Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2023 11:00 Sigríður telur viðhorf Dóru Bjartar lýsa firringu hvað varði tilgang gjalda í bílastæði og nú eigi einfaldlega að leggja auknar kvaðir á íbúa í vesturhluta borgarinnar og svo þá sem haldi atvinnulífi í miðborginni uppi. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. Vísir greindi í gær frá því að tillaga um hækkun bílastæðagjalda í Reykjavíkurborg hafi verið samþykkt. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósenta hækkun á dýrasta svæðinu. Þá á að taka upp þann hátt að rukka fyrir stæði á sunnudögum, sem er nýtt. Sigríði lýst ekki á blikuna og hefur eitt og annað við þetta ráðslag að athuga. Vafasöm rök að baki gjaldheimtunni Hún vitnar til þess sem Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati í borgarstjórn hefur um málið að segja: „Þetta snýst um það að við viljum að fólk geti komið á þessi svæði og fengið bílastæði ef það þarf á því að halda. Frekar en að einhverjir aðilar noti bílastæðin yfir óþarflega langan tíma einungis vegna þess að það er svo þægilegt, af því það er annað hvort ekki gjaldskylda eða þeim finnst gjaldið vera það lágt að þeir geti látið bílinn sinn vera þar heilan dag.“ Sigríður segir að Dóra gefi sem sagt lítið fyrir þá þróun sem borgin beri ábyrgð á, að setja gjaldskyldu inn í hrein íbúðahverfi. Og þar sé vesturhluti borgarinnar einkum undir. Sigríður segir í því sambandi að rök hafi verið færð fyrir gjaldskyldu í íbúðargötum sem hafi lotið að því að koma í veg fyrir að utanaðkomandi nýti stæðin á hefðbundnum vinnutíma sem séu í sjálfu sér umdeilanleg rök. En kynnt sem mikið hagræði fyrir íbúa sem þó þurfa að greiða fyrir að leggja bílum sínum sem er hið svokallaða íbúakort. Íbúar í vesturhluta borgarinnar borga brúsann „Íbúar vesturhluta borgarinnar eru klárlega í annarri og verri stöðu en aðrir hvað varðar bílastæðaþjónstu/gatnagerð borgarinnar sem þeir þó hafa lagt fé til. Hér er um að ræða sérstaka gjaldheimtu sem eðli máls samkvæmt leggst bara á þá og þeirra gesti. Að mínu mati er þetta á mörkum þess að standast jafnræðissjónarmið en uppfyllir alveg örugglega skilyrði um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar,“ segir Sigríður. Sigríður segir tilgangurinn einfaldlega sýna að sækja eigi tekjur til bæði þeirra sem halda uppi vinnustöðum í miðborginni, sem Sigríður telur í sjálfu sér ótrúleg afstaða borgaryfirvalda til atvinnulífs í miðborginni og svo til íbúa. „Gjaldskylda verður meira en hálfan sólarhringinn alla daga. Ekki einu sinni sunnudagar verða heilagir frá bæjardyrum stöðumælasjóðs.“ Samgöngur Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Vísir greindi í gær frá því að tillaga um hækkun bílastæðagjalda í Reykjavíkurborg hafi verið samþykkt. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósenta hækkun á dýrasta svæðinu. Þá á að taka upp þann hátt að rukka fyrir stæði á sunnudögum, sem er nýtt. Sigríði lýst ekki á blikuna og hefur eitt og annað við þetta ráðslag að athuga. Vafasöm rök að baki gjaldheimtunni Hún vitnar til þess sem Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati í borgarstjórn hefur um málið að segja: „Þetta snýst um það að við viljum að fólk geti komið á þessi svæði og fengið bílastæði ef það þarf á því að halda. Frekar en að einhverjir aðilar noti bílastæðin yfir óþarflega langan tíma einungis vegna þess að það er svo þægilegt, af því það er annað hvort ekki gjaldskylda eða þeim finnst gjaldið vera það lágt að þeir geti látið bílinn sinn vera þar heilan dag.“ Sigríður segir að Dóra gefi sem sagt lítið fyrir þá þróun sem borgin beri ábyrgð á, að setja gjaldskyldu inn í hrein íbúðahverfi. Og þar sé vesturhluti borgarinnar einkum undir. Sigríður segir í því sambandi að rök hafi verið færð fyrir gjaldskyldu í íbúðargötum sem hafi lotið að því að koma í veg fyrir að utanaðkomandi nýti stæðin á hefðbundnum vinnutíma sem séu í sjálfu sér umdeilanleg rök. En kynnt sem mikið hagræði fyrir íbúa sem þó þurfa að greiða fyrir að leggja bílum sínum sem er hið svokallaða íbúakort. Íbúar í vesturhluta borgarinnar borga brúsann „Íbúar vesturhluta borgarinnar eru klárlega í annarri og verri stöðu en aðrir hvað varðar bílastæðaþjónstu/gatnagerð borgarinnar sem þeir þó hafa lagt fé til. Hér er um að ræða sérstaka gjaldheimtu sem eðli máls samkvæmt leggst bara á þá og þeirra gesti. Að mínu mati er þetta á mörkum þess að standast jafnræðissjónarmið en uppfyllir alveg örugglega skilyrði um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar,“ segir Sigríður. Sigríður segir tilgangurinn einfaldlega sýna að sækja eigi tekjur til bæði þeirra sem halda uppi vinnustöðum í miðborginni, sem Sigríður telur í sjálfu sér ótrúleg afstaða borgaryfirvalda til atvinnulífs í miðborginni og svo til íbúa. „Gjaldskylda verður meira en hálfan sólarhringinn alla daga. Ekki einu sinni sunnudagar verða heilagir frá bæjardyrum stöðumælasjóðs.“
Samgöngur Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira