Langþráðir samningar fyrir fólkið í landinu Ingibjörg Isaksen skrifar 29. júní 2023 07:01 Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi. Samningurinn markar tímamót sem tryggir gott og jafnt aðgengi að mikilvægri læknisþjónustu óháð efnahag í samræmi við stefnu stjórnvalda. Það má með sanni segja að hér hafi verið lyft grettistaki en líkt og flestir vita hafa sérgreinalæknar verið samningslausir síðan í janúar 2019. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt ríka áherslu á að finna samningsgrundvöll við sérfræðilækna og það hefur nú tekist með góðum árangri. Það að samningar hafi náðst er farsælt fyrir alla er koma að borðinu, þó sérstaklega fólkið í landinu. Ávinningur fyrir samfélagið allt Einn helsti ávinningur samningsins sem nú hefur verið undirritaður er umtalsverð lækkun á greiðsluþátttöku almennings í þjónustu sérfræðilækna. Ætla má að með nýjum samningi muni greiðsluþátttaka almennings lækka um allt að 3 milljarða króna á ári. Hér er um að ræða mikilvægt skref í þá átt að stuðla að heilbrigðisjöfnuði og tryggja að allir hafi jafnan aðgang að sérfræðilæknum. Þess utan verður komið á fót samráðsnefnd aðila frá Sjúkratryggingum Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur sem mun vinna í sameiningu að heildstæðri þjónustu- og kostnaðargreiningu og reglulegri endurskoðun gjaldskrár. Auk þess myndar samningurinn sterka umgjörð utan um starfsemi sérfræðilækna sem mun aftur stuðla að framþróun og nýsköpun þjónustunnar. Það er óhætt að segja að þessir samningar marki nýtt upphaf frá stöðnun síðustu ára. Aukið aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni Í kjölfarið á þessum samningum telur undirrituð afar brýnt að áfram verði haldið í samningagerð við sérfræðilækna svo þeir sjái hag sinn í því að sinna þjónustu einnig út á land. Markmiði með þeim samningum ætti að vera að jafna aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni þannig að treysta megi að þjónusta þeirra sé einnig hluti af heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Þá þarf að skilgreina hvaða þjónusta eigi að vera hluti af nærumhverfi og efla þjónustuna í samvinnu við lækna, sjúkratryggingar og heilbrigðisumdæmi á hverjum stað. Staðreyndin er sú að þjónusta sérfræðilækna á landsbyggðinni hefur átt undir högg að sækja síðustu ár sökum lítillar nýliðunar og óhagstæðra skilyrða. Staðan er nú þannig að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að miklu leyti að sækja sér þjónustu sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðið. Undirrituð telur afar mikilvægt að skoða verði af fullri alvöru hvort færa megi þjónustu sérfræðilækna í auknum mæli á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni einhverja daga á ári, vikur eða mánuði, allt eftir eðli og þörf þjónustunnar á hverjum stað fyrir sig. Þannig má spara bæði ferðalög sjúklinga, ferðakostnað og kolefnisspor ásamt því að bæta þjónustu. Svo það sé mögulegt að veita þjónustu með þessum hætti þarf að kortleggja og greina þörf eftir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni meðal annars eftir fólksfjölda og aldursgreiningu og gera heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni færi á að bjóða upp á þjónustu sérfræðilækna í samræmi við þarfir íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi. Má í því samhengi nefna aðgengi að barnalæknum, geðlæknum, háls- nef- og eyrnalæknum, fæðingar- og kvensjúkdómalæknum, öldrunarlæknum, hjartalæknum og innkirtlalæknum. Er hér ekki tæmandi talið. Miklir möguleikar eru fólgnir í fjarheilbrigðisþjónustu en sumt er þó þess eðlis að best væri ef þjónustan væri veitt í nærumhverfi. Sparnaður fyrir samfélagið Víða í kringum landið eru heilbrigðisstofnanir þar sem sérfræðilæknar gætu nýtt aðstöðu til þess að taka á móti sjúklingum í viðtöl eða eftir atvikum í aðgerðir. Þá mætti einnig byggja upp skilgreinda sérfræðiklasa á landsbyggðinni þar sem þjónusta sérfræðilækna færi fram t.d. fyrir vestan, austan og norðan. Sú sem hér skrifar leggur ekki mat á það hverslags rekstrarform væri ákjósanlegast fyrir klasa sem þessa. Mestu máli skiptir að þjónustan sé til staðar á hverjum stað og skapaður sé hvati fyrir sérfræðilækna til þess að bjóða upp á þjónustu sína á landsbyggðinni. Með því að auka aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni bætum við þjónustu við íbúa á stóru svæði sem og búsetuskilyrði. Það er bæði hagræði fyrir sjúkratryggingar sem og sjúklingana sjálfa að flytja frekar þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðina þar sem því verður við komið í stað þess að flytja fjölda sjúklinga á höfuðborgarsvæðið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Ingibjörg Ólöf Isaksen Sjúkratryggingar Alþingi Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi. Samningurinn markar tímamót sem tryggir gott og jafnt aðgengi að mikilvægri læknisþjónustu óháð efnahag í samræmi við stefnu stjórnvalda. Það má með sanni segja að hér hafi verið lyft grettistaki en líkt og flestir vita hafa sérgreinalæknar verið samningslausir síðan í janúar 2019. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt ríka áherslu á að finna samningsgrundvöll við sérfræðilækna og það hefur nú tekist með góðum árangri. Það að samningar hafi náðst er farsælt fyrir alla er koma að borðinu, þó sérstaklega fólkið í landinu. Ávinningur fyrir samfélagið allt Einn helsti ávinningur samningsins sem nú hefur verið undirritaður er umtalsverð lækkun á greiðsluþátttöku almennings í þjónustu sérfræðilækna. Ætla má að með nýjum samningi muni greiðsluþátttaka almennings lækka um allt að 3 milljarða króna á ári. Hér er um að ræða mikilvægt skref í þá átt að stuðla að heilbrigðisjöfnuði og tryggja að allir hafi jafnan aðgang að sérfræðilæknum. Þess utan verður komið á fót samráðsnefnd aðila frá Sjúkratryggingum Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur sem mun vinna í sameiningu að heildstæðri þjónustu- og kostnaðargreiningu og reglulegri endurskoðun gjaldskrár. Auk þess myndar samningurinn sterka umgjörð utan um starfsemi sérfræðilækna sem mun aftur stuðla að framþróun og nýsköpun þjónustunnar. Það er óhætt að segja að þessir samningar marki nýtt upphaf frá stöðnun síðustu ára. Aukið aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni Í kjölfarið á þessum samningum telur undirrituð afar brýnt að áfram verði haldið í samningagerð við sérfræðilækna svo þeir sjái hag sinn í því að sinna þjónustu einnig út á land. Markmiði með þeim samningum ætti að vera að jafna aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni þannig að treysta megi að þjónusta þeirra sé einnig hluti af heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Þá þarf að skilgreina hvaða þjónusta eigi að vera hluti af nærumhverfi og efla þjónustuna í samvinnu við lækna, sjúkratryggingar og heilbrigðisumdæmi á hverjum stað. Staðreyndin er sú að þjónusta sérfræðilækna á landsbyggðinni hefur átt undir högg að sækja síðustu ár sökum lítillar nýliðunar og óhagstæðra skilyrða. Staðan er nú þannig að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að miklu leyti að sækja sér þjónustu sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðið. Undirrituð telur afar mikilvægt að skoða verði af fullri alvöru hvort færa megi þjónustu sérfræðilækna í auknum mæli á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni einhverja daga á ári, vikur eða mánuði, allt eftir eðli og þörf þjónustunnar á hverjum stað fyrir sig. Þannig má spara bæði ferðalög sjúklinga, ferðakostnað og kolefnisspor ásamt því að bæta þjónustu. Svo það sé mögulegt að veita þjónustu með þessum hætti þarf að kortleggja og greina þörf eftir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni meðal annars eftir fólksfjölda og aldursgreiningu og gera heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni færi á að bjóða upp á þjónustu sérfræðilækna í samræmi við þarfir íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi. Má í því samhengi nefna aðgengi að barnalæknum, geðlæknum, háls- nef- og eyrnalæknum, fæðingar- og kvensjúkdómalæknum, öldrunarlæknum, hjartalæknum og innkirtlalæknum. Er hér ekki tæmandi talið. Miklir möguleikar eru fólgnir í fjarheilbrigðisþjónustu en sumt er þó þess eðlis að best væri ef þjónustan væri veitt í nærumhverfi. Sparnaður fyrir samfélagið Víða í kringum landið eru heilbrigðisstofnanir þar sem sérfræðilæknar gætu nýtt aðstöðu til þess að taka á móti sjúklingum í viðtöl eða eftir atvikum í aðgerðir. Þá mætti einnig byggja upp skilgreinda sérfræðiklasa á landsbyggðinni þar sem þjónusta sérfræðilækna færi fram t.d. fyrir vestan, austan og norðan. Sú sem hér skrifar leggur ekki mat á það hverslags rekstrarform væri ákjósanlegast fyrir klasa sem þessa. Mestu máli skiptir að þjónustan sé til staðar á hverjum stað og skapaður sé hvati fyrir sérfræðilækna til þess að bjóða upp á þjónustu sína á landsbyggðinni. Með því að auka aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni bætum við þjónustu við íbúa á stóru svæði sem og búsetuskilyrði. Það er bæði hagræði fyrir sjúkratryggingar sem og sjúklingana sjálfa að flytja frekar þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðina þar sem því verður við komið í stað þess að flytja fjölda sjúklinga á höfuðborgarsvæðið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun