Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2023 22:11 Halla Ingólfsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Grímsey. Egill Aðalsteinsson Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. Í fréttum Stöðvar 2 var nyrsta byggð Íslands heimsótt. Sjá mátti kríugerið forða sér af flugbrautinni þegar flugvél Norlandair kom inn til lendingar. Vélin var að koma frá Akureyri, fullsetin nítján farþegum af skemmtiferðaskipi. Við flugstöðina var einnig vél frá Circle Air, sem kom með sex ferðamenn. Flugvélar Circle Air og Norlandair á flugvellinum í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í hópi þeirra sem sinna ferðamönnum í eynni er Halla Ingólfsdóttir. Hún segist bjóða upp á leiðsögn, bátsferðir, snorkel og gistingu og leigja út níu herbergi. En hvað er það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey? Lundinn er eitt helsta aðdráttaraflið.Egill Aðalsteinsson „Það er að sjálfsögðu lundinn og fuglalífið og heimskautsbaugurinn að sjálfsögðu. Svo vil ég nú meina að við séum alveg hrikalega skemmtilegt samfélag. Það eru margir sem koma aftur, bara út af okkur,“ segir ferðaþjónustubóndinn Halla og tekur fram að atvinnuljósmyndarar hafi verið áberandi. Ferðamönnum býðst að aka um Grímsey í þessari lest.Egill Aðalsteinsson En hvað með íslenska ferðamenn? „Það hefur aukist með Íslendingana. En það er bara nýlega skeð. Áður fyrr voru þetta bara 99 prósent útlendingar sem komu. En ég sé skemmtilega aukningu af Íslendingum.“ Fuglalífið, björgin og strandlengjan heilla.Egill Aðalsteinsson Hún segir tímabilið stutt og júlímánuður á næsta ári sé nánast orðinn fullbókaður. „Fyrir covid þá var orðinn ferðamaður hérna liggur við nánast í hverri einustu viku, á veturna líka. Og það var alltaf að fjölga. Svo kemur þetta leiðinda tímabil þarna. En mér finnst að þetta sé að taka hressilega við sér aftur. Ég hef alveg fulla trú á því að það sé hægt að gera þetta yfir veturinn líka.“ Grímsey séð úr lofti.Egill Aðalsteinsson „En það er náttúrlega bara eins og ég hef oft sagt: Þetta snýst allt um samgöngur til og frá eyjunni. Þetta snýst algjörlega og allt um það,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Grímsey. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsey Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Byggðamál Tengdar fréttir Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var nyrsta byggð Íslands heimsótt. Sjá mátti kríugerið forða sér af flugbrautinni þegar flugvél Norlandair kom inn til lendingar. Vélin var að koma frá Akureyri, fullsetin nítján farþegum af skemmtiferðaskipi. Við flugstöðina var einnig vél frá Circle Air, sem kom með sex ferðamenn. Flugvélar Circle Air og Norlandair á flugvellinum í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í hópi þeirra sem sinna ferðamönnum í eynni er Halla Ingólfsdóttir. Hún segist bjóða upp á leiðsögn, bátsferðir, snorkel og gistingu og leigja út níu herbergi. En hvað er það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey? Lundinn er eitt helsta aðdráttaraflið.Egill Aðalsteinsson „Það er að sjálfsögðu lundinn og fuglalífið og heimskautsbaugurinn að sjálfsögðu. Svo vil ég nú meina að við séum alveg hrikalega skemmtilegt samfélag. Það eru margir sem koma aftur, bara út af okkur,“ segir ferðaþjónustubóndinn Halla og tekur fram að atvinnuljósmyndarar hafi verið áberandi. Ferðamönnum býðst að aka um Grímsey í þessari lest.Egill Aðalsteinsson En hvað með íslenska ferðamenn? „Það hefur aukist með Íslendingana. En það er bara nýlega skeð. Áður fyrr voru þetta bara 99 prósent útlendingar sem komu. En ég sé skemmtilega aukningu af Íslendingum.“ Fuglalífið, björgin og strandlengjan heilla.Egill Aðalsteinsson Hún segir tímabilið stutt og júlímánuður á næsta ári sé nánast orðinn fullbókaður. „Fyrir covid þá var orðinn ferðamaður hérna liggur við nánast í hverri einustu viku, á veturna líka. Og það var alltaf að fjölga. Svo kemur þetta leiðinda tímabil þarna. En mér finnst að þetta sé að taka hressilega við sér aftur. Ég hef alveg fulla trú á því að það sé hægt að gera þetta yfir veturinn líka.“ Grímsey séð úr lofti.Egill Aðalsteinsson „En það er náttúrlega bara eins og ég hef oft sagt: Þetta snýst allt um samgöngur til og frá eyjunni. Þetta snýst algjörlega og allt um það,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Grímsey. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsey Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Byggðamál Tengdar fréttir Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44
Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10