„Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júní 2023 11:45 Jón Gunnarsson vildi ekki taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Jón mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar. Í upphafi töluðu þau um hvalveiðar en þegar líða fór á þáttinn færðist umræðan yfir í Íslandsbankamálið. Þorbjörg furðaði sig á því að Sjálfstæðismenn væru að hafa áhyggjur af „einhverjum mögulegum lögbrotum“ í tengslum við hvalveiðarnar á sama tíma og skýrsla frá fjármálaeftirlitinu sýnir að salan á Íslandsbanka var „drekkhlaðin lögbrotum.“ Hún segir lög um bankasöluna vera afskaplega skýr um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra beri ábyrgð á sölunni. Einnig bendir hún á að umboðsmaður Alþingis sé að fjalla um það núna hvort Bjarni hafi farið gegn stjórnsýslulögum. „Ég heyri óskaplega lítið um þetta frá Jóni, um mikilvægi þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu réttum megin við lögin.“ „Það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú“ Jón segir að það sé alveg rétt að umboðsmaður sé að skoða málið. Hann er þó á því að Þorbjörg og fleiri séu búin að dæma í málinu. „Nei, aldeilis ekki,“ segir Þorbjörg við því. „Jú, þið eruð víst búin að dæma, margoft talið um lögbrot. Alveg eins og þið töluðuð um lögbrot hjá mér og svo framvegis sem stóðst enga skoðun,“ segir Jón þá. „Jón Gunnarsson það voru framin lögbrot við sölu bankans, það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú,“ segir Þorbjörg svo. Jón segir að það hafi verið mjög ítrekuð lögbrot hjá þeim aðilum sem sáum um framkvæmd sölunnar. „Þeir gáfu rangar upplýsingar til bankasýslunnar sem segir okkur það að fjármálaráðherra fékk rangar upplýsingar. En hvað er að halda í þessu kerfi? Jú, það er að halda eftirlitskerfið sem er að grípa þarna inn í.“ Aðspurður um hvort þetta eftirlitskerfi hefði kannski átt að grípa inn í fyrr segir Jón að það geti vel verið. „En það er samt að grípa þarna inn í. Það er kannski erfitt að grípa inn í hluti þegar þeir gerast svona hratt en það er verið að grípa inn í og hver hefur átt frumkvæði að þeirri lagasetningu sem þetta kerfi er í? Jú það er fjármálaráðherra, sem er búinn að herða lagasetninguna og umgjörð í þessu allan tímann.“ Rifjar upp frumvarp Bjarna Jón rifjar að fyrir fjórum árum síðan hafi Bjarni lagt fram frumvarp um að leggja niður bankasýsluna. Því hafi verið hafnað af stjórnarandstöðunni og samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Hann segir Bjarna hafa sagt á sínum tíma að það væri eðlilegt að pólitíkin taki ábyrgð og Bankasýslan verði lögð niður. „Því var hafnað af þinginu og hann var rekinn til baka með frumvarpið. En nú á hann að bera ábyrgð á öllu.“ Þorbjörg minnir þá á tilkynningu um „dauða bankasýslunnar“ sem ríkisstjórnin sendi út í apríl um fyrra. „Nú á þessi umboðslausa bankasýsla, sem ríkisstjórnin sjálf úrskurðaði látna, að mæta á hluthafafund fyrir hönd almennings til að ræða söluna.“ Bankasýslan sé umboðslaus í pólitísku samhengi Þorbjörg segir að vegna tilkynningarinnar sé Bankasýslan í pólitísku samhengi umboðslaus. „Aftur komum við að lögfræðinni hérna, og það er lögfræðingurinn sem talar,“ segir Jón við því en Þorbjörg skýtur þá inn í: „Ég kann mína lögfræði ágætlega þakka þér fyrir.“ Jón segir þá að samkvæmt lögum geti enginn tekið umboð Bankasýslunnar til baka nema Alþingi með því að breyta lögum. Þorbjörg segir þá að hún hafi verið að lýsa því hver pólitíski veruleikinn sé. Þorbjörg Sigríður segir Bankasýsluna vera umboðslausa í pólitísku samhengi.Vísir/Arnar „Þó að ríkisstjórnin segi að það sé á stefnuskrá þeirra núna að vera sammála því sem Bjarni Benediktsson vildi gera fyrir fjórum árum, að leggja niður bankasýsluna, þá er hún ekkert í umboðslaus í dag. Það er Alþingi sem verður að afgreiða það og breyta lögum,“ segir Jón. Undir lokin var Jón spurður hvort þetta eigi eftir að fella ríkisstjórnina: „Ég ætla nú ekki að taka hana af lífi hér í beinni útsendingu. En ég get alveg sagt það að þetta hefur verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf og þau eiga eftir að koma í ljós.“ Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Jón mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar. Í upphafi töluðu þau um hvalveiðar en þegar líða fór á þáttinn færðist umræðan yfir í Íslandsbankamálið. Þorbjörg furðaði sig á því að Sjálfstæðismenn væru að hafa áhyggjur af „einhverjum mögulegum lögbrotum“ í tengslum við hvalveiðarnar á sama tíma og skýrsla frá fjármálaeftirlitinu sýnir að salan á Íslandsbanka var „drekkhlaðin lögbrotum.“ Hún segir lög um bankasöluna vera afskaplega skýr um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra beri ábyrgð á sölunni. Einnig bendir hún á að umboðsmaður Alþingis sé að fjalla um það núna hvort Bjarni hafi farið gegn stjórnsýslulögum. „Ég heyri óskaplega lítið um þetta frá Jóni, um mikilvægi þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu réttum megin við lögin.“ „Það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú“ Jón segir að það sé alveg rétt að umboðsmaður sé að skoða málið. Hann er þó á því að Þorbjörg og fleiri séu búin að dæma í málinu. „Nei, aldeilis ekki,“ segir Þorbjörg við því. „Jú, þið eruð víst búin að dæma, margoft talið um lögbrot. Alveg eins og þið töluðuð um lögbrot hjá mér og svo framvegis sem stóðst enga skoðun,“ segir Jón þá. „Jón Gunnarsson það voru framin lögbrot við sölu bankans, það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú,“ segir Þorbjörg svo. Jón segir að það hafi verið mjög ítrekuð lögbrot hjá þeim aðilum sem sáum um framkvæmd sölunnar. „Þeir gáfu rangar upplýsingar til bankasýslunnar sem segir okkur það að fjármálaráðherra fékk rangar upplýsingar. En hvað er að halda í þessu kerfi? Jú, það er að halda eftirlitskerfið sem er að grípa þarna inn í.“ Aðspurður um hvort þetta eftirlitskerfi hefði kannski átt að grípa inn í fyrr segir Jón að það geti vel verið. „En það er samt að grípa þarna inn í. Það er kannski erfitt að grípa inn í hluti þegar þeir gerast svona hratt en það er verið að grípa inn í og hver hefur átt frumkvæði að þeirri lagasetningu sem þetta kerfi er í? Jú það er fjármálaráðherra, sem er búinn að herða lagasetninguna og umgjörð í þessu allan tímann.“ Rifjar upp frumvarp Bjarna Jón rifjar að fyrir fjórum árum síðan hafi Bjarni lagt fram frumvarp um að leggja niður bankasýsluna. Því hafi verið hafnað af stjórnarandstöðunni og samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Hann segir Bjarna hafa sagt á sínum tíma að það væri eðlilegt að pólitíkin taki ábyrgð og Bankasýslan verði lögð niður. „Því var hafnað af þinginu og hann var rekinn til baka með frumvarpið. En nú á hann að bera ábyrgð á öllu.“ Þorbjörg minnir þá á tilkynningu um „dauða bankasýslunnar“ sem ríkisstjórnin sendi út í apríl um fyrra. „Nú á þessi umboðslausa bankasýsla, sem ríkisstjórnin sjálf úrskurðaði látna, að mæta á hluthafafund fyrir hönd almennings til að ræða söluna.“ Bankasýslan sé umboðslaus í pólitísku samhengi Þorbjörg segir að vegna tilkynningarinnar sé Bankasýslan í pólitísku samhengi umboðslaus. „Aftur komum við að lögfræðinni hérna, og það er lögfræðingurinn sem talar,“ segir Jón við því en Þorbjörg skýtur þá inn í: „Ég kann mína lögfræði ágætlega þakka þér fyrir.“ Jón segir þá að samkvæmt lögum geti enginn tekið umboð Bankasýslunnar til baka nema Alþingi með því að breyta lögum. Þorbjörg segir þá að hún hafi verið að lýsa því hver pólitíski veruleikinn sé. Þorbjörg Sigríður segir Bankasýsluna vera umboðslausa í pólitísku samhengi.Vísir/Arnar „Þó að ríkisstjórnin segi að það sé á stefnuskrá þeirra núna að vera sammála því sem Bjarni Benediktsson vildi gera fyrir fjórum árum, að leggja niður bankasýsluna, þá er hún ekkert í umboðslaus í dag. Það er Alþingi sem verður að afgreiða það og breyta lögum,“ segir Jón. Undir lokin var Jón spurður hvort þetta eigi eftir að fella ríkisstjórnina: „Ég ætla nú ekki að taka hana af lífi hér í beinni útsendingu. En ég get alveg sagt það að þetta hefur verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf og þau eiga eftir að koma í ljós.“
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent