Hæstiréttur Íslands segir kynmisræmi sjúkdóm Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 1. júlí 2023 08:30 Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á gamaldags viðhorfum og er í hrópandi mótsögn við baráttu transfólks sem hefur um árabil leitast eftir að viðurkennt sé að þau séu ekki haldin sjúkdómi og þurfi ekki atbeina heilbrigðisstarfsfólks til viðurkenningar á kynvitund sinni. Niðurstaðan gengur einnig þvert á uppfært greiningarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur fellt kynmisræmi af lista yfir sjúkdóma. Nágrannaþjóðir okkar hafa einnig flestar stigið það skref að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Í málinu, sem rekið var af VR fyrir hönd félagsmanns, var deilt um rétt til launa í skipulögðu leyfi transmanns vegna brjóstnámsaðgerðar sem hann fór í. Skilyrði veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið orðinn óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Hæstiréttur á villigötum Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að tilgangur laga um kynrænt sjálfræði hafi ekki verið sá að skerða réttindi transfólks og er niðurstöðu Landsréttar um að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur hafnað. Ekki er hægt að taka undir það sjónarmið, enda byggir sú ályktun á þeirri röngu forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Kynmisræmi var fyrst skilgreint sem geðsjúkdómur árið 1992. Nú er hins vegar samdóma álit að kynmisræmi hafi aldrei verið sjúkdómur, líkt og samkynhneigð sem eitt sinn var flokkuð sem sjúkdómur en í dag myndi enginn halda slíku fram. Það er óforsvaranlegt að Hæstiréttur Íslands gangi út frá því að öll sem upplifað hafa kynmisræmi í áranna rás hafi verið haldin geðsjúkdómi. Lögin um kynrænt sjálfræði byggja á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í átt að viðurkenningu þeirrar staðreyndar að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur en lögin tryggja hins vegar aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu. Hæstiréttur nefnir að kynmisræmi geti valdið kynama sem kunni að hafa í för með sér vanlíðan sem leitt geti til þunglyndis, kvíða og félagslegrar einangrunar. Því er ekki mótmælt en í þessu máli var ekki um slíkt að ræða. Enn fremur nefnir Hæstiréttur að slík vanlíðan geti orsakað sjálfsvíg. Af niðurstöðu réttarins má ætla að þó starfsmaðurinn hafi ekki glímt við andleg veikindi hafi aðgerðin verið til að koma í veg fyrir hugsanlegt sjálfsvíg starfsmannsins í framtíðinni. Það er forvitnilegt að vita meira um þessa vegferð sem Hæstiréttur Íslands er á. Einstaklingar sem upplifa kynmisræmi eiga hins vegar ekki að þurfa að vera tekjulausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að gangast undir aðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. Þrátt fyrir að kjarasamningar og lög takmarki vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys er hægt að sækja um greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki. Sú leið sem Hæstiréttur kýs að feta, að byggja greiðslu veikindalauna á því að um sjúkdóm sé að ræða, bætir ekki stöðu transfólks á vinnumarkaði. Þvert á móti getur slík nálgun haft í för með sér frekari jaðarsetningu og skert atvinnuréttindi transfólks. Alþjóðastofnanir sem Ísland á aðild að, sem og nágrannaþjóðir okkar, hafa síðastliðin ár tekið af skarið í að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað því og telja það mikilvægt skref í átt að viðurkenningu mannréttinda tengdum kynvitund og kynjafjölbreytileika. Ástæðan er meðal annars hættan á frekari jaðarsetningu hópsins og aukinni mismunun í hans garð, sem getur fylgt slíkum sjúkdóms-stimpli. Hæstiréttur Íslands virðir þetta að vettugi í dómi sínum. Aftur á móti liggur fyrir að uppfært greiningakerfi WHO, þar sem kynmisræmi hefur verið fellt út af lista yfir sjúkdóma, verði innleitt hér á landi árið 2025. Samkvæmt umræddum dómi telur Hæstiréttur Íslands kynmisræmi vera sjúkdóm, en eftir eitt og hálft ár verði staðan önnur. Það ætti ef til vill betur við að segja "öldin önnur". Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA og með LLM-gráðu í alþjóðlegum mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Vinnumarkaður Hinsegin Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á gamaldags viðhorfum og er í hrópandi mótsögn við baráttu transfólks sem hefur um árabil leitast eftir að viðurkennt sé að þau séu ekki haldin sjúkdómi og þurfi ekki atbeina heilbrigðisstarfsfólks til viðurkenningar á kynvitund sinni. Niðurstaðan gengur einnig þvert á uppfært greiningarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur fellt kynmisræmi af lista yfir sjúkdóma. Nágrannaþjóðir okkar hafa einnig flestar stigið það skref að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Í málinu, sem rekið var af VR fyrir hönd félagsmanns, var deilt um rétt til launa í skipulögðu leyfi transmanns vegna brjóstnámsaðgerðar sem hann fór í. Skilyrði veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið orðinn óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Hæstiréttur á villigötum Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að tilgangur laga um kynrænt sjálfræði hafi ekki verið sá að skerða réttindi transfólks og er niðurstöðu Landsréttar um að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur hafnað. Ekki er hægt að taka undir það sjónarmið, enda byggir sú ályktun á þeirri röngu forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Kynmisræmi var fyrst skilgreint sem geðsjúkdómur árið 1992. Nú er hins vegar samdóma álit að kynmisræmi hafi aldrei verið sjúkdómur, líkt og samkynhneigð sem eitt sinn var flokkuð sem sjúkdómur en í dag myndi enginn halda slíku fram. Það er óforsvaranlegt að Hæstiréttur Íslands gangi út frá því að öll sem upplifað hafa kynmisræmi í áranna rás hafi verið haldin geðsjúkdómi. Lögin um kynrænt sjálfræði byggja á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í átt að viðurkenningu þeirrar staðreyndar að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur en lögin tryggja hins vegar aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu. Hæstiréttur nefnir að kynmisræmi geti valdið kynama sem kunni að hafa í för með sér vanlíðan sem leitt geti til þunglyndis, kvíða og félagslegrar einangrunar. Því er ekki mótmælt en í þessu máli var ekki um slíkt að ræða. Enn fremur nefnir Hæstiréttur að slík vanlíðan geti orsakað sjálfsvíg. Af niðurstöðu réttarins má ætla að þó starfsmaðurinn hafi ekki glímt við andleg veikindi hafi aðgerðin verið til að koma í veg fyrir hugsanlegt sjálfsvíg starfsmannsins í framtíðinni. Það er forvitnilegt að vita meira um þessa vegferð sem Hæstiréttur Íslands er á. Einstaklingar sem upplifa kynmisræmi eiga hins vegar ekki að þurfa að vera tekjulausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að gangast undir aðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. Þrátt fyrir að kjarasamningar og lög takmarki vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys er hægt að sækja um greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki. Sú leið sem Hæstiréttur kýs að feta, að byggja greiðslu veikindalauna á því að um sjúkdóm sé að ræða, bætir ekki stöðu transfólks á vinnumarkaði. Þvert á móti getur slík nálgun haft í för með sér frekari jaðarsetningu og skert atvinnuréttindi transfólks. Alþjóðastofnanir sem Ísland á aðild að, sem og nágrannaþjóðir okkar, hafa síðastliðin ár tekið af skarið í að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað því og telja það mikilvægt skref í átt að viðurkenningu mannréttinda tengdum kynvitund og kynjafjölbreytileika. Ástæðan er meðal annars hættan á frekari jaðarsetningu hópsins og aukinni mismunun í hans garð, sem getur fylgt slíkum sjúkdóms-stimpli. Hæstiréttur Íslands virðir þetta að vettugi í dómi sínum. Aftur á móti liggur fyrir að uppfært greiningakerfi WHO, þar sem kynmisræmi hefur verið fellt út af lista yfir sjúkdóma, verði innleitt hér á landi árið 2025. Samkvæmt umræddum dómi telur Hæstiréttur Íslands kynmisræmi vera sjúkdóm, en eftir eitt og hálft ár verði staðan önnur. Það ætti ef til vill betur við að segja "öldin önnur". Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA og með LLM-gráðu í alþjóðlegum mannréttindum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar