samkvæmt vera létt vegna niðurstöðunnar. „Það var mjög erfitt að vita ekki fyrir sumarfrí hvort við værum að fara að vera með vinnu aftur í september. Mér er geysilega létt að vita af því bæði fyrir okkur starfsfólkið en líka sjálfstæðu leiklistarsenuna í heild.“ Hún segir næsta leikár vera pakkað og skipulagt í þaula. Gleðitíðindi séu fólgin í því að sjálfstætt starfandi listafólk fái áfram sinn vettvang í Tjarnarbíó. „Það er ótrúlega mikilvægt því við getum ekki framkvæmt listina okkar nema vera með svið. Það er gleðilegt að þurfa ekki að velta rekstrinum fyrir okkur ár eftir ár líkt og ríki og borg leggja nú upp með.“ Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
„Okkur hefur ekki verið sagt nákvæmlega hvernig þau ætla að útlista þetta en okkur hefur verið lofað því að það muni ekki koma til þess að við munum þurfa að loka í haust eins og við gerðum áður ráð fyrir,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós í samtali við Vísi. Áður hefur komið fram að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni dugi núverandi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Gerði Sara ráð fyrir því að leikhúsið myndi þurfa að loka dyrum sínum í haust en nú hefur lending náðst í málinu. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að Menningar-og viðskiptaráðuneytið hafi átt í samtali við Reykjavíkurborg um að finna lausn á bráðavanda Tjarnarbíós og um leið að horfa á sameiginlega lausn til framtíðar. Sara Martí segir að ætlunin sé að ríkið, borgin og aðstandendur leikhússins fari í allsherjar þarfagreiningu á rekstri sjálfstæðra sviðslista hér á landi í kjölfarið. Hún segir eðli málsins samkvæmt vera létt vegna niðurstöðunnar. „Það var mjög erfitt að vita ekki fyrir sumarfrí hvort við værum að fara að vera með vinnu aftur í september. Mér er geysilega létt að vita af því bæði fyrir okkur starfsfólkið en líka sjálfstæðu leiklistarsenuna í heild.“ Hún segir næsta leikár vera pakkað og skipulagt í þaula. Gleðitíðindi séu fólgin í því að sjálfstætt starfandi listafólk fái áfram sinn vettvang í Tjarnarbíó. „Það er ótrúlega mikilvægt því við getum ekki framkvæmt listina okkar nema vera með svið. Það er gleðilegt að þurfa ekki að velta rekstrinum fyrir okkur ár eftir ár líkt og ríki og borg leggja nú upp með.“
Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira